Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin• Kjólar • Túnikur • Skyrtur • Jakkar • Bolir • Buxur • Pils • Vesti • Peysur NýttNýtt Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com Tólf grunnskólar af öllu landinu keppa í úrslitum Skóla- hreysti sem fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík í kvöld „Við eigum von á hörkukeppni. Efstu skólarnir eru svo jafnir. Í dag er farið að verða miklu meiri spurning um það hver vinnur á endanum,“ segir Andrés Guð- mundsson, sem hefur skipulagt keppnina frá upphafi, en þetta er í fimmtánda sinn sem hún er haldin. Úrslitin verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV frá klukkan 20:00. Liðsandinn skiptir máli Andrés segir erfiðara að spá um úrslitin nú en oft áður og spennan yfir keppninni í ár sé í takt við stemn- inguna í fyrra þar sem ekki var hægt að segja fyrir um sigurvegara. Segir hann að sá skóli sem hafi átt að vera efstur þá samkvæmt spám hafi lent í sjötta sæti. „Þetta er eins núna. Þetta er svo jafnt að það sem skiptir mestu máli er eiginlega bara dagsformið á krökkunum, liðsand- inn og hvernig þau ganga til leiks. Það er orðin svo mikil spenna í þessu í dag,“ segir Andrés. Hann segir að liðunum sé raðað í riðla eftir árangri. „Liðin með sama árangur keppa saman. Þannig fáum við jafnari keppni.“ Þeir tólf grunnskólar sem keppa í úrslitunum eru Hvolsskóli, Laugalækjarskóli, Heiðarskóli, Grunnskóli Húnaþings vestra, Grunnskóli Ísafjarðar, Lindaskóli, Foldaskóli, Varmahlíðarskóli, Brekkuskóli, Grunnskóli Reyðarfjarðar, Holtaskóli og Flóaskóli. Komust þeir í úrslit af um hundrað skólum sem tóku þátt í Skóla- hreysti í ár. „Það sem einkennir hvert einasta ár er dugnaðurinn í krökkunum. Þeir gefast aldrei upp og reyna sitt besta. Það er það sem við erum svo stolt af,“ segir Andrés. Ekki hægt að segja fyrir um sigurvegara Ljósmynd/Skólahreysti Skólahreysti Keppendur fagna ásamt Andrési Guðmundssyni og Láru B. Helgadóttur sem halda keppnina.  Tólf skólar keppa í úrslitum Skólahreysti í kvöld Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Eins og staðan er núna er voða lítið hægt að gera ef bílum er lagt ólög- lega. Það er ólíklegt að lögreglan komi til að sekta. Við viljum hafa þann kost að geta sektað sjálf og get- um þá nýtt starfsmenn bæjarins til þess. Það er helst í kringum íþrótta- miðstöðuna sem þörf er á,“ segir Sig- rún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Seltirningar íhuga nú að fylgja for- dæmi Kópavogsbúa og stofna bíla- stæðasjóð sem hefði það að markmiði að sporna við því að bílum sé lagt ólöglega í bænum. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á dögunum voru 1,5 milljónir króna innheimtar í sektir í Kópavogi fyrstu þrjá mánuðina sem bílastæðasjóður var þar starfræktur. Í Kópavogi er ekki rukkað fyrir að leggja í stæði heldur er aðeins lagt á stöðubrotsgjald ef bílum er lagt ólög- lega eða í stæði fyrir hreyfihamlaða. Sigrún Edda segir að Seltirningar horfi til þess hvernig haldið hefur verið á þessum málum í Kópavogi og fullur vilji sé meðal bæjaryfirvalda til að ráðast í verkefnið. Tillaga þessa efnis var lögð fram í bæjarráði fyrr á árinu og fékk jákvæða umsögn skipulags- og umferðarnefndar í febrúar. Sigrún Edda kveðst þó ekki geta fullyrt hvenær vænta megi um- ræddra breytinga. Ekki náðist í Ás- gerði Halldórsdóttur bæjarstjóra í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Ár- dísi Ármannsdóttur, samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar, hafa bílastæða- mál verið í skoðun hjá bænum um nokkra hríð. „Það hefur öllum mögu- leikum verið velt upp og þeir greind- ir en ekki verið tekin nein ákvörðun um framhaldið,“ segir hún. Meðal þeirra hugmynda sem hafa verið á lofti er að taka upp svokölluð klukku- bílastæði, eins og eru á Akureyri, en þar má leggja í skamman tíma í mið- bænum og sektað er ef farið er fram yfir ákveðinn tíma. Eins og sakir standa eru nokkur 30 mínútna stæði í miðbæ Hafnarfjarðar og höfðað er til samvisku ökumanna að virða þau tímamörk. Ekki er sektað leggi fólk lengur í umrædd stæði. Á fundi umhverfis- og fram- kvæmdaráðs Hafnarfjarðar í síðustu viku var samþykkt tillaga um að skammtímastæðum yrði fjölgað. Mun hluti bílastæða við Linnetsstíg og Strandgötu hér eftir verða 60 mínútna skammtímastæði. Hulda Hauksdóttir, upplýsinga- stjóri Garðabæjar, segir að ekki hafi farið fram nein umræða um það hjá Garðabæ að stofna bílastæðasjóð með svipuðum hætti og er hjá Kópa- vogsbæ. „Bílastæði í Garðabæ sem eru á vegum bæjarins eru gjaldfrjáls og það er ekki sektað af hálfu bæj- arins. Á Garðatorgi í miðbæ Garða- bæjar eru stæði sem eru ætluð við- skiptavinum torgsins og gert ráð fyrir að það séu skammtímastæði. Í bílastæðakjallara á Garðatorgi er gert ráð fyrir að bílastæði séu fyrir fólksbíla,“ segir Hulda. Samkvæmt upplýsingum frá Mos- fellsbæ eru ekki innheimt bílastæða- gjöld í bænum. „Engin vinna stendur yfir eða er fyrirhuguð hjá Mosfells- bæ varðandi bílastæðamál,“ segir í svari bæjarins. Fleiri skoða bílastæðamál  Hafnfirðingar fjölga skammtíma- stæðum  Seltirningar taka upp sektir Morgunblaðið/Hari Sektað Bílastæðaverðir gætu kom- ið til starfa á Seltjarnarnesi. Mannbjörg varð þegar bátur sökk skammt frá Hvammstanga í fyrri- nótt. Hann var að koma af grá- sleppuveiðum og voru þrír um borð. Björgunarsveitin Húnar fékk hjálparbeiðni klukkan 03:20 vegna vélarvana báts. Haldið var af stað á björgunarbáti og skömmu eftir það komu skilaboð um að leki væri kom- inn að bátnum og skipverjarnir þrír komnir í flotgalla. Skipstjórinn greindi frá því að slinkur hefði komið á bátinn þar sem hann var 3,5-4 km frá Hvammstanga og sjór farið að leka inn um stefnið. Veður var gott og stilltur sjór þegar þetta gerðist og gáraði hvergi á grynningum. „Þegar við sjáum hann um tæpan kílómetra frá höfninni er hann orð- inn ansi framsiginn. Þeir reyndu að damla sér í land. Það bjargaði því að hann hafi ekki verið farinn á hliðina fyrr að það var gott í sjóinn,“ sagði Kristján Svavar Guðmundsson, varaformaður í Björgunarsveitinni Húnum, sem stýrði björgunar- aðgerðum. Til að byrja með fylgdu þeir bátnum í átt til lands og voru dælur gerðar klárar til að dæla úr bátnum. Þeir tóku skipverjana um borð í björgunarbátinn og bátinn í tog. Skömmu síðar sökk báturinn um 300 metra frá landi. „Þetta mátti ekki tæpara standa. Þegar þeir voru komnir í björgunarbátinn fer bátur- inn á hliðina og hann er horfinn fimm til tíu mínútum seinna.“ Ekkert amaði að skipverjunum Sex björgunarsveitarmenn tóku þátt í útkallinu og var svæðisstjórn einnig virkjuð. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var kölluð út en aðstoð hennar var afþökkuð eftir að skip- verjarnir voru komnir heilu og höldnu í björgunarbátinn. Kanna á möguleika á því að ná bátnum upp, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, enda er báturinn á grunnu vatni og skammt frá landi. freyr@mbl.is, gudni@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvammstangi Báturinn sökk skammt frá landi. Mannbjörg varð þegar bátur sökk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.