Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Utanborðsmótorar Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar Fyrirliggjandi á lager, margar stærðir utanborðsmótora Verkstæði Vélasölunnar hefur á að skipa sérhæfum starfsmönnum til viðgerða og viðhalds á Mercruiser bátavélum og Mercury utanborðsmótorum. Bátar á sjó og vötn Ný sending af TERHI bátum TERHI 475 BR TERHI 450 Skáldkonan Jokha Alharthi frá Óman hlaut í vikubyrjun alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáld- söguna Celestial Bodies. Á vef New York Times kemur fram að verkið er það fyrsta sem upprunalega er skrif- að á arabísku sem hlýtur þessi virtu verðlaun. Man Booker-verðlaunin eru veitt fyrir bækur sem þýddar hafa verið á enska tungu og gefnar út í Bretlandi. Margir telja verð- launin vera þau merkilegustu sem úthlutað er fyrir bækur þýddar á ensku. Höfundurinn mun deila verð- launafénu, 50 þúsund pundum, með þýðanda verksins, Marilyn Booth. Bókin, sem gerist í Óman á Arabíuskaga, er fjölskyldusaga um þrjá ættliði sem nær frá 1880 til dagsins í dag. Í bakgrunni eru þær umbreytingar sem urðu þegar ríkið sneri frá því að vera miðstöð þræla- sölu og hóf olíuframleiðslu. Á vef Man Booker-verðlaunanna er haft eftir höfundinum, Alharthi, að rit- höfundar frá Óman vilji að erlendir lesendur líti á landið með opnum hug og hjarta. Vakið hefur athygli að fimm af þeim sex höfundum auk allra þýð- endanna sem komust á stutta lista tilnefndra eru konur. Verk Alharthi var valið fram yfir verk þekktari höfunda á borð við hina pólsku Olga Tokarczuk sem vann til verð- launanna í fyrra fyrir skáldsöguna Flights og hina frægu frönsku skáld- konu Annie Ernaux. Vert er að geta þess að hinn palestínsk-íslenski Mazen Maarouf var einn þrettán höfunda sem til- nefndir voru til verðlaunanna; fyrir bók sína Brandarar handa byssu- mönnum. Hún kom út á íslensku í fyrra í þýðingu Ugga Jónssonar. AFP Gleði Skáldkonan Jokha Alharthi að vonum ánægð með verðlaunin. Alharthi hlýtur Man Booker-verðlaunin Söngkonan Kristín Stefánsdóttir heldur tónleika í kvöld í Bæj- arbíói í Hafnarfirði og flytur lög Norah Jones ásamt hljómsveit og bakröddum. „Við héldum tvenna Burt Bacharach-tónleika í fyrra sem voru mjög glæsilegir og vel heppnaðir. Það hvatti okkur til að halda áfram og fyrir valinu varð Norah Jones. Við erum með frábært tónlistarfólk með okkur nú sem áður og óhætt að lofa að þessir tónleikar verði ekki síður glæsilegir,“ segir Kristín í til- kynningu. Hún segir gaman og krefjandi að syngja lög Jones, þau þurfi ákveðna dýpt og tengingu svo þau skili sér. Hlynur Þór Agnarsson útsetur lögin og alls verða flytjendur 12 á tónleikunum. Meðal laga sem flutt verða eru „Don’t know why“, „Sunrise“ og „Come away with me“. Tónleikarnir hefjast 23. maí og miðasala er á midi.is. Söngkona Kristín Stefánsdóttir er bæði tannlæknir og söngkona. Kristín syngur lög Norah Jones Skoffín er nýjasta viðbótin ínokkuð skemmtilega ís-lenska dægurlagahefð semsegja má að eigi að ein- hverju leyti uppruna sinn í meistara Megasi. Sprengjuhöllin var ein af fyrstu sveitunum sem fetuðu þessi fótspor frumlegra útsetninga og gáfulegra laga- og textasmíða með góðri slettu af húmor. Í kjölfarið er- um við búin að heyra í Jakobín- urínu og Grísalappalísu með við- komu í Moses Hightower og mörgum til viðbótar að sjálfsögðu. Þótt þessar sveitir séu ólíkar innbyrðis eiga þær það þó sameiginlegt að vera eins konar spegill á samtímann og ekki síst á ungt fólk og það sem það er að finna fyrir og upplifa, og nú er sumsé komið að Skoffíni að spegla samtímann fyrir okkur. Platan hefst með frábæru lagi, „Skoffín flytur í borgina“, sem gef- ur tóninn um hvers lags plata er þarna á ferð. Hljómurinn er góður en inniheldur samt hrátt yfirborð og heilbrigðan skammt af unglinga- mótþróa. Maður fær strax á tilfinn- inguna að þetta sé þroskasaga ungs manns sem er nýfluttur í borgina og lögin tíu sem birtast manni hvert af öðru eru eins og svipmyndir úr lífi hans. Hann sefur hjá og fer í veislur og reynir að komast af í ringluðum heimi borgarinnar sem gefur og tekur orku. Lagið „Sígarettur og vín“ er virki- lega skemmtileg innsýn í gott partí og „Bína Bína“ hljómar eins og fullkomið brúðkaup Megasar og Grísalappalísu. En svo eru lög sem eru alveg ótrúlega skrýtin í samhenginu. Lagið „Risar“ hljómar til dæmis eins og eitthvert lag með 200.000 naglbítum en svo tekur rosaleg ef- fektasúpa lagið yfir og þá er það orðið að Skoffíns-lagi aftur. Titillag plötunnar, „Skoffín bjargar heim- inum“, er píanóballaða með strengjaútsetningu en það er eitt- hvað undarlegt á seyði í því og text- inn dulur og dapur. „(Ekki) Leon- ard C“ er með ótrúlega óvæntri þögn aftarlega í laginu, og í lokalagi plötunnar, „Stökur“, er Jóhannes Bjarki einn með gítar að syngja daprar ástarvísur og svo brestur röddin og allir hlæja og platan er búin. Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið týnd í þessum heimi Skoff- íns, en ef til vill er það nákvæmlega það sem Skoffín vill að hlustendur hans séu. Platan er alls ekki heil- steypt, en það kemur samt ekkert endilega að sök. Góðu lögin eru svakalega góð og skrýtnu lögin á móti alveg verulega skrýtin. Text- arnir eru á íslensku og skipta máli og fyrir fróðleiksfúsa menningar- grúskara er Skoffín vel þess virði að rannsaka betur. Skoffín bjargar heiminum er samt líklega ekki að fara að bjarga heiminum en gæti hrist upp í hlustendum og haft góð áhrif á sköpunargáfuna. Ljósmynd/Hugi Ólafsson Spegill Skoffíns Geisladiskur Skoffín – Skoffín bjargar heiminumbbbmn Skoffín er Jóhannes Bjarki Bjarkason Thelion sem semur lög og texta, syngur og leikur á píanó. Gítarar: Bjarni Daníel og Sigurpáll Viggó Snorrason; bassi: Auðunn Orri Sigurvinsson; trommur og píanó: Andrés Þór Þorvarðarson; fiðla: Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir; selló: Freyja Jónsdóttir; trompet: Kári Hrafn Guð- mundsson; saxófónn: Kári Ísleifsson. Tekið upp í Stúdíó Sýrlandi haust og vetur 2018 af Örlygi Steinari Arnalds. Post-dreifing gefur út, 2019. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Skoffín Jóhannes Bjarki Bjarkason Thelion kallar sig Skoffín. Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmason- ar, Hvítur, hvítur dagur, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 16. maí, hefur hlotið prýði- legar viðtökur gagnrýnenda sem lofa sérstaklega frammistöðu Ingv- ars E. Sigurðssonar sem fer með aðalhlutverkið í myndinni. Ingvar hlaut í gær verðlaun sem besti leik- arinn á Critic’s Week, einum hluta hátíðarinnar í Cannes. Gagnrýn- endur The Hollywood Reporter og Screen International eru báðir já- kvæðir í umsögnum sínum. Framleiðandi myndarinnar, Ant- on Máni Svansson, segir að frum- sýningin hafi gengið vonum framar og að spenna hafi verið í loftinu og mikið hlegið en einnig hafi fallið tár. Anton segir blaðamann Screen Int- ernational, Wendy Mitchell, hafa skrifað á samfélagsmiðlum að myndin væri meðal þeirra mest um- töluðu á hátíðinni og að gagnrýn- andi MUBI hafi lýst myndinni svo að hún væri sú sem mest hefði reynt á taugar hennar og tilfinn- ingar af þeim sem hún hefði séð á hátíðinni. Myndin fjallar um lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést af slysförum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástar- sambandi við eiginkonu hans. Sýn- ingar á Íslandi hefjast 6. september. Samstarfsmenn Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir sem fer með hlutverk dóttur hans í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur. Ingvar E. Sigurðsson verðlaunaður í Cannes Ljósmynd/Pierre Claudevelle
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.