Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 59
SMÁÞJÓÐALEIKAR Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ísland sendir 120 keppendur auk um 50 starfsmanna til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem settir verða í Svartfjallalandi á mánu- dagskvöld. Um er að ræða stærsta fjölliðamót sem haldið hefur verið í Svartfjallalandi sem nú tekur þátt í leikunum í fjórða sinn. Kepp- endafjöldi Íslendinga er svipaður og á undanförnum leikum en að sögn Örvars Ólafssonar, aðalfar- arstjóra íslenska hópsins, helst fjöldi þátttakenda nokkuð í hendur við framboð íþróttagreina á hverj- um leikum fyrir sig. Alls verða þátttakendur um 1.000 frá átta þjóðum á leikunum sem slitið verð- ur laugardagskvöldið 1. júní. Auk Íslands og Svartfjallalands taka íþróttamenn frá Mónakó, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Möltu og San Marínó þátt. Keppnisgreinar leikanna verða tíu og taka Íslendingar þátt í átta, blaki, borðtennis, frjálsíþróttum, körfuknattleik, júdó, skotfimi, sundi og tennis. Íslendingar taka ekki þátt í strandblaki og úti-boccia sem er vinsæl íþróttagrein víða við Miðjarðarhafið en hefur ekki skotið rótum hér á landi. Að þessu sinni verður bryddað upp á þeirri nýjung í sundkeppn- inni að keppt verður í 50 metra sundi. Fram til þessa hefur 100 metra sund verið stysta vegalendin í sundkeppninni. Reikna má með að viðbótin verði vatn á myllu íslenska sundfólksins sem alla tíð hefur ver- ið sigursælt á Smáþjóðaleikunum. „Smáþjóðaleikarnir eru fjöl- mennasta íþróttamót sem Íþrótta- og Ólympíusambandið sendir kepp- endur á. Þátttaka í leikunum skipt- ir verulegu máli fyrir íþróttalífið hér á landi,“ sagði Örvar í samtali við Morgunblaðið. „Leikarnir hafa ekki aðeins verið kærkominn við- burður fyrir margt okkar fremsta íþróttafólk heldur hefur einnig skapast vettvangur fyrir fagteymi íþróttahreyfingarinnar til þess að öðlast reynslu til að takast á við enn stærri viðburði eins og til dæmis Ólympíuleika,“ sagði Örvar. Allir vilja taka þátt Nokkrir af allra fremstu íþrótta- mönnum Íslendinga um þessar mundir taka þátt í leikunum. Má þar nefnda frjálsíþróttafólkið Anítu Hinriksdóttur, Ásdísi Hjálmsdóttur og Guðna Val Guðnason og sund- mennina Anton Svein McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttur. „Það er afar jákvætt að okkar fremsta íþróttafólk taki þátt í leikunum jafnvel þótt þau geti á sama tíma valið úr fleiri mótum og hugsanlega sterkari. Öll þekkja þau hvað leik- arnir standa fyrir og vilja með þátt- töku sinni vera hluti af leikunum og taka þátt og mynda þá skemmti- legu stemningu sem fylgir leik- unum, meðal annars vegna þess að þar blandast saman margar íþróttagreinar sem ekki er endilega mikill samgangur á milli dags- daglega. Auk þess þá getur þátt- taka í leikunum skipt máli þegar kemur að undirbúningi og þátttöku í enn stærri mótum eins og Ólymp- íuleikum,“ sagði Örvar ennfremur. Íslendingar sigursælir Smáþjóðaleikarnir voru fyrst haldnir 1985 og hafa síðan farið fram annað hvert ár í einhverju þeirra landa sem eiga aðild að og getið er um hér að framan. Íslensk- ir íþróttamenn hafa ævinlega verið í fremstu röð á leikunum og tekið þátt í flestum greinum sem end- urspeglast vel í að Íslendingar eru í þriðja sæti í röðinni yfir sigursæl- ustu keppnisþjóðir leikanna, skammt á eftir Lúxemborg og Kýp- ur. Svartfellingar, sem nú senda keppendur í fjórða sinn, verða gestgjafar leikanna í fyrsta skipti. Mikil íþróttahefð ríkir í Svartfjalla- landi og eins í hinum grannríkj- unum sem áður mynduðu sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavíu. Örvar segir að Svartfellingar sendi sterkara keppnislið til leiks en nokkru sinni áður enda á heima- velli. Heimamennn ætla að vera sigursælir á heimavelli, ekki aðeins í blaki og í körfuknattleik þar sem þeir standa vafalítið fremstir meðal jafningja heldur einnig í öðrum greinum. Eins er víst að Lúx- emborg sendi harðsnúnari keppn- issveit til leiks en oft áður. Ástæð- an er sú m.a. að mikill uppgangur hefur verið í íþróttalífi Lúx- emborgar á undanförnum árum sem hefur m.a. skilað sér í fleiri keppendum á Ólympíuleikum. Góð aðstaða Örvar segir að öll aðstaða til keppni sé fyrsta flokks í Svart- fjallalandi. Eins verði aðbúnaður til fyrirmyndar þar sem allir þátttak- endur munu búa á sama svæði. Þá sé ekki ýkja langt frá gististað að keppnisstöðum. Helst að það sé nokkur vegalengd frá Budva, þar sem gist er, og til höfuðborgarinnar Podgorica þar sem sundkeppnin fer fram. Fyrir vikið hefur sund- keppnin verið stytt um einn dag en hver keppnisdagur stendur lengur yfir en áður til viðbótar við að und- ankeppnin verður felld niður. Auk Podgorica fer keppnin fram í Bar, Tivat og Cetinje, allt við Adríahafs- strönd Svartfjallalands. „Það verður gaman að bera okk- ar íþróttafólk saman við þá sveit sem heimamenn senda til leiks vegna þess að vitum að Svartfell- ingar senda sitt femsta íþróttafólk í allar greinar. Samkeppnin verður meiri nú en nokkru sinni áður. Til- koma Svartfellinga á Smáþjóðaleik- um hefur styrkt leikana. Sem dæmi má nefna að Svartfellingar eru mjög framarlega meðal Evr- ópuþjóða í körfuknattleik og blaki,“ segir Örvar. Íslenski hópurinn fer í beinu leiguflugi með Icelandair til Podgo- rica, höfuðborgar Svartfjallalands, á sunnudag. Ákveðið var að fara með leiguvél til að auðvelda ferða- lagið eftir slæma reynslu sem menn búa að frá leikunum í San Marínó fyrir tveimur árum þegar keppendur lentu í töfum og urðu jafnvel strandaglópar vegna verk- falla í flugi í Evrópu og misstu þar af leiðandi af tengiflugi áfram til San Marínó. Dæmi voru jafnvel um að keppendur færu beint af flug- velli á Ítalíu og í keppni lítt eða ósofnir og jafnvel hafði farangur þeirra orðið einhvers staðar eftir á leiðinni. Örvar segir beint leiguflug með hópinn koma ekki síður fjár- hagslega út fyrir ÍSÍ, auk þess sem það auðveldar mjög skipulagningu ferðarinnar og auðveldar flutning á öllum þeim varningi sem fylgir þátttökunni. Sérsambönd ÍSÍ höfðu tækifæri allt þar til í fyrradag til þess að til- kynna hverja þau senda á leikana fyrir Íslands hönd. „Spennan er jafnt og þétt að aukast eftir sem nær dregur brottför okkar. Ég verð ekki var við annað en eft- irvænting ríki meðal allra sem fyrir að taka þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í byrjun næstu viku,“ sagði Örvar Ólafsson, að- alfararstjóri íslenska íþróttahóps- ins. Með honum í fararstjórn verða Halla Kjartansdóttir og Ragna Ingólfsdóttir, starfsmenn ÍSÍ, en sú síðarnefnda er þrautreynd keppniskona og ólympíufari. Mæta snarpari mótspyrnu heimamanna að þessu sinni  Svartfellingar gestgjafar Smáþjóðaleika  Á annað hundrað Íslendinga með Morgunblaðið/Golli Hátíð Smáþjóðaleikarnir fóru síðast fram hér á landi fyrir fjórum árum. Setningarhátið leikanna var litrík. ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is GLÁMUR Dvergarnir R Dvergurinn Glámur er 35 cm á hæð, vegur 65 kg og er með innsteypta festingu fyrir 2“ rör Öflugur skiltasteinn fyrir umferðarskilti Kristófer Acox, landsliðs- maður í körfuknattleik, var í for- vitnilegu viðtali í Sunnudags- Mogganum hinn 11. maí. Var viðtalið lipurlega skrifað af Orra Páli Ormarssyni, sem Róbert Örn Hjálmtýsson, tónlist- armaður, kallar „Maradona lykla- borðsins.“ Kristófer ræddi þar meðal annars um föður sinn Terry Acox sem lék hér á landi um tíma með ÍA. Mikill háloftafugl eins og Ein- ar Bollason myndi orða það og troðslukóngur á sínum tíma. Ég sá Terry leika með ÍA gegn Bolvíkingum í 1. deildinni þegar ég var í grunnskóla. Er það eft- irminnilegt vegna þess að kapp- inn braut aðra körfuna í musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík í einni troðslunni. Orðatiltækið að góð ráð séu dýr átti þar einstaklega vel við. Á sunnudegi um hávetur í einni nyrstu byggð í heimi er ekki hlaupið að því að finna aðra körfu til að síga niður úr loftinu í íþróttahúsinu. Varla er heldur boðlegt að fresta leiknum með tilheyrandi vinnutapi fyrir áhugamenn sem komnir eru um langan veg frá Akranesi. Leifur Garðarsson dómari fór ekki á taugum. Vopnaður máln- ingarteipi úr verslun JFE teipaði hann línur sem þurfti til þess að spila á körfur sem voru þversum í íþróttahúsinu. ÍA og UMFB luku því leiknum með því að spila þversum. Lið Skagamanna átti eftir að koma verulega á óvart í efstu deild á árunum eftir þetta. Fór í bikarúrslit og undanúrslit Íslandsmótsins. Terry er löngu hættur og son- urinn tekinn við háloftasýn- ingum en Leifur er enn að dæma og stendur sig vel. Sjálfur hef ég lokið grunnskólanum og náði samræmdu prófunum. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.