Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hlökkum til að sjá þig! Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hinn 85 ára gamli hverfill gömlu Gufustöðvarinnar í Bjarnarflagi er hættur að snúast og hefur þar með lokið hlutverki sínu. Gamla gufustöðin í Bjarnarflagi hóf vinnslu rafmagns árið 1969 og er hún elsta jarðhitastöð Íslands. Vélasamstæðan er af gerðinni British Thomson-Houston (BTH), en hún hafði áður verið rekin í sykurverksmiðju í Bretlandi frá árinu 1934. Gamla vélasamstæðan hafði gefið verulega eftir undan- farin ár og var svo komið að hún framleiddi lítið rafmagn og var orðin varasöm að vinna við. Landsvirkjun samdi við fyrir- tækið Green Energy Geothermal (GEG) um að endurnýja vélbúnað gömlu gufustöðvarinnar og hófst sú vinna í fyrra. Uppsetning á vélbúnaði hófst í júnímánuði í fyrra og lauk henni í febrúar sl. Prófanir á endurnýj- aðri stöð hefjast nú í maí og stefnt er að því að stöðin verði komin í rekstur í sumar. Með tilkomu endurnýjaðrar Gufustöðvar eykst afhendingaröryggi raforku í Mý- vatnssveit, að því er fram kemur í fréttabréfi Mývatnssvæðis, á vef Landsvirkjunar. Ný aflvél nýtir sama gufumagn og sú eldri gerði, en þar sem nýtni hennar er mun betri en þeirrar gömlu er málafl nýju vélarinnar 5 MW. Umsókn um endurnýjað virkjunarleyfi hefur verið í ferli hjá Orkustofnun. Þá hefur verið sótt um nýtingarleyfi á jarðhita- auðlindinni til Orkustofnunar. Mikil þróun hefur verið í nýt- ingu jarðvarma á þessum 50 árum og hefur uppsett afl til raforku- vinnslu úr jarðvarma meira en 200-faldast frá því að fyrstu skref- in voru tekin í Bjarnarflagi, segir Steinn Ágúst Steinsson, stöðvar- stjóri Mývatnssvæðis, m.a. í fréttabréfinu. Fram kemur í svari Landsvirkj- unar við fyrirspurn Morgunblaðs- ins að gamla vélasamstæðan er nú í geymslu í Bjarnarflagi. Ekki er ljóst hvað verður gert við hana en kannaður verður áhugi fyrir því að varðveita hana í ljósi þess að þetta er fyrsti gufuhverfillinn (túrbína) sem notaður var til rafmagnsfram- leiðslu á Íslandi. Nær aldar gamall hverfill úr umferð  Gufustöðin í Bjarnarflagi er elsta jarðhitastöð Íslands Ljósmynd/Landsvirkjun Búnaður Eftir langa og dygga þjónustu eru hjólin hætt að snúast. 200 trjábolir Um 200 trjábolum af ýmsum stærðum var hlaðið í gáminn. Mörg tonn Rekatimbrið, sem sent er til Berlínar, vegur hátt í 9 tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.