Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 16

Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Stefnt er á að opna Hótel Húsafell 15. júlí næstkomandi. Þá verður um ár liðið síðan lokið var við að steypa sökkla byggingarinnar. „Bókan­ ir eru hafnar bæði fyrir þetta ár og næsta. Það er mikill áhugi fyrir hót­ elinu. Fulltrúar helstu ferðaþjón­ ustuaðila hafa þegar komið hingað til að skoða hótelbygginguna og að­ stæður. Það er fólk frá fyrirtækjum á borð við flugfélögin Icelandair og WOW Air og ferðaskrifstofunni Iceland Travel. Hér hafa líka komið erlendir blaðamenn. Alls hafa um 250 manns frá svona fyrirtækjum komið í heimsókn hingað að Húsa­ felli í vetur til að skoða nýja hótelið sem hér er í byggingu,“ segir Þórð­ ur Kristleifsson hjá Ferðaþjónust­ unni á Húsafelli. Mjög góðir umsækj- endur um störf Alls munu 35 manns starfa við Hót­ el Húsafell. Á dögunum var auglýst eftir starfsfólki og það er þegar búið að ráða 20 manns. „Það er búið að fá mjög hæft fagfólk til starfa. Þetta er fólk bæði með reynslu og mennt­ un í ferðaþjónustu. Við erum að fá hingað ungt og hæfileikaríkt fólk sem sækir hingað þó það sé í góð­ um störfum á höfuðborgarsvæð­ inu,“ segir Þórður. Hann telur að ákveðin og upp­ örvandi viðurkenning felist í því að svo mikill áhugi hafi verið sýndur störfunum við nýja hótelið á Húsa­ felli. „Það er mjög jákvætt að sjá að svona gott fólk skuli vilja koma hingað upp í Húsafell til að búa hér og vinna við þetta nýja verkefni. Fólkið mun flest búa til að byrja með í sumarbústöðum sem verða teknir á leigu hér á Húsafelli. Auð­ vitað þarf svo að hugsa fyrir því að hér verði byggð íbúðarhús til fram­ tíðar.“ Flestir iðnaðarmenn úr héraði Skessuhorn hefur áður greint frá þessu stóra hótelverkefni á Húsa­ felli. Í því verða 36 tveggja manna herbergi, þar af sex lúxussvítur. Auk þessa verður veitingastaður með plássi fyrir 90 manns. Eigendur veitingastaðarins Galito á Akranesi munu sjá um rekstur hans. „Hér hafa starfað að jafnaði tæplega 40 iðnaðarmenn nú í vetur. Flestir eru héðan af Vesturlandi og mjög marg­ ir úr uppsveitum Borgarfjarðar. Við höfum líka fengið nokkra menn af Suðurnesjum og frá Blönduósi.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á að byggingin falli vel inn í um­ hverfið. „Helsti verktakinn er Ei­ ríkur J. Ingólfsson húsasmíða­ meistari í Borgarnesi. Hann er svo með undirverktaka með sér. Hótel­ ið er hannað af Helga Hjálmarssyni arkitekt sem hefur teiknar margar þekktar byggingar í gegnum tíð­ ina,“ segir Þórður. Gamall draumur að rætast Kristófer Ólafsson húsasmiður er verkstjóri hjá Eiríki J. Ingólfssyni. Hann hefur haft yfirumsjón með daglegum störfum iðnaðarmann­ anna sem starfa við bygginu Hótels Húsafells. „Þetta er búið að ganga mjög vel. Veðrið hefur truflað okk­ ur svolítið en nú erum við að mestu komnir í innivinnuna. Við búumst við því að loka húsinu alveg núna í vikunni og erum bjartsýnir á að okkur takist að ljúka verkinu fyrir 15. júlí.“ Kristófer segir að bygging hót­ elsins sé búin að vera draumur hjá sér í mörg ár. „Ég er sjálfur héð­ an frá Kalmanstungu. Þegar ég var ellefu ára gamall gerðist ég vinnu­ maður hjá Kristleifi heitnum Þor­ steinssyni ferðaþjónustubónda hér á Húsafelli. Þá talaði hann mik­ ið um þetta, að fara að byggja hót­ el, eða „mótel“ eins og hann kallaði það. Ég hef verði viðloðandi Húsa­ fell allt frá þessum vinnumannsár­ um mínum hér. Nú er þessi fram­ tíðarsýn Kristleifs loks að rætast. Allir sem eiga hamar í sveitinni eru að vinna hér við hótelbygginguna núna. Eða því sem næst,“ seg­ ir Kristófer og brosir kankvíslega í kampinn. mþh Kristófer Ólafsson smiður frá Kalmanstungu. Fjórir mánuðir í opnun Hótels Húsafells Hótel Húsafell eins og það leit út í síðustu viku. Smiðirnir Óskar Sverrisson úr Borgarnesi og Sigurður Ólafsson frá Gils- bakka bera veggjaplötur inn. Kolbeinn Magnússon smiður frá Stóra-Ási og Guð- mundur Sigurðsson smiður frá Bjarnastöðum. Sigurður Daníelsson smiður úr Borgarnesi. Halldór Sigurðsson frá Þorvaldsstöðum vinnur við pípulagnir. Björgvin Garðarsson smiður frá Akranesi og Sigurður Daníelsson festa upp plötur í loft. Björn Viggó Björnsson smiður frá Rauðanesi og Óskar Sverrisson smiður í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.