Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – ÍBV.......................................... 0:2 Stjarnan – HK/Víkingur.......................... 1:0 Selfoss – Breiðablik.................................. 1:4 Staðan: Breiðablik 2 2 0 0 6:1 6 Stjarnan 2 2 0 0 2:0 6 Valur 1 1 0 0 5:2 3 Fylkir 1 1 0 0 2:1 3 ÍBV 2 1 0 1 2:2 3 HK/Víkingur 2 1 0 1 1:1 3 KR 1 0 0 1 0:1 0 Þór/KA 1 0 0 1 2:5 0 Keflavík 2 0 0 2 1:4 0 Selfoss 2 0 0 2 1:5 0 Úrslitakeppni EM U17 karla Leikið á Írlandi: Ungverjaland – Ísland ............................ 2:1 Rajmund Molnár 31., András Nemeth 90. (víti) – Mikael Egill Ellertsson 48. Portúgal – Rússland................................. 2:1 Staðan: Ungverjaland 2 2 0 0 3:1 6 Ísland 2 1 0 1 4:4 3 Portúgal 2 1 0 1 2:2 3 Rússland 2 0 0 2 3:5 0  Í lokaumferðinni á föstudag leikur Ísland við Portúgal og Ungverjaland við Rúss- land. Tvö efstu liðin komast í átta liða úrslit keppninnar. Þróunarmót UEFA U17 kvenna Leikið í Króatíu: Ísland – Búlgaría ..................................... 6:0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 28., 46., 78., Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 49., Hildur Lilja Ágústsdóttir 67., 75.  Ísland mætir Makedóníu á morgun og Króatíu á laugardaginn. Meistaradeild karla Undanúrslit, seinni leikur: Liverpool – Barcelona ............................ 4:0 Divock Origi 7., 79., Georginio Wijnaldum 54., 56.  Liverpool í úrslit, 4:3 samanlagt. Svíþjóð B-deild: Degerfors – Brage................................... 1:0  Bjarni Mark Antonsson fór meiddur af velli hjá Brage á 22. mínútu. KNATTSPYRNA 2. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Öll tólf liðin hafa tapað stigum í fyrstu tveimur umferðunum í úr- valsdeild karla í fótbolta og það ger- ist svo sannarlega ekki á hverju ári. Þetta hefur aldrei áður gerst eftir að liðum var fjölgað úr tíu í tólf frá og með tímabilinu 2008 og það þarf að fara sautján ár aftur í tímann, til ársins 2002, til að finna sambærilega stöðu í deildinni að tveimur umferð- um loknum. Þá voru Fylkir, KR, Þór og Kefla- vík í fjórum efstu sætunum með 4 stig hvert, og rétt eins og nú var eitt lið stigalaust á botninum – ÍA. Nú eru Fylkir, KR, ÍA, Breiða- blik og FH öll með 4 stig í fimm efstu sætum deildarinnar og eitt lið situr eftir stigalaust á botninum – Eyjamenn. Allt benti reyndar til þess að Fylkir yrði í efsta sætinu, þar til Óttar Bjarni Guðmundsson jafnaði fyrir Skagamenn á þriðju mínútu í uppbótartíma, 2:2. Hvort þetta sé merki um að deild- in verði jafnari en áður er of snemmt að fullyrða um, en fjórum af sex leikjum 2. umferðar lauk með jafntefli. Eini afgerandi sigurinn var hjá KR gegn ÍBV, 3:0, eftir marka- lausan fyrri hálfleik. Bara einn eins marks leikur Þá hafa minnst tvö mörk verið skoruð í öllum leikjum deildarinnar til þessa nema einum – þegar KA lagði Íslandsmeistara Vals að velli á sunnudaginn, 1:0, á gamla og góða Akureyrarvellinum (sem nú er kenndur við Greifann), en aldrei hefur verið spilað jafn snemma vors á honum. Nýliðar HK fengu sitt fyrsta stig með 2:2 jafntefli í grannaslag gegn Blikum, sem björguðu sér á ótrúleg- an hátt með tveimur mörkum á lokamínútunum. Víkingar hafa komið einna mest á óvart með frammistöðu sinni gegn Val og FH. Uppskeran er reyndar aðeins tvö stig og gat verið meiri en það er þó tveimur stigum meira en flestir reiknuðu með. Óskar er fremstur á mörgum sviðum  Óskar Örn Hauksson, kant- maðurinn reyndi og fyrirliði KR- inga, er leikmaður 2. umferðar hjá Morgunblaðinu. Óskar lék mjög vel í 3:0 sigrinum á Eyjamönnum þar sem hann skoraði glæsilegt mark og lagði upp hin tvö – það fyrra með skalla í stöng og það seinna með gullfallegri stungusendingu á Björg- vin Stefánsson. Óskar hefur með þessu marki skorað á sextán tímabilum í röð í úr- valsdeildinni, eða frá því hann lék þar fyrst með Grindavík árið 2004. Þá gerði hann sitt fyrsta mark í deildinni í 3:2 sigri gegn Keflavík, með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir sendingu frá Eysteini Hauks- syni. Óskar, sem verður 35 ára í ágúst og ólst upp í Njarðvík er marka- hæstur núverandi leikmanna í deild- inni. Hann skoraði sitt 69. mark og er kominn í 17.-19. sætið yfir þá markahæstu frá upphafi ásamt Al- berti Ingasyni og Pétri Ormslev. Óskar er jafnframt leikjahæstur þeirra sem nú spila í deildinni með 289 leiki, sá þriðji hæsti frá upphafi, og hann hefur líka spilað flesta leiki í röð af núverandi leikmönnum. Leikurinn gegn ÍBV á sunnudaginn var hans 79. leikur í röð fyrir KR í deildinni.  Þegar Óskar skallaði í stöngina fylgdi Pálmi Rafn Pálmason á eftir og skoraði sitt 100. deildamark á ferlinum eins og fjallað var um í blaðinu í gær. Júlíus kemur sterkur heim  Besti ungi leikmaður 2. umferð- ar að mati Morgunblaðsins var Júl- íus Magnússon miðjumaður Vík- ings. Júlíus er tvítugur, uppalinn í Víkingi en hefur leikið með ung- lingaliðum og varaliði Heerenveen í Hollandi undanfarin ár. Hann hefur komið sterkur inná miðjuna hjá Vík- ingi í fyrstu tveimur leikjunum. Júl- íus á að baki 33 leiki með yngri landsliðum Íslands, 15 þeirra með 21-árs landsliðinu þar sem hann er áfram gjaldgengur á þessu ári og næsta.  Báðir markaskorarar ÍA í 2:2 jafnteflinu við Fylki skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild, miðvörð- urinn Óttar Bjarni Guðmundsson og bakvörðurinn Hörður Ingi Gunn- arsson. Þriðji leikmaðurinn sem skoraði í fyrsta sinn í deildinni var hollenski framherjinn Patrick N’Koyi sem gerði mark Grindavíkur gegn Stjörnunni úr vítaspyrnu. N’Koyi er 29 ára gamall, fæddur í Saír, eða Lýðveldinu Kongó eins og landið heitir í dag. Nú kom hinn tvíburinn inn á  Þá léku þrír nýir leikmenn í deildinni í 2. umferð. Þorri Mar Þórisson kom inn á hjá KA gegn Val, rétt eins og tvíburabróðir hans Nökkvi Þeyr Þórisson gerði gegn ÍA í fyrstu umferðinni. Faðir þeirra Þórir Áskelsson lék lengi með Þór. Mohamed Didé Fofana, miðju- maður frá Gíneu sem er í láni frá Sogndal í Noregi, spilaði sinn fyrsta leik með Víkingi gegn FH en hann er 21 árs og hefur leikið með U20 ára landsliði þjóðar sinnar í loka- keppni HM. Portúgalski markvörð- urinn Rafael Veloso kom í mark ÍBV í stað Halldórs Páls Geirssonar og stóð sig vel gegn KR. Veloso er 25 ára gamall og lék síðast með Valdres í Noregi. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Guðmundur Kristjánsson, FH 3 Sam Hewson, Fylki 3 Almarr Ormarsson, KA 2 Björn Berg Bryde, HK 2 Björn Daníel Sverrisson, FH 2 Einar Karl Ingvarsson, Val 2 Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 2 Guðjón Baldvinsson, Stjörnunni 2 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 2 Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 2 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2 Jónatan Ingi Jónsson, FH 2 Júlíus Magnússon, Víkingi 2 Logi Tómasson, Víkingi 2 Martin Rauschenberg, Stjörnunni 2 Ólafur Örn Eyjólfsson, HK 2 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2 Nikolaj Hansen, Víkingi 2 Pálmi Rafn Pálmason, KR 2 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 2 Markahæstir KR 12 FH 11 KA 11 ÍA 10 Víkingur R. 10 Fylkir 9 HK 9 Stjarnan 8 Breiðablik 7 Valur 7 Grindavík 5 ÍBV 5 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Þórður Ingason Víkingi Ýmir Már Geirsson KA Óskar Örn Hauksson KR Almarr Ormarsson KA Kennie Chopart KR Sam Hewson Fylki Guðjón Baldvinsson Stjörnunni Björn Berg Bryde HK Guðmundur Kristjánsson FH Ásgeir Marteinsson HK Óttar Bjarni Guðmundsson ÍA 2. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 Óskar Örn Hauksson, KR 2 Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2 Pálmi Rafn Pálmason, KR 2 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 2 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 2 2 2 Ekki gerst í sautján ár  Öll liðin í deildinni hafa þegar tapað stigum  Óskar Örn Hauksson var besti leikmaður 2. umferðar  Júlíus Magnússon besti ungi leikmaðurinn Morgunblaðið/Hari Bestur Óskar Örn Hauksson leikur listir sínar gegn Eyjamönnum. Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona mæta Vardar frá Makedóníu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í hand- bolta. Leikið er 1. júní í Köln en úrslitaleikurinn er degi síðar. Í hinum undanúrslitaleiknum leika Kielce og Veszprém, fyrra lið Arons. Aron tekst á við Vardar í Köln

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.