Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Los Angeles. AFP. | Ríkisstjóri Wash- ington-ríkis hefur undirritað lög sem heimila að líkum manna sé breytt í moltu, með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna bálfara eða greftrana. Wash- ington varð þar með fyrsta ríki Bandaríkjanna til að heimila slíka moltugerð úr líkum. Lögin eiga að taka gildi í maí á næsta ári og samkvæmt þeim geta íbúar ríkisins valið þann kost að lík- um þeirra verði breytt í jarðvegsbæti sem hægt væri að nota í garðyrkju eftir að þeir deyja. „Þetta er nýr kostur, sem bætist við bálfarir og greftranir, og hann er náttúrulegur, öruggur, sjálfbær og dregur verulega úr losun koltvísýrings og notkun landrýmis fyrir grafreiti,“ sagði Katrina Spade, sem beitti sér fyrir lögunum. Hún er stofnandi fyrir- tækis í Seattle, Recompose, sem hyggst verða fyrst til að bjóða upp á moltugerðina. „Sú hugmynd að snúa aftur til náttúrunnar með svo beinum hætti og hringrásar lífs og dauða er reyndar býsna falleg,“ sagði hún í skriflegu svari til AFP. Brotnar niður á mánuði Spade kvaðst hafa fengið áhuga á þessu máli fyrir tíu árum þegar hún varð þrítug og fór að hugsa meira um dauðann. Hún byrjaði þá að kanna tæknilegu möguleikana á því að búa til „þriðja kostinn“ sem gæti keppt við hefðbundnar greftranir og bálfar- ir. Aðferðin sem fyrirtækið beitir við moltugerðina var þróuð í samstarfi við Ríkisháskóla Washington sem prófaði hana á líkum manna sem buð- ust til að láta breyta sér í moltu eftir dauða sinn. Líkið er sett í sexhyrnt hylki ásamt tréspæni, stráum og refasmára. Hylkinu er síðan lokað og örverur sjá um að brjóta líkið niður á 30 dögum. Úr verður þurr, mjúkur og næringarríkur jarðvegur sem hentar vel í garðyrkju. „Allt brotnar niður að nýju – meðal annars beinin og tennurnar,“ sagði Spade. „Það er vegna þess að líf- færakerfið okkar skapar fullkomnar aðstæður fyrir hitakærar örverur og gagnlega gerla sem brjóta allt niður býsna hratt.“ Aðferðin sem Recompose beitir er svipuð þeirri sem notuð hefur verið í áratugi við moltugerð úr hræjum nytjadýra og rannsókn háskólans leiddi í ljós að óhætt er að nota hana til að breyta líkum manna í moltu. Umhverfisvænar greftranir í tísku Útfarastofur í Bandaríkjunum velta um 20 milljörðum dala, jafnvirði 2.500 milljarða króna. Rúmur helm- ingur allra Bandaríkjamanna velur bálför og um 75% íbúa Washington- ríkis kjósa þann kost. Spade kvaðst búast við því að fyrir- tæki sitt byði upp á „náttúrulegt, líf- rænt niðurbrot“ fyrir um 5.500 dali á líkið, jafnvirði tæpra 700.000 króna. Það er ívið meira en greitt er fyrir bálför í Bandaríkjunum en minna en verðið á greftrun í líkkistu. Svonefndar „grænar“ eða um- hverfisvænar greftranir hafa notið vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum. Útfararstofur bjóða nú meðal annars upp á lífrænar líkkistur og í bæjum sem heimila slíkar greftranir eru lík- in ekki sett í kistur, heldur aðeins grafin í líkklæðum. Bandaríski leik- arinn Luke Perry, sem lék í sjón- varpsþáttunum „Beverly Hills 90210“, var til að mynda grafinn í föt- um úr sveppum og öðrum efnum, sem brotna niður fyrir áhrif örvera, eins og hann hafði óskað eftir áður en hann lést í mars síðastliðnum. Nýtt fyrirtæki í Kaliforníu, Coeio, hannaði „sveppafötin“ og sagði þau flýta fyrir rotnun, gera eiturefni í líkamanum óvirk og færa næringarefni í jarðveg- inn. Að moltu skaltu ekki verða Ekki eru þó allir hrifnir af þeirri lausn að látnum mönnum sé breytt í moltu. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt moltugerð úr líkum er Joseph Sprague, biskup kaþólsku kirkjunnar í Washington-ríki, sem sagði hana óvirðingu við hina látnu og dró í efa að þessi aðferð hefði mikla þýðingu fyrir umhverfisvernd. Sprague sagði að notkun líkams- leifa manna eftir niðurbrot í venju- lega moltu samrýmdist ekki kenn- ingum kirkjunnar. „Kaþólska kirkjan telur að með því að brjóta niður lík manna með þessum hætti sé líkama hins látna ekki sýnd næg virðing,“ sagði hann í umsögn til þingnefndar sem fjallaði um lögin áður en þau voru samþykkt. Heimilað að líkum verði breytt í moltu  Lög um moltugerð úr líkum samþykkt í Washington-ríki Aðferð til að umbreyta líki í moltu Fyrirtæki í Seattle í Bandaríkjunum, Recompose, hefur þróað aðferð til að umbreyta líkummanna í jarðvegsbæti í moltara úr endurnýtanlegu stáli Líkið er sett í hylki með lífrænum efnum Tréspænir og strá sjá fyrir kolefni og stuðla að því að raki líksins verður hæfilega mikill, um 65% Allt,meðal annars bein og tennur, verður aðmoltu Hrært er í rotmassanum reglulega til að tryggja að í honum sé nægilegt súrefni, þannig að örverurnar geti unnið sitt verk Lífræna ferlið verður til þess að líkið hitnar nógumikið til að eyða sýklum Kemur ferlinu af stað, sér fyrir köfnunarefni og próteini til að hraða niðurbrotinu Líki breytt í jarðvegsbæti Heimild: Recompose/Washington State University/omafra.gov.on.ca/compost-info-guide.com Hitakærar örverur, m.a. sveppir, og gerlar stuðla að niðurbroti vefja C N2 30:149-71Co Kolefni og köfnunarefni þurfa að vera í réttum hlutföllum medicago sativa Refasmári Eftir um 30 daga er líkið orðið að þurrum, mjúkumog næringarríkum jarðvegi AFP Molta Starfsmaður myltingarstöðvar með tvær lúkur af jarðvegsbæti. Þingmenn og ráðherrar í Íhalds- flokknum í Bretlandi lögðu í gær fast að Theresu May forsætisráðherra að segja af sér þegar í stað vegna óánægju með síðustu tilraun hennar til að fá neðri deild þingsins til að samþykkja brexitsamning hennar við Evr- ópusambandið. Breska ríkis- útvarpið hafði eft- ir nokkrum ráð- herrum í stjórn May að ljóst væri að hún gæti ekki gegnt embættinu lengur. Neðri deildin hefur þegar hafnað samningnum þrisvar með miklum mun og breskir stjórnmálaskýrendur sögðu litlar sem engar líkur vera á því að hann yrði samþykktur í atkvæðagreiðslu sem boðuð hefur verið á þinginu í vikunni sem hefst 3. júní. Daily Tele- graph sagði að síðasta tilraun for- sætisráðherrans til að knýja samn- inginn fram væri dauðadæmd og til marks um örvilnun. May hafði boðað nokkrar tilslak- anir í von um að auka stuðninginn við samninginn og m.a. lofað að neðri deildin fengi tækifæri til að greiða atkvæði um hvort bera ætti brexit- samninginn undir þjóðaratkvæði ef hann yrði samþykktur á þinginu. Viðbrögð þingmanna í Íhaldsflokkn- um voru svo hörð að Michael Gove umhverfisráðherra, sem hefur stutt samninginn, gaf til kynna að ef til vill yrði hætt við atkvæðagreiðsluna á þinginu. Síðasta útspil May sætti gagnrýni stuðningsmanna og andstæðinga brexit í Íhaldsflokknum og forystu- menn Verkamannaflokksins höfn- uðu því. Reglum flokksins breytt? May hafði lofað að leggja fram „tímaáætlun“ um afsögn sína og leið- togakjör í flokknum eftir atkvæða- greiðsluna á þinginu en andstæðing- ar hennar vilja að hún víki þegar í stað. Forsætisráðherrann hélt velli í desember sl. þegar brexitsinnar lögðu fram tillögu um að þingmenn Íhaldsflokksins lýstu yfir vantrausti á henni. 200 þingmenn studdu þá May en 117 greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Samkvæmt reglum flokksins þarf a.m.k. ár að líða á milli slíkra atkvæðagreiðslna í þingflokknum og brexitsinnarnir geta því ekki lagt fram aðra van- trauststillögu gegn May fyrr en í desember. Þingmenn í flokknum hafa beitt sér fyrir því að reglunum verði breytt til að hægt verði að knýja fram leiðtogakjör þegar í stað. Heimta tafar- lausa afsögn  Síðasta útspil May sagt dauðadæmt Theresa May á þinginu í gær. Keppendur draga Airbus-þotu af gerðinni A320 í eigu bandaríska flug- félagsins JetBlue á John F. Kennedy-flugvelli í New York þegar þeir kepptu þar í svonefndu „þotutogi“. Lögreglumenn frá New York-ríki og Bretlandi tóku þátt í keppninni sem var haldin til að vekja athygli á fjár- söfnun í þágu barna með krabbamein. Liðið sem dró þotuna 30 metra á skemmstum tíma fór með sigur af hólmi í keppninni. AFP Þotutog í þágu barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.