Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 20% afsláttur af þvotti á svefnpokum í maí sem bílakjallara og stoðrými. Á svæðinu eru nú nokkrar byggingar, alls 4.133 femetrar, sem verða rifnar eða fá nýtt hlutverk. Björgun reisti sum mannvirkjanna en önnur eru frá þeim tíma sem Sementsverk- smiðja ríkisins var með starfsemi á Ártúnshöfða á seinni hluta síðustu aldar. Tveir háir sementsturnar setja svip sinn á hverfið og þeir munu standa áfram en fá nýtt hlut- verk. Hin nýja byggð mun rísa frá suð- vestri til norðausturs. Lögð verður áhersla á 3-5 hæða randabyggð. Jafnframt verður lögð áhersla á skjólmyndun og heppilega afstöðu til þess að njóta sólar. Það verður gert með því að staðsetja lægstu byggð- ina í suðvesturhorni hvers reits. Björgun flytur í Álfsnes Í desember 2017 gerði Reykjavík- urborg samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Björgun hefur verið með starfsemi á lóðinni í ára- tugi en fyrirtækið mun víkja þaðan og flytja starfsemi sína á Álfsnes. Samkvæmt samningi Björgunar og Reykjavíkurborgar þarf Björgun að rýma lóðina í lok þessa mánaðar. Hins vegar hafa orðið tafir á því að lóðin í Álfsnesi yrði tilbúin. Því hefur fyrirtækið óskað eftir því að fá að starfa á hluta lóðarinnar enn um sinn. Telur Björgun það mikilvægt fyrir byggingariðnaðinn að það geti áfram séð honum fyrir byggingar- efni, t.d. sandi og möl af hafsbotni. Þegar lóð Björgunar og landfyll- ingarnar verða tilbúnar mun gatna- gerð hefjast og annar undirbúningur fyrir uppbyggingu. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að tekjur af lóðasölu komi á móti út- lögðum kostnaði vegna kaupa á lóð- inni. Nú þegar hefur þremur lóðum verið úthlutað. Bjarg íbúðafélag hses. hefur fengið úthlutaðar tvær lóðir við götu sem heitir Tangar- bryggja (123 íbúðir) og Búseti hús- næðissamvinnufélag hefur fengið út- hlutaða lóð undir 30 íbúðir við sömu götu. Þá hefur borgin veitt Abakus ehf. vilyrði fyrir lóð undir það sem kallað er hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur (18-40 ára). Einnig hefur Dumli ehf. fengið vil- yrði fyrir lóð og byggingarrétt fyrir uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur (18-40 ára). Að frumkvæði Björgunar Þess má að lokum geta að það var að frumkvæði Björgunar að Bryggjuhverfi austur var þróað og byggt við Elliðaárvog. Þessi fram- kvæmd var að erlendri fyrirmynd og var hún þróuð í samvinnu við Björn Ólafs arkitekt í París. Upphaflegt deiliskipulag fyrir Bryggjuhverfið er frá árinu 1997 og fyrstu húsin risu árið 1998. Hverfið byggðist upp hægt og rólega. Upp- byggingin tók mikinn kipp á allra síðustu árum og hverfið telst nú vera fullbyggt. Íbúar Bryggjuhverfisins hafa oftar en ekki kvartað yfir nábýli við Björgun, meðal annars á þeim forsendum að sandur hafi fokið það- an og yfir hverfið. Drónamynd/Hnit Bryggjuhverfi vestur Hið nýja hverfi mun rísa á landi sem Björgun hefur mótað með stórvirkum tækjum. Jaðar landfyllingar er styrktur með grjóti til að vernda byggðina fyrir ágangi sjávar. Íbúðabyggð á landfyllingum  Bryggjuhverfi vestur verður nýtt hverfi við Elliðaárvog  Bryggjuhverfi austur er fullbyggt  Reiknað með húsnæði sem þekur allt að 150 þúsund fermetra  Íbúðabyggð og nærþjónusta Morgunblaðið/Eggert Bryggjuhverfi austur Þarna eru nú 600 íbúðir og hverfið telst fullbyggt. Mikil litagleði, bæði á húsum og þökum, setur svip sinn á umhverfið. FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú styttist í að uppbygging hefjist í nýju hverfi í Reykjavík, Bryggju- hverfi vestur. Þarna er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum, að hluta til á landfyllingum og að hluta til á núver- andi athafnasvæði Björgunar ehf. í Ártúnshöfða. Björgun hefur frá árinu 2017 unn- ið að framkvæmdum á svæðinu, m.a. með landfyllingum í sjó fram. Þessu verki verður fram haldið í sumar. Bryggjuhverfi austur, við Elliða- árvog/Grafarvog, er fullbyggt. Upp- byggingin hófst fyrir rúmlega 20 ár- um. Þarna eru nú 600 íbúðir og skráðir íbúar um 1.100 talsins. Í hverfið hefur vantað ýmsa þjónustu, svo sem verslanir og skóla, en úr því verður bætt í Bryggjuhverfi vestur. Deiliskipulagssvæði Bryggju- hverfis vestur er 14 hektarar og ger- ir ráð fyrir íbúðabyggð ásamt til- heyrandi nærþjónustu. Gert er ráð fyrir 102 þúsund fermetrum ný- bygginga ofanjarðar. Auk þess er gert ráð fyrir allt að 45 þúsund fer- metra niðurgröfnum eða hálf-niður- gröfnum kjöllurum sem nýta má Forrest Gump ehf., Eyrargötu í Siglufirði, stofnað 2006, hefur verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að skiptafundur verði haldinn 19. ágúst nk. og þarf að lýsa kröfum í bú- ið til skiptastjórans, Júlíar Óskar Antonsdóttur, fyrir þann tíma. Fólk sýnir oft hugmyndaauðgi þegar það stofnar félög. Sem dæmi um nöfn félaga sem farið hafa í þrot má nefna Reddý ehf., Frískari lengur ehf., Lumbra ehf., Fílakastalinn slf., Púl ehf., Amma ehf., Kaos þjónusta ehf., Sykurstaukur ehf., Mokarinn ehf., How Do You Like Iceland ehf., Fish4you ehf. og I AM Iceland ehf. Á vef Lögbirtingablaðsins sést að það sem af er árinu hefur skiptum verið lokið í þrotabúum 559 félaga. Forrest Gump er gjaldþrota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.