Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 10

Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Starfshópur sem innanríkisráð­ herra skipaði snemma á síðasta ári um alþjónustu í fjarskiptum og út­ breiðslu háhraða nettenginga hér á landi hefur skilað skýrslu. Haraldur Benediktsson alþingismaður Sjálf­ stæðisflokksins í Norðvesturkjör­ dæmi var formaður starfshópsins en auk hans sat Páll Jóhann Páls­ son alþingsmaður í starfshópnum auk fulltrúa atvinnulífs og samtaka sveitarfélaga. „Ísland ljóstengt – landsátak í uppbyggingu fjarskipta­ innviða“ er yfirskrift skýrslunnar. Þar er að finna útfærslu á mark­ miðum í stefnuyfirlýsingu ríkis­ stjórnarinnar sem varða byggða­ mál. Segja má að um metnaðar­ full marksmið sé að ræða, jafn­ vel á heimsvísu. Lagt er til að árið 2020 verði búið að innleiða 100 Mb tengingu til 99,9% heimila í land­ inu. Einungis 120 heimili eða lög­ býli verða þá eftir, en að því stefnt að þau muni fá viðunandi lausnir með annarri tækni. „Ef þetta næst í gegn munu Íslendingar samkvæmt alþjóðastöðlum verða í forystu á heimsvísu miðað við skilgreiningu fyrir grunnþjónustu á miðlun upp­ lýsinga,“ segir Haraldur Benedikts­ son formaður starfshópsins í sam­ tali við Skessuhorn. Í tillögum starfshópsins eru lögð til fjögur markmið: 1. Aðgangur að háhraða fjarskipta­ tengingu verði grunnþjónusta sem standa skal öllum landsmönnum til boða óháð búsetu. 2. Alþjónustumarkmið eða mark­ mið í anda alþjónustu verði sett sem 100 Mb/s frá árinu 2020, ásamt til­ heyrandi gæðaviðmiðum. 3. Skilgreint verði átaksverkefni á landsvísu til sex ára (2015–2020) um uppbyggingu ljósleiðaraað­ gangsneta á svæðum þar sem mark­ aðsbrestur er til staðar. 4. Fjarskiptasjóður aðstoði þá staði með sértækum aðgerðum sem fjar­ skiptafyrirtækin geta ekki veitt net­ þjónustu. Getur skipt sköpum um framtíð byggða Tillögum í skýrslunni er skipt í tvo meginþætti. Annars vegar að breyta þurfi lögum og reglum um fjar­ skiptamarkaðinn en hins vegar um undirstöður landsátaks í uppbygg­ ingu fjarskiptakerfa sem miða að því að öll heimili og fyrirtæki eigi kost á raunverulegri háhraða net­ tengingu. Haraldur Benediktsson ritar inngang skýrslunnar og und­ irstrikar þar að megin tillaga starfs­ hópsins sé að skilgreina aðgang að háhraða nettengingu sem grunn­ þjónustu sem standa skuli öllum landsmönnum til boða óháð bú­ setu. „Uppbyggingin tryggir að­ gengi allra landsmanna að allri nú­ tíma og framtíðar fjarskiptaþjón­ ustu, hvort heldur er í atvinnu­ skyni, til almennra samskipta, náms eða afþreyingar þeirra sem búa eða ferðast um svæðin. Slík uppbygg­ ing sem hér um ræðir getur skipt sköpum um framtíð byggða, sam­ keppnishæfni þeirra og möguleika til vaxtar. Nú þegar hallar veru­ lega á þau fyrirtæki sem hafa byggt starfsemi sína í dreifðum byggðum og hafa ekki gott aðgengi að öflug­ um fjarskiptatengingum. Úr þessu er mikilvægt að bæta,“ segir Har­ aldur. Lögð áhersla á lögheimili og fyrirtæki Um næstu skref eftir að starfshóp­ urinn skilaði af sér tillögum, seg­ ir Haraldur að innanríkisráðherra verði að leggja fram drög að fjar­ skiptaáætlun í formi þingsályktun­ artillögu. Áður en til þess komi þurfi að ræða við alla hugsanlega sam­ starfsaðila og þ.m.t. sveitarfélögin í landinu. Þá þurfi að kalla eftir um­ ræðum um skýrsluna og fá viðbrögð við tillögum starfshópsins. Loks mun ráðherra í kjölfar þess leggja fram framkvæmdaáætlun sem þing­ ið tekur síðan til efnislegrar með­ ferðar. „Ég tel alveg fyllilega raun­ hæft að þessi markmið eigi að nást. Mikið af ljósleiðurum eru nú þegar til í jörðu og gerum við ráð fyrir að með samnýtingu þeirra verði sam­ legðaráhrif sem geri þetta raunhæft innan þess tímaramma sem nefndur er. Það verður væntanlega byrjað á að auglýsa eftir samstarfsaðilum og svo auglýstir styrkir til að uppfylla megi þær gæðakröfur um gagna­ magn og hraða sem stefnt er að.“ Haraldur segir að lögð verði áhersla á að tengja lögbýli og þau fyrirtæki sem eigi lögheimili í dreifbýlinu. Treyst verður á frumkvæði heima­ manna, svo sem um val á stöðum til að ná sem hagkvæmastri útbreiðslu ljósleiðara. Ekki verði lögð áhersla á sumarhúsabyggðir eða aukahús á jörðum í fyrsta áfanga. „Hins veg­ ar munu fleiri tengjast og notk­ un fleiri þýðir væntanlega lækkun kostnaðar við uppbyggingu dreifi­ kerfisins,“ segir Haraldur. mm Hörmungarástand hefur undan­ farna daga og vikur verið í netmál­ um í Eyja­ og Miklaholtshreppi en það er Hringiða sem heldur þjón­ ustunni úti. Í síðustu viku þegar net­ ið var horfið var íbúum sagt að það kæmist í lag í fyrsta lagi á sunnudag. Sigurður Hreinsson bóndi á Mið­ hrauni segir að ástandið hafi ver­ ið verst í miðsveitinni; t.d. á Hótel Rjúkanda og á næstu bæjum við sig. Sigurður segir þetta ástand algjör­ lega óviðunandi. Þau á Miðhrauni hafi t.d. umfangsmikinn rekstur sem byggi á stöðugu og góðu net­ og símasambandi. Fólk sé neytt til að fara af bæ til að greiða reikninga og sinna ýmissi þjónustu sem ein­ ungis fer fram um netið. „Það er eiginlega með ólíkindum að síma­ fyrirtækjunum takist ekki að koma sér upp búnaði sem þolir þessi veð­ ur. Þrátt fyrir margar lægðir hefur ekki verið svo hvasst að þessi tæki ættu að þola álagið,“ segir Sigurð­ ur. Hann segir ljóst að leggja verði mikla áherslu á að hefja lagningu ljósleiðara um landsbyggðina. Nú­ tíma viðskiptaumhverfi, ferðaþjón­ usta og annað beinlínis kalli á tafar­ lausar úrbætur og aukið fjarskipta­ öryggi. mm Víðtækar rafmagnsbilanir urðu á Vesturlandi í óveðrinu sem gekk yfir landið síðastliðinn laugardags­ morgun. Bilanir urðu t.d. á Hrúta­ tungulínu 1 sunnan við Borgarnes, í Andakílnum rétt ofan við Vatns­ hamra, þar sem staurastæða kubbað­ ist í sundur í óveðrinu. Þegar þann­ ig háttar til verður raforkuflutnings­ kerfið enn viðkvæmara fyrir truflun­ um en ella sem jók aftur hættu á raf­ magnsleysi. Viðgerðir tóku misjafn­ lega langan tíma, en síðustu til að fá rafmagn aftur fengu það laust eftir miðnætti sama kvöld. Þá hafði tekist að gera við línu að Syðri Hraundal í Borgarbyggð. Í Skorradal brotnuð staurar við Mófellsstaði í rokinu um morguninn og var straumlaust fram á kvöld í dalnum. Víða í Borgarfirði varð einnig straumlaust, en mislengi þó. Sömu sögu er að segja úr Döl­ um, Grundarfirði og víðar. Starfs­ menn Rarik reyndu að forgangs­ raða viðgerðum og var mikið álag á mannskapnum. Viðgerðir gengu þó vel, enda gekk veðrið niður eftir há­ degi og auðveldaði viðgerðaflokkum vinnu sína. „Rarik þakkar notendum sínum fyrir biðlundina vegna við­ gerðanna,“ segir í tilkynningu. Viðgerðarmenn frá Rarik fengu þó ekki langt frí eftir þessa törn. Að­ fararnótt mánudags urðu víðtækar rafmagnsbilanir á Snæfellsnesi og fór Snæfellsbær verst út úr því að þessu sinni, en einnig var um tíma rafmagnslaust í Grundarfirði. mm Stopult netsamband í Eyja- og Miklaholtshreppi Hér stendur yfir viðgerð á laugardaginn á háspennulínunni neðan við Vatnshamra í Andakíl. Ljósm. Helga J. Svavarsdóttir. Víða rafmagnslaust á laugardaginn Starfshópurinn skilaði í síðustu viku skýrslu til ráðherra. Stefna að ljósleiðaravæðingu landsins á fimm til sjö árum Brotnir rafmagsstaurar í landi Mófellsstaðakots í Skorradal. Ljósm. pd. Laugardaginn 7. mars síðastliðinn fór sambandsþing UMSB fram í félagsheimilinu Logalandi í Borg­ arfirði. Ágæt mæting var á þing­ ið en það sóttu 30 fulltrúar frá að­ ildarfélögum UMSB auk gesta frá UMFÍ og ÍSÍ. Það voru þeir Gunn­ ar Gunnarsson frá UMFÍ og Gunn­ ar Bragason gjaldkeri ÍSÍ. Ávörpuðu þeir þingið og fluttu kveðjur frá sín­ um félögum. Auk þess kom Hrönn Jónsdóttir úr stjórn UMFÍ á þing­ ið og sæmdi Stefán Loga Haralds­ son formann Hestamannafélags­ ins Skugga starfsmerki UMFÍ fyr­ ir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta­ hreyfingarinnar. Þingstörf gengu vel og voru fundarmenn almennt jákvæðir með uppgjör ársins 2014 og bjartsýnir á framhaldið. Ánægja var með góða fjárhagsstöðu UMSB en unnið hef­ ur verið markvisst í þeim málum undanfarin ár. Auk þess þótti þing­ fulltrúum gaman að sjá hversu vel hefur gengið að ná flestum þeim markmiðum sem sett voru við gerð stefnu UMSB sem samþykkt var á sambandsþingi 2013. Samþykkt var að setja niður ný markmið fyr­ ir UMSB á árinu 2015 og kynna á formannafundi í haust. Ekki urðu miklar breytingar á stjórn UMSB á þinginu. Sigurð­ ur Guðmundsson sambandsstjóri var kjörinn áfram í eitt ár og aðrir í stjórn eru Kristín Gunnarsdóttir gjaldkeri, Sólrún Halla Bjarnadótt­ ir ritari, Ásgeir Ásgeirsson varasam­ bandsstjóri, Þórhildur María Krist­ insdóttir meðstjórnandi, Jón Eirík­ ur Einarsson vara­varasambands­ stjóri, Aðalsteinn Símonarson vara­ ritari, Þórdís Þórisdóttir varagjald­ keri og Anna Dís Þórarinsdóttir varameðstjórnandi. þá Margt jákvætt kom fram á ársþingi UMSB Frá nefndastörfum á ársþingi UMSB. Hrönn Jónsdóttir stjórnarmaður UMFÍ ávarpar þingið.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.