Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Falleg og vönduð silkiblóm Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 LISTHÚSINU HANDBOLTI Olísdeild karla Fjórði úrslitaleikur: Selfoss – Haukar ...................................35:25  Selfoss vann einvígið, 3:1, og er Íslands- meistari 2019. Danmörk Undanúrslit, fyrstu leikir: Aalborg – Bjerringbro/Silkeborg .... 33:30  Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon 4. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. GOG – Skjern ....................................... 28:25  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr- ir GOG.  Björgvin Páll Gústavsson varði 3 skot í marki Skjern. Tandri Már Konráðsson skoraði ekki fyrir liðið. Frakkland Aix – Cesson-Rennes........................... 33:21  Geir Guðmundsson var ekki í leikmanna- hópi Cesson-Rennes. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, fjórði úrslitaleikur: Toronto – Milwaukee ........................120:102  Staðan í einvíginu er jöfn, 2:2, en liðin mætast aftur kl. hálfeitt í nótt. KÖRFUBOLTI Hleðsluhöllin, Olísdeild karla, úrslit, 4. leikur, miðvikudag 22. maí 2019. Gangur leiksins: 3:3, 6:4, 7:5, 9:8, 11:8, 16:11, 19:14, 23:16, 27:18, 30:19, 32:23, 34:23, 35:25. Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 11/2, Alexander Már Egan 5, Atli Æv- ar Ingólfsson 4, Árni Steinn Stein- þórsson 4, Haukur Þrastarson 4, Guðni Ingvarsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 1, Sverrir Pálsson 1. Varin skot: Sölvi Ólafsson 15/1, Pawel Kiepulski 1/1. Selfoss – Haukar 35:25 Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hall- grímsson 6, Brynjólfur Brynjólfsson 4, Einar Pétursson 3/1, Tjörvi Þor- geirsson 3, Heimir Óli Heimisson 2, Daníel Ingason 2, Halldór Jónasson 2, Orri Þorkelsson 1/1, Grétar Guð- jónsson 1, Adam Baumruk 1. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 11, Andri Sigmarsson Scheving 2/2. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 800. Uppselt. kúabóndans í Stóra-Ármóti, Sverris Pálssonar. Sóknarleikurinn var hreint magnaður þar sem Elvar Örn Jóns- son fór á kostum. Hans síðasti leikur á heimavelli fyrir Selfoss og þvílík kveðjustund fyrir hann. Elvar var fremstur meðal jafningja enda var hann valinn leikmaður úrslita- keppninnar að leikslokum. Selfoss-liðið hóf síðari hálfleik með því hreinlega að yfirspila Haukana sem vissu vart hvaðan á sig stóð veðr- ið. Áður en síðari hálfleikur var hálfn- aður var munurinn kominn í níu mörk, 26:17. Haukar voru hreinlega kjöldregnir af framúrskarandi liði Selfoss sem leit aldrei um öxl. Hvergi var veikan hlekk að finna. Menn voru tilbúnir í verkefnið, staðráðnir í að ljúka því á heimavelli fyrir framan sína mögnuðu stuðningsmenn og það tókst svo sannarlega. Um leið tókst Elvari Erni að kveðja liðið með Ís- landsmeistaratitli en hann heldur ásamt Patreki Jóhannessyni til Skjern í Danmörku í sumar. Patrekur hefur mótað þetta magnaða lið á und- anförnum tveimur árum. Haukar náðu sér aldrei á strik í leiknum í gær. Þeir áttu við ofurefli að etja utan vallar sem innan og máttu játa sig sigraða. Nýtt nafn er skráð í sögu Íslandsmeistara í handknattleik með þessum sigri Selfoss í gær. Sigri sem var svo sannarlega verðskuld- aður. Þegar á hólminn var komið und- ir pressu lék Selfoss ekki bara besta sóknarleikinn, heldur einnig besta varnarleikinn. Stórskemmtilegt lið sem verður lengi í minnum haft. Einstefna hjá verðskuld- uðum meisturum Selfoss  Mættu klárir í slaginn og kjöldrógu Hauka í rosalegri stemningu Ljósmynd/Guðmundur Karl Íslandsmeistarar Selfyssingar fagna sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli en fyrirliðinn Hergeir Grímsson fékk þann heiður að taka við meistarabikarnum. HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Selfoss er verðskuldaður Íslands- meistari í handknattleik karla. Um það verður ekki deilt eftir stórsigur liðsins, 35:25, á Haukum í fjórða leik liðanna í hreint magnaðri stemningu í Hleðsluhöllinni á Selfossi fullri af áhorfendum í gærkvöldi. Selfoss var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11. Þetta er í fyrsta sinn sem Selfoss verður Íslandsmeistari í handknatt- leik. Gleði fólks var fölskvalaus að leikslokum í gær eftir sýningu Sel- foss-liðsins. Selfoss-liðið fór hreinlega á kostum að þessu sinni. Liðið hafði unnið tvo leiki á útivelli en tapað einnig við- ureign á heimavelli þegar kom að leiknum í gærkvöldi. Sumir töldu að það yrði leikmönnum ofviða að vera undir slíkri pressu. Reynslan væri ekki fyrir hendi. Annað kom á daginn. Eftir að Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins þá tóku leikmenn Sel- foss öll völd á leikvellinum. Varn- arleikurinn var frábær undir stjórn KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Rafholtsvöllur: Njarðvík – Keflavík ....19.15 Ásvellir: Haukar – Þróttur R. ..............19.15 Varmárvöllur: Afturelding – Fjölnir ...19.15 2. deild karla: Jáverkvöllurinn: Selfoss – Víðir................18 3. deild karla: Valsvöllur: KH – Vængir Júpiters............20 KR-völlur: KV – Álftanes ..........................20 Fellavöllur: Höttur/Huginn – Einherji ....20 4. deild karla: Jáverkvöllurinn: Árborg – Mídas .............20 Kórinn, gervigras: Ísbjörninn – Ýmir ......20 Stokkseyrarvöllur: Stokkseyri – Léttir ...20 Þróttarvöllur: Kóngarnir – KFR..............20 Í KVÖLD! Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson verður ekki með Val gegn Breiða- bliki á sunnudag, í úrvalsdeildinni í fótbolta, vegna leikbanns. Haukur hefur nú þegar fengið fjögur gul spjöld á leiktíðinni, þar af eitt í meistarakeppni KSÍ. Felix Örn Friðriksson úr ÍBV fékk eins leiks bann vegna rauðs spjalds og missir af leik við KA. Strax í bann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.