Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
Framleiðum allar gerðir
límmiða af mismunandi
stærðum og gerðum
Thermal
Hvítir miðar
Litamiðar
Forprentaðir
Athyglismiðar
Tilboðsmiðar
Vogamiðar
Lyfsölumiðar
Varúðarmiðar
Endurskinsmiðar
Flöskumiðar
Verðmer
Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is
kimiðar
Límmiðar 60 ára Birgir fæddist á
Akureyri en ólst upp á
Litluströnd í Mývatns-
sveit og hefur ávallt
búið þar. Birgir er bað-
vörður hjá Jarðböð-
unum og skógarbóndi.
Hann hefur verið í Kiw-
anisklúbbnum Herðubreið í rúm 30 ár.
Systkini: Finnur Steingrímsson, f. 1960,
Kristján Steingrímsson, f. 1962, og Egill
Steingrímsson, f. 1963, d. 2015.
Foreldrar: Steingrímur Kristjánsson, f.
1917, d. 1993, bóndi á Litluströnd, og
Þóra Ásgeirsdóttir, f. 1925, d. 2017, hús-
móðir á Litluströnd.
Birgir
Steingrímsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert fróðleiksþyrstur og skalt
gefa þér tíma til að kynnast menningu
ólíkra heima. Reyndu að skipuleggja dag-
inn þannig að þér vinnist vel.
20. apríl - 20. maí
Naut Möguleikar til tekjuöflunar eru góðir
í dag og aðstæður fyrir verslun og við-
skipti hagstæðar. Láttu hrokann ekki ná
yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að taka meira tillit til
annarra og þarft að varast að ganga yfir
fólk, þótt boðskapur þinn sé góður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur verið afskaplega pirr-
andi, þegar samstarfsmenn halda ekki í
við mann. En þér er hætt við að gera of
miklar kröfur til vissrar persónu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að hafa gætur á óþolin-
mæðinni og finna þér eitthvað smálegt til
dundurs. Dagurinn hentar líka sérlega vel
til að gera ferðaáætlanir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur háleit markmið varðandi
framtíðina sem geta annaðhvort ýtt undir
metnað þinn eða dregið úr þér kjark.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt það sé freistandi að leggjast í
leti skaltu ekki láta það eftir þér. Líttu til
þess sem vel hefur gengið og er þér og
þínum til skemmtunar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt allt virðist vera á rúi og
stúi í kringum þig skaltu ekki láta það
glepja þig heldur halda þínu striki eins og
ekkert sé. Sýndu öðrum samstarfsvilja, ef
þú vilt ná árangri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Til þess að koma þeim verk-
efnum áleiðis, sem þú berð fyrir brjósti,
verður þú að leita þér aðstoðar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að finna athafnaþrá
þinni jákvæðan farveg. Lykilatriði er að þú
gæðir samskipti við fólk húmor og
sjarma.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú skalt ekki vera vonsvikinn
þótt eitthvað renni þér úr greipum. Gefðu
þér tíma til að vinna úr hlutunum og var-
astu að særa aðra á meðan.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft ekkert að óttast að leggja
starf þitt undir dóm annarra. Ef þú vilt
eiga samskipti við einhvern aftur skaltu
stíga fyrsta skrefið í kvöld.
m.a. með góðum vinum til Liverpool
í desember sl. til þess að hlýða á og
sjá snillinginn Paul McCartney á
tónleikum. Sú ferð er ógleymanleg í
alla staði.
Ég spila bridge með ágætum
bridgefélögum yfir vetrartímann og
svo hefur minn gamli vinahópur
myndað með sér bókmenntaklúbb
og við hittumst nokkrum sinnum að
fjölmargar ferðir til útlanda með
kórnum, sem hafa í alla staði verið
mjög ánægjulegar.“
Að öðru leyti er Stefán mikill tón-
listarunnandi og fer reglulega á sin-
fóníutónleika. Auk þess er hann
mikill Bítlaaðdáandi. „Bítlarnir voru
mín hljómsveit á unglingsárunum
og þeir eru að sjálfsögðu besta
hljómsveit í heimi. Við hjónin fórum
S
tefán Már Halldórsson
fæddist í Reykjavík hinn
23. maí 1949. Fyrstu tvö
árin bjó hann á Hömrum
við Suðurlandsbraut, en
það hús er horfið fyrir löngu. Stað-
setning hússins var ekki ýkja langt
frá Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokks-
ins.
„Tveggja ára gamall flutti ég í
glænýtt hús við Drápuhlíð þar sem
ég bjó fram yfir tvítugt. Í Hlíðunum
var gott að alast upp og mikið um að
vera. Hlíðarnar sunnan Miklubraut-
ar voru að sjálfsögðu nánast 100%
Valshverfi og ég hef alla tíð verið
mikill stuðningsmaður Vals.“ Stefán
var fjögur sumur í sveit hjá móður-
systur sinni á Sólvöllum í landi Eyr-
ar við Reyðarfjörð.
Stefán gekk fyrstu tvö skólaárin í
Eskihlíðarskóla en þaðan lá svo leið-
in í Austurbæjarskóla þar sem hann
var nemandi næstu fjögur árin. „Þá
tók við Gagnfræðaskóli Austur-
bæjar, eða Gaggó Aust eins og við
kölluðum hann. Ég tók landspróf
svokallað í þriðja bekk þar, sem
veitti sjálfkrafa aðgang að Mennta-
skólanum í Reykjavík. Þar var ég í
stærðfræðideild og tók stúdentspróf
vorið 1969. Ég lagði stund á nám í
almennum þjóðfélagsfræðum við
Háskóla Íslands, en vann jafnframt
því hjá Landsvirkjun í hálfu starfi
yfir veturinn og í fullu starfi yfir
sumarið. Svo fór að ég lauk ekki
náminu við HÍ, því ég réð mig í fullt
starf hjá Landsvirkjun í júní 1974.“
Þar starfaði Stefán lengi vel í launa-
og starfsmannamálum, varð síðar
starfsmannastjóri fyrirtækisins og
síðast deildarstjóri starfskjaradeild-
ar.
„Ég hætti störfum hjá Lands-
virkjun 2013 eftir rúmlega 40 ára
starf, og hef síðan gert það sem mér
sýnist; farið til útlanda, sungið í kór
og spilað bridge auk þess að passa
barnabörnin af og til.“
Stefán varð félagi í karlakórnum
Fóstbræðrum síðla árs 1981 og hef-
ur verið virkur félagi þar æ síðan og
var formaður kórsins 1995-1998.
„Eins og allir vita er það mjög hollt
fyrir sálina að syngja í kór, og þessi
félagsskapur hefur gefið mér mikla
lífsfyllingu. Við hjónin höfum farið í
vetri og ræðum hvert bókmennta-
verkið á fætur öðru af víðsýni, þekk-
ingu og fjöri.“
Fjölskylda
Stefán kvæntist 20. ágúst 1976
Þórunni Traustadóttur kennara.
Hún er dóttir hjónanna Trausta
Eyjólfssonar, rakara og ökukenn-
ara, og Grétu Finnbogadóttur, hús-
móður með meiru frá Vestmanna-
eyjum.
Börn Stefáns og Þórunnar eru: 1)
Lilja Björk, f. 28.7. 1977, aðstoðar-
maður sendiherra í París. Hún er
búsett í Houilles í nágrenni Parísar
og gift Francois Thierry-Mieg.
Börn þeirra eru Andrea, f. 2002,
Arthur Már, f. 2008, og Lína Rós, f.
2013; 2) Árni Freyr, f. 3.8. 1980,
verkfræðingur. Hann er búsettur í
Reykjavík og er kvæntur Julie
Coadou. Börn þeirra eru Agata, f.
2011, og Felix, f. 2014; 3) Trausti,
fæddur 20.1. 1985, verkfræðingur.
Hann er búsettur í Reykjavík og er
kvæntur Evu Maríu Árnadóttur.
Dætur þeirra eru Saga Ísold, f.
2016, og Hrafntinna, f. 2018. Auk
þess á Stefán son með Guðnýju
Stefán Már Halldórsson, fyrrverandi deildarstjóri hjá Landsvirkjun – 70 ára
Fjölskyldan Stefán og Þórunn ásamt börnum, mökum og barnabörnum heima í Fossvoginum árið 2012.
Fóstbróðir og Bítlaaðdáandi
Hjónin Stefán og Þórunn sáu Paul McCartney á tónleikum í Liverpool í fyrra.
40 ára Bryndís er úr
Árbænum í Reykjavík
en býr á Selfossi. Hún
er grunnskólakennari í
Sunnulækjarskóla.
Maki: Sigurður Ágúst
Pétursson, f. 1977,
rafmagnsiðnfræð-
ingur hjá RARIK.
Börn: Pétur Már, f. 2000, Brynhildur
Ruth, f. 2008, og Elísabet Bjarney, f.
2013.
Foreldrar: Sævar Sigurðsson, f. 1941, d.
1984, sendibílstjóri, og Júlíana Ruth
Woodward, f. 1942, d. 2017, kennari í
Reykjavík.
Bryndís Ósk
Sævarsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is