Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Side 1

Skessuhorn - 18.03.2015, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 12. tbl. 18. árg. 18. mars 2015 - kr. 750 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Þemadagur NordGen-skog og fagráðstefna skógræktar fór fram í Borgarnesi í síðustu viku, dagana 11.-12. mars. Vesturlandsskógar voru gestgjafar á þessari ráðstefnu en þátttakendur voru fagfólk úr geiranum, innlent auk erlendra gesta. Alls tóku 111 þátt í ráðstefnunni, sem þykir nokkuð gott í ljósi þess að ein af vetrarlægðunum gekk yfir landið á svipuðum tíma og gestirnir voru að mæta. Meðfylgjandi mynd var tekin í kynnisferð sem farin var í tengslum við ráðstefnuna í Einkunnir ofan við Borgarnes. Sjá nánar spjall við Sigríði Júlíu framkvæmda- stjóra Vesturlandsskóga bls. 51. mm/ Ljósm. Edda S. Oddsdóttir. Mikið foktjón um allt Vesturland Eldri hlaða og sambyggt fjós á bæn- um Hvítanesi undir norðanverðu Akrafjalli splundruðust í ofsaleg- um vindhviðum sem skullu á bæn- um snemma á laugardagsmorg- un. Mildi þykir að feðgar sem voru við gegningar í húsunum slösuðust ekki þegar veggir tóku að falla. Frá- sögn af þessu og foktjóni víða um Vesturland má lesa í Skessuhorni í dag. Á meðfylgjandi mynd eru Guð- jón Friðjónsson frá Hóli í Svína- dal, Marinó Tryggvason og Jón Þór Marinósson í Hvítanesi með rúst- ir úthúsanna í bakgrunni. Guðjón býr á Akranesi en kemur daglega í Hvítanes til að hjálpa til við bústörf- in. Þegar óveðrið dundi yfir á laug- ardaginn varð hann veðurtepptur á Akranesi. Að öðrum kosti hefði hann nær örugglega verið með við gegningar og lent í hættu þegar húsin féllu. Þeir feðgar Marinó og Jón Þór stóðu í og við dyragættina sem sést til vinstri á myndinni þeg- ar veggir hlöðunnar hrundu. mþh Um næstu helgi verða fyrstu fermingarathafnirnar á Vestur- landi á þessu ári en líkt og fyrr verða þær fyrstu á Akranesi. Á þriðja hundrað ungmenni ferm- ast í landshlutan- um að þessu sinni. Í Skessuhorni í dag fylgir með sérblað þar sem þessara tímamóta í lífi unga fólksins er minnst. Rætt er við fermingar- börn fyrr og nú. Meðal annars er leitast við að kanna tíðarand- ann með því að ræða við einstak- ling frá hverjum áratug allt aftur til ferminga um miðja síðustu aldar. Þá er listi yfir fermingar- börn, m.a. rætt um tískuna og skreytingar og síðast en ekki síst við presta um fermingar- undirbúning- inn og hvernig hann er að breyt- ast. Auk venjubundinnar dreif- ingar er blaðið sent til ferming- arbarnanna sjálfra með kveðju frá Skessuhorni. mm Fermingar á næsta leiti Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Sýningar í LANDNÁMSSETRINU Ekki missa af SKÁLMÖLD EINARS á Söguloftinu Flytjendur feðginin Einar Kárason og Júlía Margrét Sýningar í mars Laugardagur 21. kl. 20:00 Sunnudagur 22. kl. 16:00 Laugardagur 28. kl. 20:00 “...frábær stund og minnti enn á þá einföldu staðreynd að ekkert er eins skemmtilegt og að láta segja sér spennandi sögu.” (Silja TMM) Miðapantanir í síma 437-1600 eða landnam@landnam.is SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.