Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Starfshópur sem innanríkisráð­ herra skipaði snemma á síðasta ári um alþjónustu í fjarskiptum og út­ breiðslu háhraða nettenginga hér á landi hefur skilað skýrslu. Haraldur Benediktsson alþingismaður Sjálf­ stæðisflokksins í Norðvesturkjör­ dæmi var formaður starfshópsins en auk hans sat Páll Jóhann Páls­ son alþingsmaður í starfshópnum auk fulltrúa atvinnulífs og samtaka sveitarfélaga. „Ísland ljóstengt – landsátak í uppbyggingu fjarskipta­ innviða“ er yfirskrift skýrslunnar. Þar er að finna útfærslu á mark­ miðum í stefnuyfirlýsingu ríkis­ stjórnarinnar sem varða byggða­ mál. Segja má að um metnaðar­ full marksmið sé að ræða, jafn­ vel á heimsvísu. Lagt er til að árið 2020 verði búið að innleiða 100 Mb tengingu til 99,9% heimila í land­ inu. Einungis 120 heimili eða lög­ býli verða þá eftir, en að því stefnt að þau muni fá viðunandi lausnir með annarri tækni. „Ef þetta næst í gegn munu Íslendingar samkvæmt alþjóðastöðlum verða í forystu á heimsvísu miðað við skilgreiningu fyrir grunnþjónustu á miðlun upp­ lýsinga,“ segir Haraldur Benedikts­ son formaður starfshópsins í sam­ tali við Skessuhorn. Í tillögum starfshópsins eru lögð til fjögur markmið: 1. Aðgangur að háhraða fjarskipta­ tengingu verði grunnþjónusta sem standa skal öllum landsmönnum til boða óháð búsetu. 2. Alþjónustumarkmið eða mark­ mið í anda alþjónustu verði sett sem 100 Mb/s frá árinu 2020, ásamt til­ heyrandi gæðaviðmiðum. 3. Skilgreint verði átaksverkefni á landsvísu til sex ára (2015–2020) um uppbyggingu ljósleiðaraað­ gangsneta á svæðum þar sem mark­ aðsbrestur er til staðar. 4. Fjarskiptasjóður aðstoði þá staði með sértækum aðgerðum sem fjar­ skiptafyrirtækin geta ekki veitt net­ þjónustu. Getur skipt sköpum um framtíð byggða Tillögum í skýrslunni er skipt í tvo meginþætti. Annars vegar að breyta þurfi lögum og reglum um fjar­ skiptamarkaðinn en hins vegar um undirstöður landsátaks í uppbygg­ ingu fjarskiptakerfa sem miða að því að öll heimili og fyrirtæki eigi kost á raunverulegri háhraða net­ tengingu. Haraldur Benediktsson ritar inngang skýrslunnar og und­ irstrikar þar að megin tillaga starfs­ hópsins sé að skilgreina aðgang að háhraða nettengingu sem grunn­ þjónustu sem standa skuli öllum landsmönnum til boða óháð bú­ setu. „Uppbyggingin tryggir að­ gengi allra landsmanna að allri nú­ tíma og framtíðar fjarskiptaþjón­ ustu, hvort heldur er í atvinnu­ skyni, til almennra samskipta, náms eða afþreyingar þeirra sem búa eða ferðast um svæðin. Slík uppbygg­ ing sem hér um ræðir getur skipt sköpum um framtíð byggða, sam­ keppnishæfni þeirra og möguleika til vaxtar. Nú þegar hallar veru­ lega á þau fyrirtæki sem hafa byggt starfsemi sína í dreifðum byggðum og hafa ekki gott aðgengi að öflug­ um fjarskiptatengingum. Úr þessu er mikilvægt að bæta,“ segir Har­ aldur. Lögð áhersla á lögheimili og fyrirtæki Um næstu skref eftir að starfshóp­ urinn skilaði af sér tillögum, seg­ ir Haraldur að innanríkisráðherra verði að leggja fram drög að fjar­ skiptaáætlun í formi þingsályktun­ artillögu. Áður en til þess komi þurfi að ræða við alla hugsanlega sam­ starfsaðila og þ.m.t. sveitarfélögin í landinu. Þá þurfi að kalla eftir um­ ræðum um skýrsluna og fá viðbrögð við tillögum starfshópsins. Loks mun ráðherra í kjölfar þess leggja fram framkvæmdaáætlun sem þing­ ið tekur síðan til efnislegrar með­ ferðar. „Ég tel alveg fyllilega raun­ hæft að þessi markmið eigi að nást. Mikið af ljósleiðurum eru nú þegar til í jörðu og gerum við ráð fyrir að með samnýtingu þeirra verði sam­ legðaráhrif sem geri þetta raunhæft innan þess tímaramma sem nefndur er. Það verður væntanlega byrjað á að auglýsa eftir samstarfsaðilum og svo auglýstir styrkir til að uppfylla megi þær gæðakröfur um gagna­ magn og hraða sem stefnt er að.“ Haraldur segir að lögð verði áhersla á að tengja lögbýli og þau fyrirtæki sem eigi lögheimili í dreifbýlinu. Treyst verður á frumkvæði heima­ manna, svo sem um val á stöðum til að ná sem hagkvæmastri útbreiðslu ljósleiðara. Ekki verði lögð áhersla á sumarhúsabyggðir eða aukahús á jörðum í fyrsta áfanga. „Hins veg­ ar munu fleiri tengjast og notk­ un fleiri þýðir væntanlega lækkun kostnaðar við uppbyggingu dreifi­ kerfisins,“ segir Haraldur. mm Hörmungarástand hefur undan­ farna daga og vikur verið í netmál­ um í Eyja­ og Miklaholtshreppi en það er Hringiða sem heldur þjón­ ustunni úti. Í síðustu viku þegar net­ ið var horfið var íbúum sagt að það kæmist í lag í fyrsta lagi á sunnudag. Sigurður Hreinsson bóndi á Mið­ hrauni segir að ástandið hafi ver­ ið verst í miðsveitinni; t.d. á Hótel Rjúkanda og á næstu bæjum við sig. Sigurður segir þetta ástand algjör­ lega óviðunandi. Þau á Miðhrauni hafi t.d. umfangsmikinn rekstur sem byggi á stöðugu og góðu net­ og símasambandi. Fólk sé neytt til að fara af bæ til að greiða reikninga og sinna ýmissi þjónustu sem ein­ ungis fer fram um netið. „Það er eiginlega með ólíkindum að síma­ fyrirtækjunum takist ekki að koma sér upp búnaði sem þolir þessi veð­ ur. Þrátt fyrir margar lægðir hefur ekki verið svo hvasst að þessi tæki ættu að þola álagið,“ segir Sigurð­ ur. Hann segir ljóst að leggja verði mikla áherslu á að hefja lagningu ljósleiðara um landsbyggðina. Nú­ tíma viðskiptaumhverfi, ferðaþjón­ usta og annað beinlínis kalli á tafar­ lausar úrbætur og aukið fjarskipta­ öryggi. mm Víðtækar rafmagnsbilanir urðu á Vesturlandi í óveðrinu sem gekk yfir landið síðastliðinn laugardags­ morgun. Bilanir urðu t.d. á Hrúta­ tungulínu 1 sunnan við Borgarnes, í Andakílnum rétt ofan við Vatns­ hamra, þar sem staurastæða kubbað­ ist í sundur í óveðrinu. Þegar þann­ ig háttar til verður raforkuflutnings­ kerfið enn viðkvæmara fyrir truflun­ um en ella sem jók aftur hættu á raf­ magnsleysi. Viðgerðir tóku misjafn­ lega langan tíma, en síðustu til að fá rafmagn aftur fengu það laust eftir miðnætti sama kvöld. Þá hafði tekist að gera við línu að Syðri Hraundal í Borgarbyggð. Í Skorradal brotnuð staurar við Mófellsstaði í rokinu um morguninn og var straumlaust fram á kvöld í dalnum. Víða í Borgarfirði varð einnig straumlaust, en mislengi þó. Sömu sögu er að segja úr Döl­ um, Grundarfirði og víðar. Starfs­ menn Rarik reyndu að forgangs­ raða viðgerðum og var mikið álag á mannskapnum. Viðgerðir gengu þó vel, enda gekk veðrið niður eftir há­ degi og auðveldaði viðgerðaflokkum vinnu sína. „Rarik þakkar notendum sínum fyrir biðlundina vegna við­ gerðanna,“ segir í tilkynningu. Viðgerðarmenn frá Rarik fengu þó ekki langt frí eftir þessa törn. Að­ fararnótt mánudags urðu víðtækar rafmagnsbilanir á Snæfellsnesi og fór Snæfellsbær verst út úr því að þessu sinni, en einnig var um tíma rafmagnslaust í Grundarfirði. mm Stopult netsamband í Eyja- og Miklaholtshreppi Hér stendur yfir viðgerð á laugardaginn á háspennulínunni neðan við Vatnshamra í Andakíl. Ljósm. Helga J. Svavarsdóttir. Víða rafmagnslaust á laugardaginn Starfshópurinn skilaði í síðustu viku skýrslu til ráðherra. Stefna að ljósleiðaravæðingu landsins á fimm til sjö árum Brotnir rafmagsstaurar í landi Mófellsstaðakots í Skorradal. Ljósm. pd. Laugardaginn 7. mars síðastliðinn fór sambandsþing UMSB fram í félagsheimilinu Logalandi í Borg­ arfirði. Ágæt mæting var á þing­ ið en það sóttu 30 fulltrúar frá að­ ildarfélögum UMSB auk gesta frá UMFÍ og ÍSÍ. Það voru þeir Gunn­ ar Gunnarsson frá UMFÍ og Gunn­ ar Bragason gjaldkeri ÍSÍ. Ávörpuðu þeir þingið og fluttu kveðjur frá sín­ um félögum. Auk þess kom Hrönn Jónsdóttir úr stjórn UMFÍ á þing­ ið og sæmdi Stefán Loga Haralds­ son formann Hestamannafélags­ ins Skugga starfsmerki UMFÍ fyr­ ir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta­ hreyfingarinnar. Þingstörf gengu vel og voru fundarmenn almennt jákvæðir með uppgjör ársins 2014 og bjartsýnir á framhaldið. Ánægja var með góða fjárhagsstöðu UMSB en unnið hef­ ur verið markvisst í þeim málum undanfarin ár. Auk þess þótti þing­ fulltrúum gaman að sjá hversu vel hefur gengið að ná flestum þeim markmiðum sem sett voru við gerð stefnu UMSB sem samþykkt var á sambandsþingi 2013. Samþykkt var að setja niður ný markmið fyr­ ir UMSB á árinu 2015 og kynna á formannafundi í haust. Ekki urðu miklar breytingar á stjórn UMSB á þinginu. Sigurð­ ur Guðmundsson sambandsstjóri var kjörinn áfram í eitt ár og aðrir í stjórn eru Kristín Gunnarsdóttir gjaldkeri, Sólrún Halla Bjarnadótt­ ir ritari, Ásgeir Ásgeirsson varasam­ bandsstjóri, Þórhildur María Krist­ insdóttir meðstjórnandi, Jón Eirík­ ur Einarsson vara­varasambands­ stjóri, Aðalsteinn Símonarson vara­ ritari, Þórdís Þórisdóttir varagjald­ keri og Anna Dís Þórarinsdóttir varameðstjórnandi. þá Margt jákvætt kom fram á ársþingi UMSB Frá nefndastörfum á ársþingi UMSB. Hrönn Jónsdóttir stjórnarmaður UMFÍ ávarpar þingið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.