Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fyrsti viðburðurinn tengdur for- mennsku Íslands í Norðurskauts- ráðinu verður ráðstefna um viðskipti á norðurslóðum í sendiráði Íslands í Washington í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarp- ar ráðstefnuna og segir frá áherslum Íslands á þessu sviði og tekur síðan þátt í pallborðsumræð- um þar sem rætt verður um fjár- festingar á svæð- inu. „Það eru mikil tímamót fram undan,“ sagði Guðlaugur Þór í samtali við Morg- unblaðið í gær og vísaði til þeirra tækifæra og áskorana sem skapast þegar nýjar siglingaleiðir opnast um norðurslóðir. Talað væri um að sigl- ingatíminn á milli Asíu og Evrópu myndi styttast um 40% og það væri ekki ósvipuð bylting og þegar Pan- amaskurðurinn og Súezskurðurinn opnuðust. „Þá er afskaplega mikil- vægt að öll þau samskipti verði með friðsamlegum og uppbyggilegum hætti og unnið verði með sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir utanríkisráð- herra. Hann nefnir að sjálfbærni nái ekki aðeins til umhverfismála heldur einnig til félagsmála og efnahags- mála. Guðlaugur telur nauðsynlegt að Íslendingar taki frumkvæði á nokkr- um sviðum umræðna um málefni norðurslóða, ekki síst um öryggis- og björgunarmál. „Það verða ekki margir aðrir stað- ir mikilvægari en Ísland þegar kem- ur að þessum þáttum,“ segir hann. Hann segist hafa talað lengi fyrir því að miðstöð leitar og björgunar á norðurslóðum verði hér á landi og fengið ágætar undirtektir, en mikil vinna sé fram undan til að koma þessu verkefni í höfn. Þetta sé eitt þeirra mála sem eru efst á lista Ís- lands meðan það gegnir formennsku í Norðurskautsráðinu. Guðlaugur Þór er bjartsýnn á að á næstu árum muni fjárfestingar Bandaríkjamanna á Íslandi aukast. Þær hafi þegar tekið við sér. Á síð- ustu fimm árum hafi 35% erlendra fjárfestinga hér verið bandarísk. Ráðstefnan í sendiráðinu í Wash- ington er haldin undir yfirskriftinni „Doing Business in the Arctic“. Að henni standa Íslensk-ameríska við- skiptaráðið (IACC), sendiráðið í Washington, Efnahagsráð norður- slóða (AEC) og Wilson Center’s Pol- ar Institute í Washington. Þátttak- endur eru bæði úr íslensku og bandaríska viðskiptalífi auk banda- rískra embættismanna og sendiráðs- starfsmanna. Ráðstefnan er önnur sinnar tegundar um viðskipti á milli Íslands og Bandaríkjanna sem IACC hefur staðið fyrir. Hin fyrri var hald- in vorið 2015 og var mjög vel sótt. Tímamót með nýrri siglingaleið  Ráðstefna um viðskipti á norðurslóðum í sendiráði Íslands í Washington í dag  Utanríkisráðherra vill að miðstöð leitar og björgunar á svæðinu verði á Íslandi Morgunblaðið/RAX Jökulstál Jöklar eru síbreytilegir enda bráðna þeir og ummyndast á degi hverjum. Þeir draga upp hinar ólíkustu myndir af kynjaverum eins og sjá má á þessum sem eru í Breiðamerkurjökli. „Rax er mikill frumkvöðull og það er heiður og ánægja að myndir hans skuli sýndar í tengslum við ráðstefnuna,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson ut- anríkisráðherra. Hann segir að Ragnar Axelsson sé fremstur í að ljósmynda á norðurslóðum og myndir hans hafi vakið fólk um allan heim til umhugsunar. Sýning á ljósmyndum Ragn- ars Axelssonar frá norð- urslóðum undir yfirskriftinni „Jöklar“ stendur nú yfir í sendi- ráðinu í Washington. Samnefnd bók RAX kom út fyrir síðustu jól og hlaut mjög góðar viðtökur. Ljósmyndirnar eru teknar á und- anförnum tíu árum. Þær hafa vakið athygli vestanhafs og birti t.d. stórblaðið New York Times nokkrar þeirra og viðtal við RAX í lok síðasta árs. Myndirnar eru öðrum þræði hugsaðar sem heimild um veröld sem er að hverfa, en því hefur verið spáð að jöklar á Íslandi muni láta und- an síga á næstu 150 til 200 ár- um. Jöklamyndir RAX til sýnis NORÐURSLÓÐIR Ragnar Axelsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.