Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 20
þau svör að aðgerðin á heilbrigða brjóstinu yrði greidd að fullu, en hún yrði að greiða sjálf fyrir aðgerðina á krabbameinssjúka brjóstinu á þeim forsendum að aðgerðin á vinstra brjóstinu félli undir forvarnir. Þar sem Kristján starfar einnig á brjóstamiðstöðinni í Nottingham á Englandi, The Nottingham Breast Institute, spurði hún hvort Sjúkra- tryggingar tækju þátt í kostnaði ef hún léti gera aðgerðina þar. Finnst þetta ekki sanngjarnt Svörin voru að kostnaður við að- gerðina yrði greiddur ef hún léti gera hana ytra, en hún yrði sjálf að bera annan kostnað eins og t.d.við ferðir og aðstoðarfólk en farið er fram á að hún fái fylgd á heimferð- inni svo skömmu eftir svona viða- mikla aðgerð. Konan þarf fyrst að greiða aðgerðina úr eigin vasa og sækja svo um endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum. „Ég er búin að leggja út 26.175 pund,“ segir konan, en það eru tæp- ar 4,1 milljónir króna á gengi dags- ins í dag. „Það er fyrir utan flug- ferðir og kostnað við aðstoðarmann, sem ég þarf líklega að greiða sjálf. Ég er heppin að hafa getað greitt þessa upphæð, ég veit vel að það eru ekki allir í mínum sporum sem geta það og þurfa þá að taka lán með til- heyrandi kostnaði til að leggja út fyr- ir aðgerðinni og fá svo síðar endur- greitt frá SÍ. Einhverjir þurfa líklega að útiloka að fara þessa leið og mér finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ Eftir aðgerðina þarf konan að vera á sjúkrahúsi í nokkra daga, en fer síðan fljótlega heim. „Þá verð ég með holskurð framan á mér og tvö dren í mér, ég kvíði alveg gríðarlega fyrir heimferðinni og að þurfa að fara í gegnum stóran flugvöll. Ég verð síð- an undir eftirliti Kristjáns hérna heima.“ Sami læknir, sama aðgerð Konan segist vel skilja þau rök sem sett eru fram gegn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. „En ég get ekki séð að þau eigi við í þessu tilviki. Ég er ekki að borga mig fram fyrir röð- ina eða greiða til að losna við biðlista. Þetta er sami læknirinn, sama að- gerðin og ég fékk að vita hjá Sjúkra- tryggingum að aðgerðin kostaði það sama fyrir ríkið, hvar sem hún er gerð. Það eina sem er öðruvísi er að ég þarf að leggja talsvert á mig til að fara erlendis í aðgerðina. Ég hefði svo gjarnan vilja hafa losnað við það og fara í aðgerðina í Klíníkinni þar sem ég hefði getað fengið að njóta stuðnings vina og ættingja.“ Sjúkratryggingar Íslands tjáðu sig ekki um málið þegar eftir því var leit- að, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu blaðamanns Morgunblaðsins. Verið að refsa mér fyrir krabbameinið  SÍ vildu greiða fyrir aðgerð á vinstra brjósti konu á Klíníkinni en ekki fyrir það hægra  Skrýtin birtingarmynd greiðsluþátttökukerfisins  Er ekki að borga mig fram fyrir röð eða losna við biðlista 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Anna Margrét Bjarnadóttir er formaður Brakkasamtakanna BRCA Ísland sem eru hags- muna- og fræðslusamtök um BRCA-genið. Hún segir að eitt af markmiðum samtakanna sé að aðstoða arfbera við að þekkja rétt sinn m.a. varðandi greiðslu- þátttöku og að nokkuð sé um að það gerist. „Við getum ekki hvatt arfbera nógu oft til að hafa samband við okkur varðandi réttinda- mál,“ segir Anna Margrét. Árið 2017 féll úrskurður úr- skurðarnefndar velferðarmála, sem var mikil hagsmunabót fyr- ir konur sem bera BRCA-genið, en með þessum úrskurði gátu konur haft val um það hvar þær gangast undir fyrirbyggjandi að- gerð svo lengi sem samningur gildir milli ríkisins og sér- greinalæknis sem framkvæmir aðgerðina. Fyrir þann úrskurð voru slíkar aðgerðir skilgreindar sem lýtaaðgerðir og féllu því ekki undir reglur um greiðslu- þátttöku. Úrskurðurinn var felldur eftir að kona, sem bar BRCA-genið og greinst hafði með krabbamein, kærði til nefndarinnar þá ákvörðun SÍ að greiða eingöngu fyrir aðgerð á vinstra brjósti hennar en ekki á því hægra með þeim rökum að um fyrirbyggjandi aðgerð væri að ræða á því síðarnefnda. Mikilvægt að þekkja réttindi sín FORMAÐUR BRAKKASAMTAKANNA BRCA Á ÍSLANDI Morgunblaðið/Ómar Brjóstaskurðaðgerð Viðmælandi Morgunblaðsins fór í aðgerð á sjúkrahúsí á Englandi í gær á báðum brjóstum sínum á kostnað Sjúkratrygginga, sömu aðgerð hjá sama lækni og SÍ hafnaði að greiða fyrir hér á landi. Hún er með krabbamein í öðru brjóstinu og lét fjarlægja hitt til að fyrirbyggja krabbamein. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Það er í rauninni verið að refsa mér fyrir að vera komin með krabba- mein.“ Þetta segir kona sem nýverið greindist með krabbamein í öðru brjósti sínu og er með genið BRCA2 sem eykur líkur á krabbameini. Kon- um sem bera þetta gen er ráðlagt að láta fjarlægja bæði brjóst í forvarn- arskyni og eru slíkar aðgerðir m.a. gerðar á Brjóstaklíníkinni í Klíník- inni Ármúla, sem er einkarekin heilbrigðisþjónusta. Aðgerðirnar eru greiddar að fullu af Sjúkratrygg- ingum Íslands séu þær gerðar á kon- um sem ekki hafa greinst með krabbamein. En þar sem viðmælandi Morgunblaðsins er með krabbamein náði greiðsluþátttakan eingöngu til heilbrigða brjóstsins, þar sem hún kaus að fara í aðgerð á báðum brjóst- um samtímis á Klíníkinni. Í gær fór hún í aðgerð á einkarek- inni brjóstamiðstöð í Englandi sem Sjúkratryggingar samþykktu að greiða fyrir. „Þetta er skrýtnasta birtingarmynd greiðsluþátttöku- kerfisins sem ég hef heyrt af,“ segir konan. Forsaga málsins er að konan, sem er tæplega fimmtug og vill ekki láta nafns síns getið, greindist með krabbamein í hægra brjósti í vor. Þá kom í ljós að hún er arfberi BRCA2 gensins og strax frá upphafi lögðu læknar hennar áherslu á að hún léti fjarlægja bæði brjóst sín. „Að skilja hitt eftir væri eins og að vera með tif- andi tímasprengju inni í mér, sögðu læknarnir við mig,“ segir konan. Fannst ég ekki hafa neitt val Hún segist hafa fengið þau svör frá læknum á Landspítalanum að vegna ýmissa þátta væru vandkvæði við að gera aðgerðina og byggja brjóst hennar upp að nýju, án þess að hún myndi bera varanleg lýti af. „Ég ætla að vera með þessi brjóst það sem eftir er ævinnar og auðvitað er mér ekki sama um hvernig þau muni líta út,“ segir konan en vill árétta að málið snúist ekki um lækna á LSH. Hún ákvað þá að leita álits annars læknis og fór til Kristjáns Skúla Ás- geirssonar sem hefur sérhæft sig í brjóstnámi og -uppbyggingu. „Hann sagðist treysta sér 100% í þetta verk- efni og að útkoman yrði góð. Mér fannst ég ekki hafa neitt val eftir að hafa talað við hann.“ Kristján starfar á Klíníkinni Ár- múla. Þegar konan sendi erindi til Sjúkratrygginga um hvernig kostn- aðarþátttöku þeirra yrði háttað ef hún léti gera aðgerðina þar, fékk hún Rafgeymaþjónusta Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Þýsk gæði Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is mánudaginn 27. maí, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Listmunauppboð nr. 115 Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags Jóhann Briem fimmtudag og föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.