Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Imperia pastavél
Verð 16.900 kr.
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Allar almennar
bílaviðgerðir
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Fasteignir
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það er nokkurra mínútna gangur frá
Ráðhúsinu í Ósló að Astrup Fearn-
ley-nútímalistasafninu á Aker-
bryggju. Safnið er á svonefndum
Þjófshólma, yst á Akerbryggju, en
við það er lítil brú og baðströnd.
Gunnar B. Kvaran hefur stýrt
safninu frá árinu 2000.
Hann lauk doktorsprófi í listfræði
og fornleifafræði frá háskólanum í
Aix-en-Provence árið 1986.
Að loknu námi bjó Gunnar á Ís-
landi í nokkur ár. Hann var for-
stöðumaður Ásmundarsafns og svo
forstöðumaður Kjarvalsstaða, sem í
hans tíð var breytt í Listasafn
Reykjavíkur. Hafnarhúsið varð að
einu húsa Listasafns Reykjavíkur.
Árið 1997 var Gunnari boðið að
gerast forstöðumaður Bergen
Kunstmuseum í Björgvin. Safninu
var síðar gefið nýtt nafn, KODE.
Uppgangurinn spurðist út
Norski auðmaðurinn Hans Ras-
muss Astrup hafði spurnir af upp-
gangi í safnamálum í Björgvin. Úr
varð að hann bauð Gunnari að taka
við Astrup Fearnely-safninu, sem þá
var við Drottningargötu í miðborg
Óslóar. Hlutverk Gunnars var meðal
annars að bæta alþjóðlega safnaeign
safnsins, sérstaklega hvað varðar
bandaríska samtímalist.
Hans Rasmus Astrup átti hug-
myndina að safninu og ánafnaði því
listaverkasafn sitt. Safnið ber ættar-
nafn hans og Fearnley-fjölskyld-
unnar en sjóður í nafni Thomas
Fearnley, Heddy og Nils Astrup er
helsti bakhjarl safnsins. Hans Ras-
mus varð áttræður í mars á þessu ári
en hann lét af stjórn fjölskyldufyrir-
tækisins fyrir nokkrum árum.
Hans Rasmus á búgarð fyrir utan
Óslo, höll í Skotlandi og íbúðir í mið-
borg Óslóar og Rómar. Hann er
mikill áhugamaður um veiði og eru
sýningar ekki opnaðar meðan á
rjúpna- og elgstímabilinu stendur.
Á búgarði hans fyrir utan Ósló er
safn norskrar myndlistar frá 19. öld.
Astrup Fearnley-safnið hefur um
50 milljónir norskra króna í tekjur á
ári, eða um 700 milljónir íslenskra
króna, og borgar styrktarsjóðurinn
um helminginn, eða um milljón ís-
lenskra króna á dag. Hinn helming-
urinn er m.a. fenginn með sölu að-
göngumiða, leigu sýningarsala undir
viðburði, sölu í listaverkabúð og út-
leigu sýninga til annarra listasafna.
Árið 2007 var tekin ákvörðun um
að byggja hús undir Astrup Fearn-
ley-safnið en það hafði frá stofnun
árið 1993 verið í gamalli skrif-
stofubyggingu. Olíuævintýrið var þá
í algleymingi í Noregi og er Aker-
bryggjan minnisvarði þess. Fyrir
vikið er safnið byggt í nýlegu hverfi
með heildstætt yfirbragð.
Teiknað af Renzo Piano
Safnið var opnað haustið 2012.
Kostnaðurinn við bygginguna var
um 700 milljónir norskra króna en
það samsvaraði um 15 milljörðum ís-
lenskra króna á miðju ári 2012.
Safnið var teiknað af Renzo Piano,
einum þekktasta arkitekt heims.
Gunnar segir Piano hafa orðið
fyrir miklum áhrifum af umhverfinu;
firðinum, vatninu, fuglum og bátum.
„Renzo Piano er mjög sérstakur á
þann hátt að hann tekur alltaf tillit
til umhverfisins. Hvítt þakið er eins
og vængur, eða segl, og öll bygg-
ingin skírskotar til báta. Súlurnar
sem halda uppi húsinu minna á
möstur og grafinn var skurður sem
gengur í gegnum bygginguna. Við
sáum það strax þegar við fengum
teikningarnar að þetta væri mjög
frumlegur arkitektúr og ábyggilega
eitt mest spennandi verkefnið sem
Renzo Piano hefði skilað frá sér,“
segir Gunnar og setur safnið í sam-
hengi.
Orðin táknræn fyrir Ósló
„Byggingin hefur með tímanum
orðið táknræn fyrir Ósló, rétt eins
og nýja óperuhúsið, Snøhetta. Þessi
bygging hjá Renzo Piano er hins
vegar mun frumlegri og í mun meira
meira samtali við umhverfið og
menninguna. Þess vegna segir
maður oft að Renzo Piano hafi ekki
neinn fastan stíl, heldur sé hann
Ljósmynd/Astrup Fearnley-safnið/Birt með leyfi
Bjart Góð birta kemur frá firðinum. Stóra verkið til vinstri, Apparizione, er eftir Sigmar Polke en það er frá 1992.
Ljósmynd/Astrup Fearnley-safnið/Birt með leyfi
Á sumardegi Astrup Fearnley-safnið er teiknað af Renzo Piano.
Fylgir eldlínu samtímalistarinnar
Astrup Fearnley-nútímalistasafnið í Ósló hefur styrkt stöðu sína í stjórnartíð Gunnars B. Kvaran
Er nú eitt helsta safn nútímalistar í Evrópu Listheimurinn er nú margpóla sem skýrir metverð
Morgunblaðið/Baldur
Safnstjóri Gunnar B. Kvaran við formalínverk Damien Hirst, Móðir og barn (Aðskilin), frá árinu 1993.
SJÁ SÍÐU 34
Allt um
sjávarútveg