Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 37

Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hlökkum til að sjá þig! Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hinn 85 ára gamli hverfill gömlu Gufustöðvarinnar í Bjarnarflagi er hættur að snúast og hefur þar með lokið hlutverki sínu. Gamla gufustöðin í Bjarnarflagi hóf vinnslu rafmagns árið 1969 og er hún elsta jarðhitastöð Íslands. Vélasamstæðan er af gerðinni British Thomson-Houston (BTH), en hún hafði áður verið rekin í sykurverksmiðju í Bretlandi frá árinu 1934. Gamla vélasamstæðan hafði gefið verulega eftir undan- farin ár og var svo komið að hún framleiddi lítið rafmagn og var orðin varasöm að vinna við. Landsvirkjun samdi við fyrir- tækið Green Energy Geothermal (GEG) um að endurnýja vélbúnað gömlu gufustöðvarinnar og hófst sú vinna í fyrra. Uppsetning á vélbúnaði hófst í júnímánuði í fyrra og lauk henni í febrúar sl. Prófanir á endurnýj- aðri stöð hefjast nú í maí og stefnt er að því að stöðin verði komin í rekstur í sumar. Með tilkomu endurnýjaðrar Gufustöðvar eykst afhendingaröryggi raforku í Mý- vatnssveit, að því er fram kemur í fréttabréfi Mývatnssvæðis, á vef Landsvirkjunar. Ný aflvél nýtir sama gufumagn og sú eldri gerði, en þar sem nýtni hennar er mun betri en þeirrar gömlu er málafl nýju vélarinnar 5 MW. Umsókn um endurnýjað virkjunarleyfi hefur verið í ferli hjá Orkustofnun. Þá hefur verið sótt um nýtingarleyfi á jarðhita- auðlindinni til Orkustofnunar. Mikil þróun hefur verið í nýt- ingu jarðvarma á þessum 50 árum og hefur uppsett afl til raforku- vinnslu úr jarðvarma meira en 200-faldast frá því að fyrstu skref- in voru tekin í Bjarnarflagi, segir Steinn Ágúst Steinsson, stöðvar- stjóri Mývatnssvæðis, m.a. í fréttabréfinu. Fram kemur í svari Landsvirkj- unar við fyrirspurn Morgunblaðs- ins að gamla vélasamstæðan er nú í geymslu í Bjarnarflagi. Ekki er ljóst hvað verður gert við hana en kannaður verður áhugi fyrir því að varðveita hana í ljósi þess að þetta er fyrsti gufuhverfillinn (túrbína) sem notaður var til rafmagnsfram- leiðslu á Íslandi. Nær aldar gamall hverfill úr umferð  Gufustöðin í Bjarnarflagi er elsta jarðhitastöð Íslands Ljósmynd/Landsvirkjun Búnaður Eftir langa og dygga þjónustu eru hjólin hætt að snúast. 200 trjábolir Um 200 trjábolum af ýmsum stærðum var hlaðið í gáminn. Mörg tonn Rekatimbrið, sem sent er til Berlínar, vegur hátt í 9 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.