Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
Falleg og vönduð silkiblóm
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
LISTHÚSINU
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Fjórði úrslitaleikur:
Selfoss – Haukar ...................................35:25
Selfoss vann einvígið, 3:1, og er Íslands-
meistari 2019.
Danmörk
Undanúrslit, fyrstu leikir:
Aalborg – Bjerringbro/Silkeborg .... 33:30
Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk
fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon 4.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
GOG – Skjern ....................................... 28:25
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr-
ir GOG.
Björgvin Páll Gústavsson varði 3 skot í
marki Skjern. Tandri Már Konráðsson
skoraði ekki fyrir liðið.
Frakkland
Aix – Cesson-Rennes........................... 33:21
Geir Guðmundsson var ekki í leikmanna-
hópi Cesson-Rennes.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, fjórði úrslitaleikur:
Toronto – Milwaukee ........................120:102
Staðan í einvíginu er jöfn, 2:2, en liðin
mætast aftur kl. hálfeitt í nótt.
KÖRFUBOLTI
Hleðsluhöllin, Olísdeild karla, úrslit,
4. leikur, miðvikudag 22. maí 2019.
Gangur leiksins: 3:3, 6:4, 7:5, 9:8,
11:8, 16:11, 19:14, 23:16, 27:18,
30:19, 32:23, 34:23, 35:25.
Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson
11/2, Alexander Már Egan 5, Atli Æv-
ar Ingólfsson 4, Árni Steinn Stein-
þórsson 4, Haukur Þrastarson 4,
Guðni Ingvarsson 3, Guðjón Baldur
Ómarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 1,
Sverrir Pálsson 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 15/1,
Pawel Kiepulski 1/1.
Selfoss – Haukar 35:25
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hall-
grímsson 6, Brynjólfur Brynjólfsson
4, Einar Pétursson 3/1, Tjörvi Þor-
geirsson 3, Heimir Óli Heimisson 2,
Daníel Ingason 2, Halldór Jónasson
2, Orri Þorkelsson 1/1, Grétar Guð-
jónsson 1, Adam Baumruk 1.
Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson
11, Andri Sigmarsson Scheving 2/2.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og
Jónas Elíasson.
Áhorfendur: 800. Uppselt.
kúabóndans í Stóra-Ármóti, Sverris
Pálssonar. Sóknarleikurinn var hreint
magnaður þar sem Elvar Örn Jóns-
son fór á kostum. Hans síðasti leikur
á heimavelli fyrir Selfoss og þvílík
kveðjustund fyrir hann. Elvar var
fremstur meðal jafningja enda var
hann valinn leikmaður úrslita-
keppninnar að leikslokum.
Selfoss-liðið hóf síðari hálfleik með
því hreinlega að yfirspila Haukana
sem vissu vart hvaðan á sig stóð veðr-
ið. Áður en síðari hálfleikur var hálfn-
aður var munurinn kominn í níu
mörk, 26:17. Haukar voru hreinlega
kjöldregnir af framúrskarandi liði
Selfoss sem leit aldrei um öxl. Hvergi
var veikan hlekk að finna. Menn voru
tilbúnir í verkefnið, staðráðnir í að
ljúka því á heimavelli fyrir framan
sína mögnuðu stuðningsmenn og það
tókst svo sannarlega. Um leið tókst
Elvari Erni að kveðja liðið með Ís-
landsmeistaratitli en hann heldur
ásamt Patreki Jóhannessyni til
Skjern í Danmörku í sumar. Patrekur
hefur mótað þetta magnaða lið á und-
anförnum tveimur árum.
Haukar náðu sér aldrei á strik í
leiknum í gær. Þeir áttu við ofurefli að
etja utan vallar sem innan og máttu
játa sig sigraða. Nýtt nafn er skráð í
sögu Íslandsmeistara í handknattleik
með þessum sigri Selfoss í gær. Sigri
sem var svo sannarlega verðskuld-
aður. Þegar á hólminn var komið und-
ir pressu lék Selfoss ekki bara besta
sóknarleikinn, heldur einnig besta
varnarleikinn. Stórskemmtilegt lið
sem verður lengi í minnum haft.
Einstefna hjá verðskuld-
uðum meisturum Selfoss
Mættu klárir í slaginn og kjöldrógu Hauka í rosalegri stemningu
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Íslandsmeistarar Selfyssingar fagna sínum fyrsta
Íslandsmeistaratitli en fyrirliðinn Hergeir Grímsson
fékk þann heiður að taka við meistarabikarnum.
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Selfoss er verðskuldaður Íslands-
meistari í handknattleik karla. Um
það verður ekki deilt eftir stórsigur
liðsins, 35:25, á Haukum í fjórða leik
liðanna í hreint magnaðri stemningu í
Hleðsluhöllinni á Selfossi fullri af
áhorfendum í gærkvöldi. Selfoss var
fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11.
Þetta er í fyrsta sinn sem Selfoss
verður Íslandsmeistari í handknatt-
leik. Gleði fólks var fölskvalaus að
leikslokum í gær eftir sýningu Sel-
foss-liðsins.
Selfoss-liðið fór hreinlega á kostum
að þessu sinni. Liðið hafði unnið tvo
leiki á útivelli en tapað einnig við-
ureign á heimavelli þegar kom að
leiknum í gærkvöldi. Sumir töldu að
það yrði leikmönnum ofviða að vera
undir slíkri pressu. Reynslan væri
ekki fyrir hendi. Annað kom á daginn.
Eftir að Haukar skoruðu tvö fyrstu
mörk leiksins þá tóku leikmenn Sel-
foss öll völd á leikvellinum. Varn-
arleikurinn var frábær undir stjórn
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Rafholtsvöllur: Njarðvík – Keflavík ....19.15
Ásvellir: Haukar – Þróttur R. ..............19.15
Varmárvöllur: Afturelding – Fjölnir ...19.15
2. deild karla:
Jáverkvöllurinn: Selfoss – Víðir................18
3. deild karla:
Valsvöllur: KH – Vængir Júpiters............20
KR-völlur: KV – Álftanes ..........................20
Fellavöllur: Höttur/Huginn – Einherji ....20
4. deild karla:
Jáverkvöllurinn: Árborg – Mídas .............20
Kórinn, gervigras: Ísbjörninn – Ýmir ......20
Stokkseyrarvöllur: Stokkseyri – Léttir ...20
Þróttarvöllur: Kóngarnir – KFR..............20
Í KVÖLD!
Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson
verður ekki með Val gegn Breiða-
bliki á sunnudag, í úrvalsdeildinni í
fótbolta, vegna leikbanns. Haukur
hefur nú þegar fengið fjögur gul
spjöld á leiktíðinni, þar af eitt í
meistarakeppni KSÍ.
Felix Örn Friðriksson úr ÍBV
fékk eins leiks bann vegna rauðs
spjalds og missir af leik við KA.
Strax í bann