Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 28

Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fyrsti viðburðurinn tengdur for- mennsku Íslands í Norðurskauts- ráðinu verður ráðstefna um viðskipti á norðurslóðum í sendiráði Íslands í Washington í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarp- ar ráðstefnuna og segir frá áherslum Íslands á þessu sviði og tekur síðan þátt í pallborðsumræð- um þar sem rætt verður um fjár- festingar á svæð- inu. „Það eru mikil tímamót fram undan,“ sagði Guðlaugur Þór í samtali við Morg- unblaðið í gær og vísaði til þeirra tækifæra og áskorana sem skapast þegar nýjar siglingaleiðir opnast um norðurslóðir. Talað væri um að sigl- ingatíminn á milli Asíu og Evrópu myndi styttast um 40% og það væri ekki ósvipuð bylting og þegar Pan- amaskurðurinn og Súezskurðurinn opnuðust. „Þá er afskaplega mikil- vægt að öll þau samskipti verði með friðsamlegum og uppbyggilegum hætti og unnið verði með sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir utanríkisráð- herra. Hann nefnir að sjálfbærni nái ekki aðeins til umhverfismála heldur einnig til félagsmála og efnahags- mála. Guðlaugur telur nauðsynlegt að Íslendingar taki frumkvæði á nokkr- um sviðum umræðna um málefni norðurslóða, ekki síst um öryggis- og björgunarmál. „Það verða ekki margir aðrir stað- ir mikilvægari en Ísland þegar kem- ur að þessum þáttum,“ segir hann. Hann segist hafa talað lengi fyrir því að miðstöð leitar og björgunar á norðurslóðum verði hér á landi og fengið ágætar undirtektir, en mikil vinna sé fram undan til að koma þessu verkefni í höfn. Þetta sé eitt þeirra mála sem eru efst á lista Ís- lands meðan það gegnir formennsku í Norðurskautsráðinu. Guðlaugur Þór er bjartsýnn á að á næstu árum muni fjárfestingar Bandaríkjamanna á Íslandi aukast. Þær hafi þegar tekið við sér. Á síð- ustu fimm árum hafi 35% erlendra fjárfestinga hér verið bandarísk. Ráðstefnan í sendiráðinu í Wash- ington er haldin undir yfirskriftinni „Doing Business in the Arctic“. Að henni standa Íslensk-ameríska við- skiptaráðið (IACC), sendiráðið í Washington, Efnahagsráð norður- slóða (AEC) og Wilson Center’s Pol- ar Institute í Washington. Þátttak- endur eru bæði úr íslensku og bandaríska viðskiptalífi auk banda- rískra embættismanna og sendiráðs- starfsmanna. Ráðstefnan er önnur sinnar tegundar um viðskipti á milli Íslands og Bandaríkjanna sem IACC hefur staðið fyrir. Hin fyrri var hald- in vorið 2015 og var mjög vel sótt. Tímamót með nýrri siglingaleið  Ráðstefna um viðskipti á norðurslóðum í sendiráði Íslands í Washington í dag  Utanríkisráðherra vill að miðstöð leitar og björgunar á svæðinu verði á Íslandi Morgunblaðið/RAX Jökulstál Jöklar eru síbreytilegir enda bráðna þeir og ummyndast á degi hverjum. Þeir draga upp hinar ólíkustu myndir af kynjaverum eins og sjá má á þessum sem eru í Breiðamerkurjökli. „Rax er mikill frumkvöðull og það er heiður og ánægja að myndir hans skuli sýndar í tengslum við ráðstefnuna,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson ut- anríkisráðherra. Hann segir að Ragnar Axelsson sé fremstur í að ljósmynda á norðurslóðum og myndir hans hafi vakið fólk um allan heim til umhugsunar. Sýning á ljósmyndum Ragn- ars Axelssonar frá norð- urslóðum undir yfirskriftinni „Jöklar“ stendur nú yfir í sendi- ráðinu í Washington. Samnefnd bók RAX kom út fyrir síðustu jól og hlaut mjög góðar viðtökur. Ljósmyndirnar eru teknar á und- anförnum tíu árum. Þær hafa vakið athygli vestanhafs og birti t.d. stórblaðið New York Times nokkrar þeirra og viðtal við RAX í lok síðasta árs. Myndirnar eru öðrum þræði hugsaðar sem heimild um veröld sem er að hverfa, en því hefur verið spáð að jöklar á Íslandi muni láta und- an síga á næstu 150 til 200 ár- um. Jöklamyndir RAX til sýnis NORÐURSLÓÐIR Ragnar Axelsson Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.