Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 58
Brooks Koepka » Árangur á risamótunum frá því hann braut ísinn með sigri á Opna bandaríska 2017. » Opna bandaríska 2017: 1. sæti. » Opna breska 2017: 6. sæti, PGA-meistaramótið 2017: 13. sæti. » Masters 2018: Meiddur, Opna bandaríska 2018: 1. sæti, Opna breska 2018: 39. sæti, PGA-meistaramótið 2018: 1. sæti. » Masters 2019: 2. sæti, PGA- meistaramótið 1. sæti. GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Á tímum þegar spekingar telja að samkeppnin hafi aldrei verið jafn mikil í golfíþróttinni hefur Banda- ríkjamaðurinn Brooks Koepka tek- ið sig til og unnið fjögur af síðustu átta risamótum í golfi sem hann hefur tekið þátt í. Koepka hefur nú unnið tvö risamót tvö ár í röð, Opna bandaríska meistaramótið og PGA-meistaramótið sem hann vann á sunnudaginn. Þar setti hann met en enginn annar hefur varið tvo risatitla á sama tíma. Brooks Koepka er 29 ára gamall og ólst upp í West Palm Beach á Flórída. Á þeim slóðum skortir ekki golfvelli og hélt hann sig í sínu heimaríki á háskólaárunum. Keppti þá fyrir Florida State en enginn íslenskur kylfingur hefur keppt fyrir þann skóla í golfi þótt íslensku kylfingarnir hafi verið nokkuð víða í háskólagolfinu. Koepka vann þrjú háskólamót og fékk þann heiður að vera til- nefndur sem All American. Hann sást fyrst á stóra sviðinu á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2012. Komst þá inn sem áhuga- maður en vakti ekki sérstaklega mikla athygli þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð kepp- enda. Var á Áskorendamótaröðinni Þrátt fyrir að vel hafi gengið í háskólagolfinu er langt frá því sjálfsagt að komast inn á stóru mótaraðirnar eins og íslenskir kylfingar þekkja. Koepka var víð- sýnni en margir bandarískir kylf- ingar og reyndi þá fyrir sér á Áskorendamótaröð Evrópu árið 2012. Þar hefur Birgir Leifur Haf- þórsson átt keppnisrétt árum sam- an og Axel Bóasson átti þar keppnisrétt í fyrra. Morgunblaðið sendi Birgi fyrirspurn um hvort hann hefði einhvern tíma verið með Koepka í ráshópi eða haft af honum einhver kynni árið 2012. Svo var ekki og Birgir sagðist ekki hafa rætt við hann að ráði en lýsti honum sem mjög vingjarnlegum. Lét Birgir þess jafnframt getið að kollegarnir hefðu einnig borið Ko- epka vel söguna, til dæmis Bret- arnir. Svo virðist sem Koepka hafi lengi haft það í sér að landa sigr- um á golfmótum þegar færi gefst. Hann sigraði þrívegis á Áskor- endamótaröðinni og fékk þá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Alls hefur hann unnið fjögur mót á Áskorendamótaröðinni, tvö á jap- önsku mótaröðinni, fimm á Evr- ópumótaröðinni og sex á PGA- mótaröðinni en þangað færði hann sig árið 2014. Hinn 1. febrúar 2015 vann hann sitt fyrsta mót á PGA. Hraður uppgangur Koepka á þess- um tíma sýnir hversu hratt hlut- irnir geta gerst í golfinu þegar hæfileikaríkir og vinnusamir kylf- ingar komast á bragðið. Eyddi nánast spennunni Koepka er sterkur á taugum þegar spennan er mikil eins og sást þegar hann vann fyrstu þrjú risamótin. Honum hefur stundum verið líkt við vél og þá ekki síst á fyrri 36 holunum á PGA-meist- aramótinu á fimmtudag og föstu- dag. Bethpage Black-völlurinn þótti svo erfiður viðureignar að þeir sem náðu að komast undir parið voru ánægðir með það. Ko- epka hafði þá spilað á 63 og 65 höggum og fór langt með að eyða allri spennu í mótinu. Búist var við að Koepka og fleiri högglangir kylfingar myndu vera í baráttunni um sigurinn en enginn bjóst við slíku skori. Á lokadeginum sýndi „vélin“ hins vegar á sér mannlega hlið. Taugaveiklun greip um sig á síðari hluta lokahringsins. Fékk Koepka fjóra skolla í röð frá 11.-14. holu. Var hann þá á 9 undir pari samtals en á sama tíma hafði Dustin John- son fengið fugl á 15. holu. Var Johnson þá á 8 undir pari. Á 14. flötinni byrjuðu áhorfendur að kalla „D.J., D.J. D.J.“ í þeim til- gangi að láta Koepka vita hvern þeir styddu í toppbaráttunni. Af svipbrigðum Koepka að dæma virt- ist honum bregða örlítið við þessa kveðju. Johnson lenti hins vegar fljótt í vandræðum sjálfur og því hélst þessi spenna ekki og Koepka fékk andrými til að landa sigrinum. Er þetta líklega í fyrsta skipti sem taugaveiklun sést hjá Koepka þeg- ar hann berst um sigur. „Vélin“ sýndi mannlega hlið  Brooks Koepka hefur sigrað á fjórum af síðustu átta risamótum sem hann hefur tekið þátt í  Áhorfendur í New York tóku afgerandi afstöðu með Johnson AFP Tilfinningar Brooks Koepka fagnar sigrinum á sunnudaginn. Eitt ogannað 58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.  Arnar Freyr Arnarsson er í liði árs- ins í sænsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik en þjálfarar og fyrirliðar í deildinni ásamt fjölmiðlum tóku þátt í valinu. Arnar Freyr var valinn besti línumað- urinn og er hann eini leikmaður Kristi- anstad sem er í liði ársins en Kristi- anstad, meistarar síðustu fjögurra ára, voru óvænt slegnir út af liði Al- ingsås 3:0 í undanúrslitunum. Arnar Freyr hefur spilað sinn síðasta leik með Kristianstad en hann gengur í sumar í raðir danska úrvalsdeildarliðs- ins GOG og verður þar samherji horna- mannsins Óðins Þórs Ríkharðssonar.  Þrír íslenskir kylfingar hefja leik í dag á mótum á sterkustu mótaröðum heims í golfíþróttinni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á Pure Silk mótinu í Virginíu á LPGA-mótaröðinni þeirri sterkustu í heimi. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR verða bæði á mótum á Evrópumótaröð- inni, þeirri sterkustu í Evrópu. Jabra Open heitir mótið hjá Valdísi og er leikið í Evi- an-les-Bains í Frakklandi Guðmundur Ágúst mun spila á Made in Den- mark sem fer fram í Danmörku eins og nafnið gefur til kynna, nánar til- tekið í Silke- borg. Ólympíufarinn Freydís Halla Ein- arsdóttir hefur ákveðið að „leggja keppnisskíðin á hilluna í bili,“ eins og hún orðar það sjálf. Þessi 24 ára landsliðskona í alpagreinum hefur sinnt sinni íþrótt samhliða háskólanámi í Bandaríkjunum, og stefnir nú á frekara nám og störf erlendis. Freydís keppti meðal annars á Vetrarólympíuleikunum 2018 og á fjórum heimsmeistaramótum. Hún vann meðal annars sjö Íslands- meistaratitla í flokki fullorðinna; í svigi, stórsvigi og samhliðasvigi. Freydís Halla lætur gott heita Ljósmynd/SKÍ S-Kórea Freydís Halla Einarsdóttir á Vetrarólympíuleikunum 2018. Craig Pedersen hefur valið tólf manna landsliðshóp Íslands sem leikur í körfubolta karla á Smá- þjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar þeir hefjast í næstu viku. Mikil forföll eru en alls gátu 13 leikmenn ekki gefið kost á sér vegna anna með sínum félagsliðum, meiðsla eða af öðrum ástæðum. Meðalaldur íslenska hópsins er lágur eða aðeins 24,2 ár. Tveir í hópnum hafa ekki leikið landsleik, þeir Hilmar Smári Henningsson úr Haukum og Halldór Garðar Her- mannsson úr Þór Þorlákshöfn. Ungt landslið til Svartfjallalands Ljósmynd/SKÍ Nýliði Halldór G. Hermannsson spilar brátt sína fyrstu landsleiki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.