Morgunblaðið - 23.05.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir pír-ataþingmaður veittist sem
kunnugt er að Ásmundi Friðrikssyni
og hafði uppi alvarlegar ásakanir um
að hann hefði dregið sér fé. Málið fór
fyrir siðanefnd þings-
ins, sem píratar höfðu
fram að því verið afar
ánægðir með, og taldi
nefndin að Þórhildur
hefði gerst brotleg við
siðareglur með um-
mælum sínum.
Þórhildur varð hinversta við þessa
niðurstöðu og hið
sama má segja um
aðra pírataþingmenn.
Einn þeirra, Björn
Leví Gunnarsson,
sýndi þá smekkvísi að endurtaka orð
Þórhildar í ræðustóli þingsins í fyrra-
dag.
Svo gerðist það í gær að HelgiBernódusson, skrifstofustjóri Al-
þingis, sá sig knúinn til að senda frá
sér yfirlýsingu um málið þar sem
hann sagði starfsmönnum skrifstofu
Alþingis þungbært að sitja undir
ásökunum um að greiða tilhæfulausa
reikninga og gæta ekki að meðferð
almannafjár.
Sagði Helgi að skrifstofa þingsinshefði „engin gögn sem benda til
þess að rangt hafi verið haft við og
röngum eða tilhæfulausum reikn-
ingum verið skilað inn til endur-
greiðslu. Skrifstofan gerir at-
hugasemdir ef skil á gögnum eru
ekki í samræmi við gildandi reglur
hverju sinni. Þegar þetta tiltekna mál
kom til forsætisnefndar í annað sinn
gerði skrifstofan á ný athugun á akst-
ursbók Ásmundar en þar var ekkert
að finna sem vakti grun um misferli.“
Ætli þingmenn pírata biðjist af-sökunar á framgöngu sinni?
Það er því miður ekki líklegt.
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Sallafínir
siðapostular
STAKSTEINAR
Helgi
Bernódusson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Útlit er fyrir norðanátt og slyddu,
jafnvel snjókomu um norðaustan-
vert landið eftir helgi, samkvæmt
spá Veðurstofu Íslands.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur heldur úti síðunni blika.is og
vekur þar athygli á því að það geti
gerst að hánorrænt heimskautaloft
berist hingað snemma sumars. Sú
staða blasi nú við og frá því fyrir
helgi hafi Evrópska reiknimiðstöðin
gert ráð fyrir því með um 60-70%
líkum að mjög kaldur kjarni berist
hingað á sunnudag eða mánudag frá
ströndum Austur-Síberíu. Gangi
þetta eftir verði sólarhringshitinn á
Akureyri um frostmark á laugardag
og eins til þriggja stiga frost á
mánudag og þriðjudag.
Enn óvissa
„Ennþá ríkir svolítil óvissa með
þetta,“ segir Einar í samtali við
Morgunblaðið. Spurning sé hvert
kuldapollurinn fari. Í fyrstu spám
hafi verið gert ráð fyrir að hann hitti
beint á landið með snjókomu og
kulda en nú geri spár frekar ráð fyr-
ir því að kjarninn fari fyrir austan
land en strjúkist við það. Því muni
kólna, sérstaklega á Norður- og
Norðausturlandi.
„Það kólnar um allt land og jafn-
vel verða frostnætur syðra,“ segir
Einar. Bætir við að líklegt sé að það
snjói í fjöll og hugsanlega í byggð-
um. „Þetta er dæmigert vorhret.“
Í pistli sínum á blika.is í gær segir
Einar að hiti frá 4. apríl til 21. maí
suðvestanlands hafi verið rúmlega
2,5 stigum yfir meðallagi sömu daga
og meira en 1,5 stigum hærri miðað
við undanfarin tíu ár. Vorkoma og
gróðurframvinda hafi verið eindreg-
in, rignt hafi annað slagið og rekja
því næg. Þrjár frostnætur hafi verið
það sem af er maí og ekki haft sýni-
leg áhrif á gróður. steinthor@mbl.is
Snjókoma í kortun-
um um helgina
Hánorrænt heim-
skautaloft frá Aust-
ur-Síberíu á leiðinni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Spáð er frosti og jafnvel
snjókomu fyrir norðan og austan.
Lítil skjálftahrina hófst í Öskju norðan Dyngju-
fjalla síðastliðinn mánudag. Allir eru skjálftarnir
undir þremur stigum og ekkert sem bendir til auk-
innar gosvirkni.
Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir
virkni þessa „ekki óvenjulega“ og að svæðið sé
þekkt fyrir hrinur ár hvert, enda virkt eld-
fjallasvæði.
„Við fylgjumst auðvitað með þessari virkni og
staðsetjum skjálftana. Ef upp koma einhverjir stór-
ir skjálftar sendum við strax frá okkur tilkynningu
en eins og staðan er núna virðist svæðið hafa róast
ansi mikið, það var mun meiri virkni á mánudag og
þriðjudag,“ sagði sérfræðingur Veðurstofunnar í
samtali við Morgunblaðið.
Lítil skjálftahrina mældist í Öskju
Eldstöð Ekki er búist við gosi í Öskju norðan Dyngjufjalla.
Karlmaður á þrítugsaldri hefur
verið dæmdur í fjögurra ára
fangelsi í héraðsdómi fyrir að
hafa á um 20 mánaða tímabili
villt á sér heimildir í samskiptum
við konu á samfélagsmiðlinum
Snapchat, fengið hana til að
senda sér nektarmyndir og notað
þær til að kúga hana til kynmaka
með öðrum mönnum. Maðurinn
var einnig fundinn sekur um að
hafa nauðgað konunni í tvígang
þegar hún var með bundið fyrir
augun og hélt að hann væri ann-
ar maður.
Fjögurra ára dómur
fyrir brot gegn konu