Morgunblaðið - 08.05.2019, Page 30

Morgunblaðið - 08.05.2019, Page 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Á palli: VIÐAR Smágrár Opið : 8-18 v i r ka daga, 10-14 laugardaga • S ími 588 8000 • s l ippfe lag id. i s Á grindverki: VIÐAR Húmgrár Viðarvörn 70 ára María er Reyk- víkingur en býr í Reykjanesbæ. Hún er með BA-próf í guð- fræði og diplóma í fötl- unarfræði og er að vinna að MA-ritgerð. Hún starfaði síðast sem verkefnastjóri Menningarseturs á Útskálum. Maki: Leifur A. Ísaksson, f. 1947, kennari í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Börn: Ísak, f. 1967, Ásgeir Hinrik, f. 1968, Arnar, f. 1976, og Berglind, f. 1977. Barnabörnin eru fimm og barnabarna- börn eru tvö. Foreldrar: Haukur Jóhann Sigurðsson, f. 1919, d. 1980, og Helga Guðmundsdóttir, f. 1923, d. 1984. Þau voru bús. í Rvík. María Hauksdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Glaumur og gleði eru lykilorð næstu vikur. Ekki láta glepjast af gylli- boðum, hinkraðu aðeins. 20. apríl - 20. maí  Naut Hlustaðu á líkama þinn og farðu eftir því sem hann segir þér. Vertu hrein- skilin/n strax í upphafi, það margborgar sig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert á nýjum og spennandi stað í ástarsambandi. Ekki kasta hæfi- leikum þínum á glæ. Hafðu trú á þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Auðgaðu andann með því að lesa eitthvað óvenjulegt sem þú hefur ekki lagt þig eftir áður. Einbeittu þér að því sem þú þráir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra. Sem betur fer hringja viðvör- unarbjöllur þegar þú færð símhringingu að utan. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú ert tíminn til að viðra vanda- mál sem þú hefur lengi falið. Einhver heldur að hann eigi þig með húð og hári. Leiðréttu þann misskilning strax. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur haldið spennunni inni og verður að hleypa henni út með ein- hverjum hætti. Stundum er besta ákvörð- unin sú að ákveða ekki neitt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sannleikurinn er sagna best- ur og það skaltu hafa í huga, allavega gagnvart þínum nánustu. Sagt er að kennarinn birtist þegar nemandinn er tilbúinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Passaðu hornin í dag, þau gætu stungist í fólk sem er of áhrifaríkt til að þú hafir efni á því að styggja það. Hristu af þér feimnina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að öðlast frið innra áður en þú hjálpar öðrum. Stjórnendur eru ekki á sama máli og þú, sem dregur úr þér allan mátt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú vilt skipuleggja allt sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanleg/ur þegar það á við. Nýttu þér hæfileika þína til skipulagningar núna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það verða báðir aðilar í sambandi að leggja sitt af mörkum ef sambandið á að geta gengið. Til að vera í núinu þarftu að hætta allri sjálfsgagnrýni. fyrstu einkasýningu 1985 en þær eru nú orðnar yfir 50. Nú stendur yfir sýn- ing hans í Gallerý LAK, ( Læknastofur Akureyrar) og stendur út júní. Jón Ingi hlaut listamannalaun 1981, við- urkenningu menningarnefndar Selfoss 1997, Menningarverðlaun Árborgar 2011 og var Heiðurslistamaður Mynd- listarfélags Árnessýslu 2017. Jón Ingi var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Selfoss og hefur unnið ýmis störf í þágu klúbbsins og verið formaður, ritari og fleira og starfar hann enn með klúbbnum. „Ég fór á eft- irlaun 1996 og hætti kórstjórn árið 2000 og kennslu í Tónlistarskólanum leikara. Kórnemendur hafa margir haldið áfram að syngja í kórum, nokkr- ir syngja í Dómkórnum og sem ein- sögvara get ég nefnt Kristjönu Stefánsdóttur djasssöngkonu.“ Jón Ingi færði sig yfir í Gagnfræða- skólann og kenndi þar ensku, dönsku og tónmennt og stundum myndmennt. Hann var aðstoðarskólastjóri við Gagnfræðaskólann 1976-1996 fyrir utan þegar hann var skólastjóri 1979- 80 og 1987-1991. Jafnframt fékkst Jón Ingi við að mála, einkum vatnslitamyndir og í olíu. Hann sýndi oft í samsýningum Mynd- listarfélags Árnesinga og hélt sína J ón Ingi Sigurmundsson fæddist 8. maí 1934 á Eyrarbakka og ólst þar upp. „Ég á góðar æsku- minningar við leik og störf. Almennt höfðu menn ekki eitt starf en voru með skepnur, ræktuðu kartöflur, voru í fiskvinnslu eða á sjó. Við krakk- arnir lékum okkur saman úti í ýmsum leikjum. Ég var átta sumur í síma- vinnuflokki Ólafs Magnússonar, móð- urbróður míns, og var sofið í tjöldum og unnið á ýmsum stöðum sunnan- lands og á Norðurlandi.“ Jón Ingi tók landspróf á Selfossi 1951, var næstu þrjú ár í Kennara- skólanum og lauk almennu kennara- prófi og söngkennaraprófi 1954. „Ég á góðar minningar úr náminu og var fyrsta utanlandsferðin farin í útskrift- arferð um Evrópu.“ Jón Ingi hafði einnig frá unga aldri lært á orgel og síðar píanó, bæði í einkatímum, Tón- skóla kirkjunnar, og Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Jón Ingi flutti á Selfoss 1954 og starfaði við almenna kennslu við Barnaskólann og tónmenntakennslu fyrstu árin. „Við Edda giftum við okk- ur 1958 og fórum til Kaupmannahafn- ar. Sigldum með Heklu með viðkomu í Færeyjum og Bergen. Ég fór í tónlist- ardeild Kennaraháskólans í Kaup- mannahöfn og lærði píanóleik, hljóm- fræði o.fl. en Edda lauk tveggja ára námi í handavinnu í Haandarbejdes Fremme skole. Þá tók aftur við kennsla á Selfossi. Ég fór svo eitt sum- ar í enskunám í London.“ Hann fékk orlof 1971-72 og fór til Kaupmanna- hafnar með fjölskylduna og var við nám í framhaldsdeild Kennaraháskól- ans í tónlist og í enskunámi og Edda var í dönskunámi í Kennara- háskólanum. Jón Ingi stofnaði Stúlknakór Gagn- fræðaskólans á Selfossi 1960 og Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands 1983 og kenndi jafnframt á píanó og tónfræði- greinar við Tónlistarskóla Árnesinga og var skólastjóri 1968-1971. „Ég á margar skemmtilegar minningar frá starfinu hjá Kór Fjölbrautaskólans t.d. velheppnaðar kórferðir til Norður- landa og Þýskalands. Nokkrir af pí- anónemendum mínum hafa haldið áfram námi og gæti ég þá t.d. nefnt Vigni Þór Stefánsson djasspíanó- 1998. Ég hef nú nægan tíma til að mála og sinna fjölskyldunni, garði og sum- arbústaðnum í Vaðnesi í Grímsnesi.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns Inga er Edda Björg Jónsdóttir kennari, f. 4. maí 1938. For- eldrar Eddu voru hjónin Jón Pálsson, bókbandsmeistari og tómstundaráðu- nautur Reykjavíkurborgar, f. 23. apríl 1908, d. 22.ágúst 1979 og Vilborg Sig- urrós Þórðardóttir, húsmóðir í Reykja- vík, f. 19. maí 1909, d. 19. apríl 1997. Börn Jóns Inga og Eddu eru 1) Vil- borg, kennari og bókari, f. 25. febrúar 1960.Eiginmaður: Ólafur Kristinn Guðmundsson, iðnrekstrarfræðingur, f. 8. júní 1961. Börn : Sindri Snær, við- skiptafræðingur, f. 22. ágúst 1994; Jón Ingi, nemi í tölvunarfræði í HR, f. 24. október 1998, 2) Ágústa María, leik- skólakennari, f. 13. október 1961. Eig- inmaður: Birgir Guðmundsson, rekstr- arhagfræðingur, f. 4. maí 1962. Börn: Guðjón Árni, kvikmyndafræðingur, f. 4. desember 1990. Eiginkona: Elíza- beth Lopez Arriaga, mannauðsstjóri, f. 6. apríl 1984. Barn: Björn Santiago f. 27. júní 2018; Edda Karen, nemi í HÍ, f. 23. febrúar 1995; Janus Bjarki, nemi í HÍ, f. 12 janúar 1998; 3) Selma Björk, leikskólakennari, f. 15. janúar 1964. Eiginmaður: Jóhann Böðvar Sigþórs- son, bakari, f. 4. desember 1963. Börn: Sigþór Constantin, nemi f. 5. júní 1998; Jón Ingi Sigurmundsson, myndlistarmaður, fv. aðstoðarskólastj. og kórstjóri – 85 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Sigurmundur Páll, Vilborg, Jón Ingi, Edda, Selma Björk og Ágústa María. Hefur nægan tíma til að mála Við trönurnar Jón Ingi staddur við Álftavatn að mála Búrfell í Grímsnesi. 40 ára Magnús er Reykvíkingur en býr í Kópavogi. Hann er raf- virkjameistari að mennt frá 2018 og er með eigið fyrirtæki sem heitir Raf- magnus. Hann stofn- aði fyrirtækið árið 2016. Maki: Heiðdís Ágústsdóttir, f. 1983, mót- tökustjóri hjá Pipar/TBWA. Sonur: Stormur Magnússon, f. 2013. Systkini: Sandra Valdís, f. 1975, og Árni Emil, f. 1993. Foreldrar: Guðmundur Gunnarsson, f. 1952, verkamaður hjá ÞG verk, og Helga Lára Árnadóttir, f. 1956, vinnur við heim- ilisþrif. Þau eru búsett í Reykjavík. Magnús Gunnar Guðmundsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.