Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið VISBY sófi 2ja og 3ja sæta, horn eða tungusófar, mikið úrval af áklæði og leðri Erum á facebook Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Hjóla- legur Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Margar helstu stjörnur skemmt- analífsins vestanhafs, leikarar sem tónlistarmenn, mættu á hina umtöl- uðu árlegu glyssýningu Met Gala í New York í fyrrakvöld. Viðburð- urinn er haldinn í Metropolitan- listasafninu við Fimmtu breiðgötu og er tilefnið að safna fé fyrir bún- ingadeild safnsins sem geymir marga fræga og merka flíkina. Þema veislunnar í ár var upp á ensku „Camp: Notes on Fashion“ og gestir hvattir til að ganga sem lengst í óvenjulegum og ögrandi glæsi- klæðnaði en heitið var sótt í fræga grein eftir Susan Sontag frá 1964, „Notes on Camp“. AFP Senuþjófur Söng- og leikkonan Lady Gaga birtist þrisvar sinnum á rauða dreglinum við Metropolitan-safnið. Glamúrsýning stjarnanna Skrautleg Tískublaðamenn hrósuðu söngkonunni Celine Dion fyrir til- komumikla framkomu þar sem hún mætti silfruð með fjaðraskraut. Kertastjaki Katy Perry var skraut- leg en líklega var erfitt að setjast. Dragsíður Cardi B. sópaði gólf sala safnsins með síðum kjólnum. Sýnilegur Leikarinn og söngvarinn Ezra Miller var vel eygður. Sýningar 58. Feneyjatvíæringsins, viðamestu myndlistarhátíðar sem reglulega er haldin, verða opnaðar á morgun, fimmtudag. Í gær og í dag eru svokallaðir blaðamannadagar, þar sem fulltrúar fjölmiðla geta skoðað jafnt hina fjölmörgu þjóð- arskála sýningarinnar sem megin- sýninguna „May You Live In Inter- esting Times“ sem sett er upp í ítalska skálanum á aðal sýningar- svæðinu, garðinum Giardini, og hinni miklu byggingu Arsenale, þar sem á miðöldum voru gerð reipi fyr- ir flota Feneyja. Í gær bárust fyrstu myndirnar af hinni viðamiklu innsetningu Hrafn- hildar Arnardóttur, sem kallar sig Shoplifter, í íslenska skálanum en hann er í fyrrverandi vöruhúsi á Giudecca-eyju. Verkið kallar Hrafn- hildur Chromo Sapiens og hefur skapað það úr hári, einkennisefni sínu. Hljómsveitin HAM hefur samið tónverk sem mun hljóma í verkinu og flytur sveitin það við opnunina. Bandaríski sýningarstjórinn Ralph Rugoff var valinn til að setja saman meginsýninguna að þessu sinni og hefur hann valið verk eftir á áttunda tug lifandi listamanna til að draga fram sýn sína á merkustu meginstrauma listarinnar um þessar mundir. Auk þeirrar sýningar, sem, og sýninganna í fleiri tugum þjóð- arskála, þá er fjöldi annarra for- vitnilegra sýninga í ýmsum söfnum og höllum Feneyja. efi@mbl.is Ljósmynd/Ugo Carmeni Litasprengja Hluti verks Hrafnhildar Arnardóttur, Chromo Sapiens, í íslenska skálanum. AFP „Staðreynd“ Eitt verka stjörnuljósmyndarans Zanele Muholi í Suður-Afríska skálanum. AFP Hollenski skálinn Gestur skoðar verkið „The new ut- opia begins here“ eftir listakonuna Iris Kensmil. AFP Múr Í skála Mexíkó hefur listakonan Teresa Margolles reist múr og kallar verkið „Muro Ciudad Juarez, 2010“. Myndlistarveislan að hefjast í Feneyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.