Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 í fyrsta sæti hvað varðar spákaup- mennsku í myndlist en New York og London í næstu sætum. Markaður- inn er einnig stór í París og Sao Paolo. Milljónamæringar frá Kína, Indlandi, Suður-Ameríku og ríkj- unum við Persaflóann hafa keypt mikið af list. Þá hefur Kísildalurinn í Kaliforníu alið af sér nýja tegund safnara,“ segir Gunnar sem hefur auðvitað auga fyrir góðri list. Hann kveðst aðspurður ekki fjár- festa í list. Slíkt væri óviðeigandi. Útheimtir mikil ferðalög „Fyrir 20 árum voru Jeff Koons og Damien Hirst ekki stórveldin sem þeir eru í dag. Listamennirnir sem við keyptum verk af á sínum tíma voru viðurkenndir listfræðilega en höfðu ekki öðlast þessa frægð. Hans Rasmus er atvinnusafnari. Við hittumst í hverri viku og förum yfir möguleika á innkaupum og skoðum tillögur frá galleríum og ein- staklingum. Við erum líka með verk- efni sem ég vinn sérstaklega að, til dæmis að skoða ýmsa listamenn og fá upplýsingar um verk þeirra.“ Ásamt góðu úrvali bandarískrar samtímalistar á Astrup Fearnley- safnið m.a. fjölda verka eftir kín- verska myndlistarmenn, ekki síst þá sem tilheyra svonefndri þriðju kyn- slóð kínverskra myndlistarmanna. Vegna þeirra innkaupa var Gunn- ar með annan fótinn í Kína í nokkur ár og byggði þar upp mikil sambönd. Meginuppistaðan í safneigninni er frá þessari öld. Með því á safnið að endurspegla vel þróun samtíma- listar á síðustu 30 árum. Til að fylgjast með eldlínunni í myndlistinni ferðast Gunnar heims- horna á milli. Hann áætlar að vera 6 af hverjum 10 dögum á ferðalagi. „Það eru mikil tengsl milli sýninga og innkaupa. Þegar ég var ráðinn til safnsins setti ég af stað sýninguna Uncertain States of America. Ég hafði þá góða yfirsýn yfir bandaríska samtímalist en þurfti að öðlast enn meiri dýpt í eigin samtíma. Það varð úr að ég ferðaðist ásamt tveimur kollegum mínum um öll Bandaríkin á tveimur árum.“ Skírskotaði til óvissunnar „Titill sýningarinnar, Uncertain States of America, er tvíræður. Ann- ars vegar vísar hann til óvissunnar í alþjóðastjórnmálum [eftir árásirnar á Tvíburaturnana] og hins vegar til þess að við völdum óþekkta lista- menn. Það var mikil óvissa í því,“ segir Gunnar en samstarfsmenn hans við undirbúning sýningarinnar voru Daniel Birnbaum, síðar sýningarstjóri Moderna Museet í Stokkhólmi, og Hans-Ulrich Obrist, nú stjórnandi Serpentine-gallerísins í Lundúnum. Báðir eru þeir vel þekktir í heimi samtímalistar. Gunnar bendir aðspurður á að margir ungu listamannanna sem verk eftir listamann sem er á lífi. „Áður fyrr var abstraktlistin eða popplistin í París eða New York. Hitt var jaðarmenning. Nú er sú skipting horfin. Myndlist sem er framleidd í Kína, Skandinavíu, Norður-Ameríku og víðar er nú einnig í eldlínunni. Hong Kong er nú tals yfir 20 milljarða íslenskra króna. Það sé margfalt kaupverðið. Hann segir myndlistarmarkaðinn hafa breyst mikið á þessari öld, sem endurspeglist í metverði fyrir list. Til dæmis þegar kanínuverk Jeff Koons seldist á rúma 11 milljarða í síðustu viku. Það var metverð fyrir meira eins og kamelljón sem aðlagar sig aðstæðum hverju sinni,“ segir Gunnar en byggingin sem slík er því sjálfstætt tilefni til að skoða safnið. Gunnar segir það vera sérstöðu safnsins á Norðurlöndum að vera einkasafn með alþjóðlega sam- tímalist. Flest listasöfn í Skandi- navíu séu þjóðarsöfn með list frá við- komandi löndum, sem sé í samtali við alþjóðlega list. Astrup Fearnley- safnið sé hins vegar fyrst og fremst með alþjóðlega list í samtali við norska samtímalist. Safnið á m.a. verk frá 8. og 9. ára- tug síðustu aldar eftir málara á borð við Francis Bacon, David Hockney, Anselm Kiefer og Sigmar Polke. Verðbólga í listheiminum Mörg listaverkin hafa margfaldast í verði og þannig á vissan hátt borg- að upp tilkostnaðinn við safnið, þótt það sé auðvitað ekki markmiðið. Má þar nefna málverkin Triptych, eftir Francis Bacon, og styttu Jeff Koons af Michael Jackson og ap- anum Bubbles. Áætlar Gunnar að verkin tvö séu nú verðmetin á sam- þeir komu auga á hafi öðlast frægð. Meðal þeirra Rodney McMillian, Devandra Banhart, Frank Benson, Miranda July og Paul Chan. Verkin hafi verið ódýr á sínum tíma, kannski kostað nokkur þúsund dali. Nú geti einstök verk til dæmis kostað milljón dali. Frægðin er fallvölt og stefnur koma og fara. Flestir listamenn gleymast með tímanum. Njóta jafnan hæfileikanna Gunnar telur aðspurður að góðir myndlistarmenn njóti almennt viðurkenningar í lifanda lífi. „Sagan sýnir að einn og einn framúrskarandi listamaður verður viðskila við viðurkennda list. Van Gogh er ein af fáum undantekn- ingum sem sanna regluna. Hafa þarf góða blöndu af næmni og gáfum og náttúrlega að finna upp nýja frásagnaraðferð. Mjög fáir myndlistarmenn af hverri kynslóð hafa þessa séníeiginleika. Við erum enda að ræða um listamenn sem hafa breytt listhugtakinu. Þetta er mjög elítísk sýn hjá okkar safni. Síðan eru önnur söfn, eins og ríkislistasafnið í Ósló, sem líta á myndlist sem hluta af menningarframleiðslu. Hún sé samtal margra listamanna. Það er athyglisvert að menningarpólitíkin hér í Noregi gerir ráð fyrir styrkjum til menningarframleiðslu. Hún er hluti af sjálfsmynd okkar og nauð- synleg eins og skólar og sjúkrahús. Menningarframleiðslan er okkar sameiginlegi sjóður og líkt og vís- indamennirnir færa listamenn okkur inn í framtíðina. Öll heimsveldin, hvort sem það voru Egyptar, Grikk- ir eða Rómverjar, höfðu mikla menningarframleiðslu sem var hluti af sjálfsvitund þeirra,“ segir Gunn- ar. Ljósmynd/Astrup Fearnley-safnið/Birt með leyfi Frá 2002 Verkið Höfrungur, eftir Jeff Koons, er í eigu Astrup Fearnley-safnsins. Morgunblaðið/Baldur Ungur Eitt rýmið er með verk Henrik Olai Kaarstein. Morgunblaðið/Baldur Frá 2007 Listaverkið God Alone Knows er eftir Damien Hirst. Sjá má önnur verk Hirst endurspeglast í verkinu, sem skírskotar til krossfestingarinnar. Morgunblaðið/Baldur Frá 1975 Eitt verkið, Out of the Way, er eftir Erró. Morgunblaðið/Baldur 2011 Jessie eftir Frank Benson. Frístunda- og atvinnufatnaður frá REGATTA Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.