Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 SK ES SU H O R N 2 01 5 Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir fimmtudaginn 19. mars kl. 20.00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: Lifðu núna1. Ásdís Ólsen frá Hamingjuhúsinu fjallar um núvitund (mindfulness) á vinnustað Kaffihlé2. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna3. Önnur mál4. Stéttarfélag Vesturlands Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ var hald­ inn á sunnudaginn í Björgunar­ stöðinni Von í Rifi. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Á síð­ asta starfsári var ekki farið í fjár­ festingar eða endurnýjun á tækjum sveitarinnar heldur var stefnan tek­ in á að ljúka við að greiða lokaaf­ borgun af björgunarstöðinni. Sæv­ ar Sveinbjörnsson varaformaður gaf ekki kost á sér í stjórn en í hans stað var kosinn Hafþór Svanur Svans­ son. Páll Stefánsson gaf heldur ekki kost á sér í stjórn og var í hans stað kosinn Patryk Zolobow. Fram kom að nú í vikunni er von á björgun­ arskipinni Björgu eftir gagngerar viðgerðir. Formaður sveitarinnar er Viðar Páll Hafsteinsson. mm/þa Næstkomandi föstudag, 20. mars, verður Litla Listahátíðin haldin með pompi og prakt í Tónlistarskólanum á Akranesi. Þar munu koma saman ólíkar listastefnur og listamenn sem munu sýna afrakstur vinnu sinnar og sýna þar fram á hina miklu fjölbreytni sem ríkir í listalífinu á Akranesi. Hátíðin hefst með súputónleikum í hádeginu þar sem nemendur Tón­ listarskólans munu leika listir sínar og Kvennakórinn Ymur mun selja súpu á 1000 krónur. Síðar um dag­ inn verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, svo sem atriði úr komandi uppfærslu NFFA á söngleiknum GREASE, opnuð verður myndlista­ sýning og ljóðskáld munu lesa upp ljóð sín. Hefðbundin kennsla verð­ ur í húsinu en mun gestum og gang­ andi verða boðið að kíkja í heimsókn í tíma og fá að kynnast starfi skólans. Einnig verður boðið upp á skipu­ lagðar skoðunarferðir um skólann í leiðsögn starfsmanna fyrir þá sem vilja kynnast skólanum nánar. Hátíðinni lýkur svo um kvöldið með tónleikum þar sem starfsmenn Tónlistarskólans verða í forgrunni, en þar mun meðal annars verða boðið upp á franska kaffihúsatón­ list í boði hljómsveitarinnar Belle­ ville, kraumandi jazz verður flutt­ ur og tindrandi flautuleikur svo eitt­ hvað sé nefnt. Hátíðin er öllum opin og frítt inn á alla viðburði og hlökk­ um við til að sjá sem flesta. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu tónlistarskólans, www.toska.is sem og fésbókarsíðu hans. -fréttatilkynning Síðastliðinn mánudag mætti lið Grunnskóla Borgarfjarðar liði Grunnskólans á Seyðisfirði í 16 liða úrslitum spurningakeppni grunn­ skólanna. Eftir jafna og spenn­ andi keppni fór svo að Borgfirðing­ ar báru sigur úr býtum og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum. Þar mæta þeir Giljaskóla á Akur­ eyri. Lið Grunnskóla Borgarfjarðar skipa þau Magdalena Sigurðardótt­ ir, Þórður Brynjarsson, Katrín Pét­ ursdóttir og Erna Elvarsdóttir. kgk/ Ljósm. gbf Þakið fauk af gamla íbúðarhús­ inu á Sauðafelli í Dölum í óveðr­ inu síðastliðinn laugardag. Finn­ bogi Harðarson bóndi og smiður hefur verið að gera húsið upp og meðal annars notið styrks til þess frá Húsafriðunarnefnd. Í þessu sögufræga húsi var fyrsta símstöð­ in í sveitinni og margt merkilegra gripa. Þeim var þó búð að koma í örugga geymslu vegna byggingar­ framkvæmdanna. bae Ný stjórn Lífsbjargar. Aðalfundur Lífsbjargar Lið GBF í undanúrslit spurningakeppni grunnskólanna Litla Listahátíðin í Toska á föstudaginn Björn Bjarnason byggði gamla húsið á Sauðafelli í lok nítjándu aldarinnar. Myndin var tekin sumarið 2013. Ljósm. þá. Tjón á sögufrægu húsi í Dölum Þak hússins fauk af í óveðrinu. Ljósm. bae. Hjá Pacta Lögmönnum starfa á þriðja tug reyndra lögmanna á 14 starfsstöðvum víða um land. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis sveitarfélaga, fyrir- tækja, stofnana og einstaklinga. Markmið Pacta er að veita viðskiptavinum um land allt gæða lögmannsþjónustu og ráðgjöf, byggða á þekkingu, trausti og áreiðan- leika sem skilar faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum. Með samræmdu upp- lýsingakerfi og samskiptalausnum hafa lögmenn Pacta einstakan aðgang að reynslu og sérþekkingu annarra lögmanna stofunnar, hvar sem þeir starfa á landinu. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason, verkefnastjóri Pacta, í síma 440 7900 og á netfang benjamin@pacta.is. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2015. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarupplýsingar. Ráðið verður í störfin samkvæmt nánara samkomulagi. Pacta lögmenn ı Laugavegi 99 ı 101 Reykjavík ı Sími 440 7900 Akranes og Vesturland Við leitum að lögfræðingi til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu Pacta á Vesturlandi, með starfsstöð á Akranesi. Meðal verkefna eru fjölbreytt viðfangsefni á sviði lögfræðilegrar ráðgjafar og samningagerðar, málflutningur, ábyrgð á mætingum í héraðsdóma og hjá Sýslumannsembættum. Við leitum eftir ákveðnum og drífandi einstaklingi sem er metnaðarfullur og sjálfstæður í starfi og býr yfir mikilli samskiptafærni. Æskilegt að viðkomandi hafi málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Við viljum ráða lögmann til starfa Reykjavík ı Hafnarfjörður ı Akranes ı Ísafjörður ı Blönduós Sauðárkrókur ı Siglufjörður ı Dalvík ı Akureyri ı Húsavík Egilsstaðir ı Reyðarfjörður ı Selfoss ı Vestmannaeyjar Selfoss Fjallabyggð Reykjavík Akranes Reyðarfjörður Egilsstaðir Akureyri Húsavík Ísafjörður Blönduós Dalvík Sauðárkrókur Vestmannaeyjar Hafnarfjörður LÖGMENN ALLRA LANDSMANNA Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.