Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. ER BROTIÐ Á ÞÉR? ÍS L E N S K A S IA .I S B O T 70 22 7 08 /1 4 botarettur.is Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Akraneskaupstað hefur borist já- kvætt svarbréf frá Minjastofnun Ís- lands og Þjóðminjasafninu við ósk um leyfi til þess að ráðast í förgun Kútt- ers Sigurfara, sem er orðinn mjög illa farinn. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri Akraness, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að í svarbréfinu kæmi fram að fyrir tilstuðlan Minja- stofnunar Íslands og Þjóðminjasafns- ins hefði á undanförnum árum verið unnið að nákvæmri skráningu skips- ins. Skipið sé í afar slæmu ástandi og ekki verði við það gert, nema með miklum tilkostnaði. Í bréfinu segir orðrétt: „Um yrði að ræða nýsmíði en ekki varðveisluverkefni. Að höfðu samráði við Þjóðminjasafn Íslands er með bréfi þessu friðun skipsins af- létt.“ Kútter Sigurfari er 85 smálesta tví- mastra kútter, var smíðaður árið 1885 á Englandi, gerður út frá Hull og keyptur til Íslands 1897. Skipið hefur þótt eitt helsta kennileiti Akraness undanfarna áratugi þar sem það hef- ur staðið við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi. Sævar Freyr segir að áður en til förgunar komi, verði áhugasömum gefinn kostur á að eignast skipið. „Við höfum verið að bíða eftir þessu bréfi frá Minjastofnun Íslands og vænt- anlega munum við eftir umfjöllun um málið í ráðum bæjarins ræða við þá sem sýnt hafa því áhuga að eignast kútterinn,“ sagði Sævar Freyr. Aðspurður hvort hann sem bæjar- stjóri væri ánægður með þessa niður- stöðu Minjastofnunar og Þjóðminja- safns sagði Sævar Freyr: „Þetta er súrsæt niðurstaða. Auðvitað hefði maður kosið að fjárveiting hefði feng- ist frá ríkinu til þess að gera við Sigurfara, en við vitum jafnframt að slík viðgerð yrði mjög kostnaðar- söm.“ Heimilt að farga kútternum Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Kútter Sigurfari Brátt hverfur Kútter Sigurfari frá Akranesi.  Súrsæt niðurstaða segir bæjarstjóri Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Áfengisneysla jókst á milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um sölu áfengis hér á landi. Alls nam áfeng- isneysla 2.202 þúsund alkóhóllítrum eða um 7,72 lítra á hvern íbúa lands- ins, 15 ára og eldri. Neysla á hvern íbúa 15 ára og eldri minnkar lítillega milli ára svo ætla má að aukna sölu megi að stærstum hluta rekja til er- lendra ferðamanna. Þessar tölur Hagstofunnar byggj- ast á álagningu áfengisgjalds á inn- flutning og framleiðslu áfengis hér á landi og sölutölum ÁTVR. Tölurnar ná ekki til sölu í fríhöfnum. Árið 1980 nam áfengisneysla hér á landi 716 þúsund alkóhóllítrum, eða 4,33 lítrum á hvern Íslending eldri en 15 ára. Árið 2000 var áfengis- neysla komin upp í 6,14 lítra á hvern íbúa eldri en 15 ára. Nýjustu tölur, 2.202 þúsund lítrar árið 2018, sýna að áfengissala hefur ríflega þrefald- ast frá 1980. Ef rýnt er í sölutölur má sjá að talsverður kippur kemur í söluna ár- ið 2015. Árið 2014 seldust 1.826 þús- und alkóhóllítrar en árið 2015 var sú tala komin í 2.023 þúsund lítra. Þetta gerist samfara stórauknum straumi ferðamanna hingað til lands. Þessi þróun hefur haldið áfram og hefur áfengissala aukist síðustu tvö ár. Forvitnilegt verður að sjá hvort samdráttur verður í ár, ef ferða- mönnum fækkar eins og spár gera ráð fyrir. Mest selt af bjór Mynstur áfengisneyslu hefur breyst mikið í áranna rás. Eftir að bjórinn var leyfður á ný árið 1989 hefur neysla á sterkum vínum minnkað mikið og nú er bjórneysla stærstur hluti áfengisneyslu hér á landi. Árið 1988 var hlutur sterkra drykkja 77% á móti 23% léttra vína. Um aldamótin var bjór 49% seldra alkóhóllítra, létt vín 22% og sterk vín 29%. Hrunárið 2008 nam bjórsala 49% allra seldra alkóhóllítra en létt- vín námu þá 30% sölunnar og sterk vín 21%. Í fyrra hafði bjórinn gefið enn frekar í með 57% allrar sölu, léttvín með 27% og sterk vín með 16%. Sala áfengis jókst milli ára  Neysla á hvern íbúa er þó á niðurleið Áfengisneysla 1980-2018 2.000 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Þúsundir alkóhóllítra 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Sterk vín Létt vín bjór Alkóhóllítrar á íbúa 15 ára og eldri Heimild: Hagstofa Íslands ’80 ’81 ’82 ’83 ’84 ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Bjórneysla hefur aukist mikið hér á landi síðan hrunárið 2008. Það ár neyttu Íslendingar 899 þúsund alkóhól- lítra en var neyslan komin upp í 1.252 þús. alkó- hóllítra árið 2018 Ef horft er lengra aftur má sjá að áfengisneysla hefur aukist talsvert hér á landi. Árið 1980 nam áfengisneysla hér 716 þús. alkó-hóllítrum og hefur því rífl ega þrefald- ast fram til 2018, í 2.202 alkóhól-lítra Sterk vín 71% Léttvín 29% Sterk vín 21% Léttvín 30% Bjór 49% Sterk vín 16% Léttvín 27% Bjór 57% Léttvínsneysla hefur aukist mun minna. Hún var 536 þús. alkóhóllítr-ar árið 2008 en 602 þús. alkóhóllítr-ar í fyrra Neysla á sterkum vínum hef- ur sveifl ast á sama tímabili. Hún var 348 þús. alkóhóllítr- ar árið 2018 sem er talsvert minna en árið 2008 Al kó hó llít ra r á íb úa 1980 2008 2018 Árið 1980 nam áfengisneysla 4,33 lítrum á hvern landsmann 15 ára og eldri. Árið 2008 var þessi tala komin upp í 7,19 lítra og í fyrra nam hún 7,72 lítrum 1980 2018 4,33 7,72 2.202 alkóhól lítrar (6,2 á íbúa) Bílafloti landsins hefur yngst undan- farin ár, eða allt þar til á síðasta ári en þá hækkaði meðalaldur flotans lítil- lega á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vefsíðu FÍB. Í samantekt FÍB segir að undir lok seinasta árs hafi meðalaldur fólks- bílaflotans verið 12,4 ár og er þá mið- að við alla skráða fólksbíla, hvort sem þeir eru í notkun eða ekki. „Árið 2017 var meðalaldur allra skráðra fólksbifreiða 12,03 ár. Meðal bíla í hópi hóp-, sendi- og vörubifreiða jókst meðaldurinn einnig, fór úr 13,27 árum í 14,43 ár. Af þeim bifreiðum sem í notkun eru var meðalaldurinn 10,6 ár við lok árs 2018,“ segir í frétt- inni. Komið hefur fram í fréttum Morg- unblaðsins að lægst fór meðalaldur bílaflotans hér á landi á árinu 2007 þegar hann var 9,1 ár en frá þeim tíma þokaðist hann jafnt og þétt upp á við allt til ársins 2016. Í samantekt FÍB um bílaflotann í fyrra kemur fram að mesta fjölgunin var í flokki bifreiða yfir 20 ára. Voru bílar í þeim aldurshópi alls 40.594 og hafði fjölgað frá fyrra ári um 24%. „Í yngsta aldursflokknum, bílum á bilinu 0-5 ára, nam aukningin 12,5% á milli ára og voru 89.900 bílar í þeim aldurshópi. Engin tölfræði er til um stöðuna í Evrópu fyrir árið 2018, en nýjustu upplýsingar ná til ársins 2016. Það ár var meðalaldur fólksbíla um 11 ár á meðan meðalaldur at- vinnubifreiða var 12 ár,“ segir á vef- síðu FÍB. Meðalaldur íslenskra fólks- bíla í notkun var 9,91 ár í árslok 2018. Meðalaldur bíla- flotans hækkaði  Yfir 40 þúsund bílar eldri en 20 ára Morgunblaðið/Hari Bílar Meðalaldur fólksbíla er 12,4 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.