Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 unninn út frá upphafslínum sög- unnar, sem hljóma svo: „Í fyrri daga var djákni einn að Myrká í Eyjafirði; ekki er þess getið, hvað hann hét. Hann var í þingum við konu, sem Guðrún hét; hún átti að sumra sögn heima á Bægisá, hinum megin Hörg- ár, og var hún þjónustustúlka prests- ins þar.“ Í byrjun vinnuferlisins skoðuðum við hver djákninn og Guð- rún væru og hvernig þau kynntust og bjuggum til okkar sögu um þau. Við lásum þannig á milli línanna og kom- umst að ýmsu fróðlegu og skemmti- legu sem tengist sögunni. Þótt djákn- inn og Guðrún séu vissulega aðalsöguhetjurnar eru ýmsir aðrir skemmtilegir karakterar inná milli sem leika mjög mikilvægt hlutverk í framvindu sögunnar. Þar má nefna Berg og Sigurlaugu, systkinin á Þúfnavöllum. Sannkallað rannsóknarverk Sagan var því skoðuð frá öllum mögulegum sjónarhornum þar sem persónur fæddust og stíllinn mót- aðist. Í vinnuferlinu fundum við ýms- ar kómískar hliðar á sögunni svo úr varð sprenghlægilegur en jafnframt hrollvekjandi gamanleikur fyrir alla fjölskylduna. Án þess að gefa of mik- ið upp þá komumst við að því að það eru aðrar persónur í sögunni sem skipta mun meira máli en djákninn og Guðrún og lentu í ýmsum hremm- ingum vegna þeirra,“ segir Agnes og tekur fram að sýningin henti öllum sem eru eldri en níu ára. „Þetta er hryllilegt gamanverk. Það er drauga- gangur því í lokin gengur djákninn aftur með tilheyrandi áhrifslýsingu og -hljóðum,“ segir Agnes og bendir á að í sýningunni sé hópurinn að leika sér með ólíka stíla, ekki síst tónlist- arstíla en töluvert er flutt af frum- saminni tónlist. „Allt frá söng- leikjanúmeri til þjóðlaga með viðkomu í grískum harmleik og kántrístemningu. Það er því óhætt að segja að þetta sé sannkallað rann- sóknarverk,“ segir Agnes og bendir á að áhorfendum séu samtímis kynntir töfrar frásagnarleikhússins. Par Birna Pétursdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson sem Guðrún og djákninn. Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is inguna, með myndinni af hundinum, ekki endilega hafa kallað á fleiri slík verk. „En svo fóru að detta niður fyr- ir framan mig kort og gamlar myndir sem ég sá að pössuðu með honum. Smám saman fór sería að myndast, út frá vangaveltum mínum um forgrunn og bakgrunn, um fyrirmyndina og slíkt. Síðan er langur tími liðinn og í dag er ég ekki upptekinn af neinni greiningu við hvert póstkort sem ég bæti við, þetta er orðinn viss leikur – en ég hef líka alltaf haldið þessum verkum aðeins til hliðar við annað sem ég hef verið að fást við í mynd- listinni. Mér finnst mjög þægilegt að fara úr þeirri líkamlegu vinnu að mála verk sem stundum eru býsna stór og setjast niður við að teikna þessi verk, í allt að því Zen-legri íhug- un. Í því felst viss afslöppun og mér finnst það líka skemmtilegt.“ Kjarninn í vinnunni þessi ár Sigurður Árni sýndi nokkrar leið- réttinganna fyrst árið 1992 í Frakk- landi en einhver fjöldi þeirra, einar 20, sást fyrst á sýningu í Galleríi Sæv- ars Karls árið 1995. Þegar við ræðum nú saman á vinnustofu Sigurðar Árna eru leiðréttingar allt í kringum okk- ur, hátt í hundrað alls, og bíða þess að vera fluttar í Hverfisgallerí. Og það er afar áhugavert að sjá þær allar saman komnar. Sigurður Árni segist tvisvar hafa sýnt úrval 20 til 30 leið- réttinga í Frakklandi en aldrei jafn margar og nú. „Ég hef í raun aldrei séð svona margar leiðréttingar sam- an! Og þær eru frá öllum þesum tíma, frá þeim fyrstu til dagsins í dag og mér finnst ótrúlega gaman að sjá þær nú saman,“ segir hann. „Svo hef ég lengi hugsað um að safna þeim saman í bók en tækifærið hefur ekki gefist fyrr en nú. Það má segja að á þessari sýningu og í bókinni sé kjarninn í vinnu minni að leiðréttingum öll þessi ár. Ég hefði viljað ná nokkrum til í bókina en þær eru í einhverjum söfn- um erlendis og ekki aðgengilegar. En í bókinni er þverskurður sem ég er mjög ánægður með.“ Fær stundum svolítinn móral Sigurður Árni vinnur mismunandi mikið í leiðréttingarnar, hefur mis- mikil afskipti af fyrirmyndunum ef svo má segja. En í leiðréttingunum felast iðulega írónísk komment, það er leikið með formrænar hugmyndir, eða til dæmis sköpuð hætta úr mynd- efni sem sýnist sakleysislegt; börn í skollaleik stefna ofan í gryfju sem listamaðurinn dregur upp. „Það má alveg líta á þessi verk eins og skissubók,“ segir Sigurður Árni hugsi þar sem við skoðum verkin. „Hér má sjá margt sem ég hef fengist við í málverkunum gegnum tíðina, kúlurnar, götin á jörðinni,“ hann bendir á slík verk og segir að vissu- lega sé ástæða fyrir því að hann pikki þessi tilteknu kort upp. „Ég sé í þeim einhverjar tengingar við minn hug- arheim. En það er alltaf til staðar þessi tvöfeldni sem fylgir skugg- anum, það eru alltaf tvær hliðar á öll- um málum. Sum póstkort eru betur fallin til þess en önnur að undirstrika þessar tvær hliðar, hliðarveruleikann sem alltaf er til staðar og getur bæði verið skemmtilegur og grár.“ Og þar getur barnaleikur verið lífs- hættulegur og sakleysislegasta kort breyst í erótískan brandara. „Það er augljóst,“ segir listamað- urinn og bendir á leiðréttingu sem sýnir karla í kúluleiknum pétanque og konur fylgjast með; kúlurnar á póstkortinu minna nú á skúlptúra eft- ir Brancusi og konurnar eru komnar með kúlulaga kvið. „Þessar konur sem fylgdust með kúluleiknum biðu þess bara að vera barnaðar! Það bara gerðist svona, og hæfir í þessum leik karlanna sem þær eru að taka þarna þátt í.“ Hann bendir svo á kort sem sýna stóra forna bautasteina á Bre- tagne-skaga. Á þeim öllum eru konur með á myndunum, halla sér upp að steinunum eða halda utan um þá. „Ég held að fólki myndi nú ekki detta í hug að taka svona myndir í dag,“ seg- ir Sigurður Árni. „Konurnar eru eins og eldspýtustokkurinn á jarð- fræðimyndinni, hafðar með sem við- mið.“ Og í leiðréttingunni er hnykkt á erótíkinni í myndunum, þar sem lista- maðurinn hefur bætt við tveimur hnullungum sem auðvitað vantaði á myndina. „Þetta er þessi hliðarveruleiki, sem ég kalla svo. Í myndunum eru oft ein- hverjar kveikjur sem kalla á ákveðnar breytingar. Eins og þetta póstkort þarna af tveimur konum á Korsíku, önnur hlær en hin er með vatnskörfu á höfðinu. Það lá vel við að setja alla byrðina á hana en láta hina skellihlæja að því. Ég viðurkenni að ég fæ stundum svolítinn móral yfir því sem ég geri, velti fyrir mér hvort ég skipti mér of mikið af myndinni,“ segir Sigurður og brosir. Sumar leiðréttinganna eru einfald- ur leikur eins og þar sem skakki turn- inn í Písa hefur verið réttur við og sviðið víkkað út fyrir kortið. „Það var einfalt,“ segir Sigurður Árni um það verk. „Og sum benda bara á hið augljósa eins og þetta gamla kort af Íslandi sem hefur verið prentað í Danmörku. Sá sem gerði það hefur verið langt á undan sínum samtíma því hann sýnir okkur hvern- ig Ísland verður eftir nokkur ár, þeg- ar jöklarnir hafa bráðað.“ Og það er rétt, í stað jöklanna eru stöðuvötn á kortinu; ekkert er teiknað í þetta furðulega kort, listamaðurinn lætur nægja að merkja sér það. Koma aldrei saman aftur Þá hefur Sigurður Árni tekið frí- merki sem sýnir lóu og bætt á þau skuggum. „Það vantaði nefnilega skuggann á lóurnar – þær geta ekki verið komnar fyrr en skuggarnir eru komnir; um leið og lóan kemur þá birtist skuggi því þá kemur sólin. Þetta vita Íslendingar – og stór- furðulegt að skugginn hafi ekki verið þarna áður,“ segir hann um þær leið- réttingar. Sigurður hlakkar til að stilla upp sýningunni með öllum þessum leið- réttingum en fagnar því jafnframt að vera kominn með stóran hluta serí- unnar í bók sem muni lifa eftir að sýn- ingin verður tekin niður. „Mér finnst sífellt mikilvægara að gefa út svona bækur – á sama tíma og enginn safnar bókum lengur! En tím- inn fer bara svo hratt að mér finnst þetta fyrst nú vera komið í einhverja höfn, innan spjaldanna í bók. Enda hef ég á tilfinningunni að þessar myndir eigi aldrei eftir að koma sam- an aftur,“ segir Sigurður Árni, rennir augum yfir leiðréttingar sínar frá síð- ustu 27 árum og það er ekki laust við trega í rómnum. Hringbrautin „Hringtorg,“ leiðrétting eftir Sigurð Árna frá 2018. Hér vinn- ur hann með ljósmynd sem Haraldur Teitsson tók, líklega 1953, frá Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu. Við leiðréttinguna hefur hringtorgum fjölgað. Ógn Ein leiðréttinganna, „Bæjarhátíð,“ frá árinu 2012. Eitt verkanna þar sem Sigurður Árni skapar með viðbótum hættu í sakleysislegum leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.