Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 13

Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 13
13MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 SK ES SU H O R N 2 01 5 Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir fimmtudaginn 19. mars kl. 20.00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: Lifðu núna1. Ásdís Ólsen frá Hamingjuhúsinu fjallar um núvitund (mindfulness) á vinnustað Kaffihlé2. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna3. Önnur mál4. Stéttarfélag Vesturlands Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ var hald­ inn á sunnudaginn í Björgunar­ stöðinni Von í Rifi. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Á síð­ asta starfsári var ekki farið í fjár­ festingar eða endurnýjun á tækjum sveitarinnar heldur var stefnan tek­ in á að ljúka við að greiða lokaaf­ borgun af björgunarstöðinni. Sæv­ ar Sveinbjörnsson varaformaður gaf ekki kost á sér í stjórn en í hans stað var kosinn Hafþór Svanur Svans­ son. Páll Stefánsson gaf heldur ekki kost á sér í stjórn og var í hans stað kosinn Patryk Zolobow. Fram kom að nú í vikunni er von á björgun­ arskipinni Björgu eftir gagngerar viðgerðir. Formaður sveitarinnar er Viðar Páll Hafsteinsson. mm/þa Næstkomandi föstudag, 20. mars, verður Litla Listahátíðin haldin með pompi og prakt í Tónlistarskólanum á Akranesi. Þar munu koma saman ólíkar listastefnur og listamenn sem munu sýna afrakstur vinnu sinnar og sýna þar fram á hina miklu fjölbreytni sem ríkir í listalífinu á Akranesi. Hátíðin hefst með súputónleikum í hádeginu þar sem nemendur Tón­ listarskólans munu leika listir sínar og Kvennakórinn Ymur mun selja súpu á 1000 krónur. Síðar um dag­ inn verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, svo sem atriði úr komandi uppfærslu NFFA á söngleiknum GREASE, opnuð verður myndlista­ sýning og ljóðskáld munu lesa upp ljóð sín. Hefðbundin kennsla verð­ ur í húsinu en mun gestum og gang­ andi verða boðið að kíkja í heimsókn í tíma og fá að kynnast starfi skólans. Einnig verður boðið upp á skipu­ lagðar skoðunarferðir um skólann í leiðsögn starfsmanna fyrir þá sem vilja kynnast skólanum nánar. Hátíðinni lýkur svo um kvöldið með tónleikum þar sem starfsmenn Tónlistarskólans verða í forgrunni, en þar mun meðal annars verða boðið upp á franska kaffihúsatón­ list í boði hljómsveitarinnar Belle­ ville, kraumandi jazz verður flutt­ ur og tindrandi flautuleikur svo eitt­ hvað sé nefnt. Hátíðin er öllum opin og frítt inn á alla viðburði og hlökk­ um við til að sjá sem flesta. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu tónlistarskólans, www.toska.is sem og fésbókarsíðu hans. -fréttatilkynning Síðastliðinn mánudag mætti lið Grunnskóla Borgarfjarðar liði Grunnskólans á Seyðisfirði í 16 liða úrslitum spurningakeppni grunn­ skólanna. Eftir jafna og spenn­ andi keppni fór svo að Borgfirðing­ ar báru sigur úr býtum og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum. Þar mæta þeir Giljaskóla á Akur­ eyri. Lið Grunnskóla Borgarfjarðar skipa þau Magdalena Sigurðardótt­ ir, Þórður Brynjarsson, Katrín Pét­ ursdóttir og Erna Elvarsdóttir. kgk/ Ljósm. gbf Þakið fauk af gamla íbúðarhús­ inu á Sauðafelli í Dölum í óveðr­ inu síðastliðinn laugardag. Finn­ bogi Harðarson bóndi og smiður hefur verið að gera húsið upp og meðal annars notið styrks til þess frá Húsafriðunarnefnd. Í þessu sögufræga húsi var fyrsta símstöð­ in í sveitinni og margt merkilegra gripa. Þeim var þó búð að koma í örugga geymslu vegna byggingar­ framkvæmdanna. bae Ný stjórn Lífsbjargar. Aðalfundur Lífsbjargar Lið GBF í undanúrslit spurningakeppni grunnskólanna Litla Listahátíðin í Toska á föstudaginn Björn Bjarnason byggði gamla húsið á Sauðafelli í lok nítjándu aldarinnar. Myndin var tekin sumarið 2013. Ljósm. þá. Tjón á sögufrægu húsi í Dölum Þak hússins fauk af í óveðrinu. Ljósm. bae. Hjá Pacta Lögmönnum starfa á þriðja tug reyndra lögmanna á 14 starfsstöðvum víða um land. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis sveitarfélaga, fyrir- tækja, stofnana og einstaklinga. Markmið Pacta er að veita viðskiptavinum um land allt gæða lögmannsþjónustu og ráðgjöf, byggða á þekkingu, trausti og áreiðan- leika sem skilar faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum. Með samræmdu upp- lýsingakerfi og samskiptalausnum hafa lögmenn Pacta einstakan aðgang að reynslu og sérþekkingu annarra lögmanna stofunnar, hvar sem þeir starfa á landinu. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason, verkefnastjóri Pacta, í síma 440 7900 og á netfang benjamin@pacta.is. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2015. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarupplýsingar. Ráðið verður í störfin samkvæmt nánara samkomulagi. Pacta lögmenn ı Laugavegi 99 ı 101 Reykjavík ı Sími 440 7900 Akranes og Vesturland Við leitum að lögfræðingi til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu Pacta á Vesturlandi, með starfsstöð á Akranesi. Meðal verkefna eru fjölbreytt viðfangsefni á sviði lögfræðilegrar ráðgjafar og samningagerðar, málflutningur, ábyrgð á mætingum í héraðsdóma og hjá Sýslumannsembættum. Við leitum eftir ákveðnum og drífandi einstaklingi sem er metnaðarfullur og sjálfstæður í starfi og býr yfir mikilli samskiptafærni. Æskilegt að viðkomandi hafi málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Við viljum ráða lögmann til starfa Reykjavík ı Hafnarfjörður ı Akranes ı Ísafjörður ı Blönduós Sauðárkrókur ı Siglufjörður ı Dalvík ı Akureyri ı Húsavík Egilsstaðir ı Reyðarfjörður ı Selfoss ı Vestmannaeyjar Selfoss Fjallabyggð Reykjavík Akranes Reyðarfjörður Egilsstaðir Akureyri Húsavík Ísafjörður Blönduós Dalvík Sauðárkrókur Vestmannaeyjar Hafnarfjörður LÖGMENN ALLRA LANDSMANNA Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.