Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Bjóðum uppá matar- og kaffi- hlaðborð fyrir fermingarveisluna. Gamla Kaupfélagið leggur áherslu á að bjóða upp á úrvals mat og góða þjónustu á sanngjörnu verði. www.gamlakaupfelagid.is • sími: 431-4343 SKE SS U H O R N 2 01 5 Viss um hún þyrfti á æðri mætti að halda „Ég var viss um að ég þyrfti á æðri mætti að halda í lífinu og fannst því rökrétt að láta ferma mig, til að staðfesta kristna trú mína,“ segir Thelma Karen Bjarnfinns­ dóttir. Hún var hluti af sjö barna hópi sem fermdist 17. apríl 2014 í Borgarneskirkju. Thelmu Kar­ en fannst dagurinn vel heppnað­ ur og ánægjulegur. Hún segir að undirbúningurinn hafi tekið sinn tíma. „Það tók um ár frá því að ég og mamma fórum að huga að því að finna föt og undirbúa veisluna. Ég fékk að koma að undirbúningn­ um og koma með hugmyndir, ef þær voru góðar. Ef hugmyndirnar féllu ekki í kramið hjá mömmu og ömmu, þá fengu þær ekki að vera inni,“ segir Thelma og brosir. Það kom henni sjálfri á óvart hvað und­ irbúningurinn var flókinn. Það var svo ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir athöfnina sjálfa sem hún átt­ aði sig á því hversu umfangsmikið það er að fermast og halda veislu. „Þetta var allt saman flóknara en ég hafði ímyndað mér. Þá helltist yfir mig stresstilfinning. Þetta væri ekki bara að mæta í fermingarfræðsluna, heldur athöfnin sjálf sem fjölmarg­ ir kæmu að.“ Hún segir athöfnina hafa gengið að mestu leyti vel en bætir við að hún hafi fengið hlát­ urskast í miðri athöfn. „Þá þurfti að taka pásu frá athöfninni vegna þess að ég hló svo mikið,“ segir hún. Alltaf að bætast við listann Veislan sjálf var haldin í félags­ heimilinu Þinghamri á Varma­ landi. Um var að ræða stóra veislu, því rúmlega hundrað manns lögðu leið sína í Þinghamar til að sam­ gleðjast fermingarbarninu. „Það fór heillangur tími í að raða upp gesta­ listanum og hann var endurskrifað­ ur minnst fjórum sinnum. Það voru alltaf að bætast við ættingjar. Við vorum með litaþema í veislunni og ég valdi þá liti sem mér þykir fal­ legastir, grænan og appelsínugul­ an.“ Borð voru því dekkuð í þess­ um litum og stíllinn þannig að öllu var blandað saman og blóm í vös­ um á hverju borði. Salurinn var því mjög litríkur og fannst Thelmu það koma mjög vel út. Það sem stakk mest í stúf var hún sjálf, enda valdi hún allt annan lit á fermingarkjól­ inn. „Ég valdi mér fjólubláan kjól og pantaði hann með góðum fyrir­ vara af erlendri vefsíðu, til þess að vera ekki eins og allar hinar stelp­ urnar,“ útskýrir Thelma. Guggnaði á ræðunni Thelma var búin að skrifa ræðu og ráðgerði að halda tölu fyrir veislu­ gestina. Raunin varð þó önnur, því þegar á hólminn var komið var ræð­ an aldrei flutt, þrátt fyrir að heil­ mikill tími hefði farið í skrifin. „Ég guggnaði á því að halda ræðuna því ég var svo stressuð. Mér fannst at­ hyglin óþægileg þennan dag þrátt fyrir að finnast venjulega sjálfsagt mál að vera miðdepill athyglinn­ ar.“ Thelma segist hafa fengið mik­ ið af fermingargjafir. Þær opnaði hún í veislunni. „Mér fannst það samt vandræðalegt. Besta gjöfin var helmingur upp í tólf daga ferð til enskunáms í Bretlandi. Ég fer í þá ferð í sumar og hlakka mikið til,“ segir Thelma Karen. Var rosalega stress- aður en allt gekk vel Kristmundur Hallur Steindórs­ son fermdist einnig á skírdag 2014, við sömu athöfn og Thelma. Krist­ mundur, sem jafnan er kallað­ ur Mummi, lýsir deginum sem ánægjulegri upplifun. „Það var gaman að fermast, að fá pening og gjafir. Dagurinn var alveg æðis­ legur. Öll nánasta fjölskyldan kom í kirkjuna og þó að ég hafi verið rosalega stressaður gekk athöfnin vel,“ segir Mummi en bætir því við að smá misskilningur annars ferm­ ingardrengs hafi orðið til þess að allir fóru að hlæja. Fengu borð frá nágrönnunum Fermingarföt Mumma voru svört jakkaföt, hvít skyrta og grá þver­ slaufa. „Svo var ég með snilld­ ar hatt og í Converse skóm, bæði grátt í stíl við þverslaufuna. Ég fékk að ráða sjálfur fatavalinu en fékk aðstoð frá mömmu og pabba,“ út­ skýrir Mummi.Að öðru leyti fannst honum hann líka vera hafður með í ráðum í fermingarundirbúningn­ um, þetta hafi verið svona „50/50“. Fermingarveislan var haldin heima. „Allur óþarfi, sem ekki þurfti að notast við á fermingardaginn, var settur í eitt herbergið, sem var bók­ staflega fyllt. Svo fengum við borð að láni frá nágrönnunum.“ Veislan var fjölmenn, um 80 manns komu og var veislutíminn í rýmra lagi svo að veislugestir myndu dreifast jafn­ ar yfir daginn. Boðið var uppá tvær gerðir af súpu sem móðurbróðir Mumma sá um að framreiða ásamt allskyns brauði og svo voru kökur í eftirrétt. Ekkert eiginlegt þema var í veislunni en turkísblár var ráð­ andi og skreytt með þeim lit. Fermingargjöfin kom á óvart Foreldrum Mumma tókst að koma honum verulega á óvart með ferm­ ingargjöfinni, en hann vissi ekki fyrirfram hvað leyndist í pakkan­ um. Honum þótti því eftirminni­ legast þegar hann fór með for­ eldrum sínum að sækja fermingar­ gjöfina upp á Landflutninga. „Þau voru búin að segja mér að ég fengi sófa frá þeim í fermingargjöf. Það var nokkuð augljóst að það var ekki draumagjöfin en ég var búin að sætta mig við að fá sófa, þó mér þætti það skrýtin fermingargjöf.“ Andlitið datt því af fermingar­ drengnum þegar í ljós kom að gjöf­ in var 125 kúbika (cc) krossari. „Ég áttaði mig ekki á að ég hafði feng­ ið draumagjöfina fyrr en ég var kominn heim,“ segir hann og hlær. Mummi segist hafa fengið margar aðrar góðar gjafir. Vélhjólið hafi þó staðið uppúr. „En ég fékk líka nýtt rúm, mótorhjólabók, spariúr og mikinn pening,“ segir Mummi sem notaði aurana meðal annars til að kaupa sér búnað fyrir vélhjóla­ sportið í Nítró. eha Fermingardagurinn reyndist góður þrátt fyrir stressið Á síðasta ári fermdust tæplega tvöhundruð ungmenni á Vesturlandi. Í þeim hópi voru Borgnesingarnir Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir og Kristmundur Hallur Steindórsson, sem bæði fermdust á skírdag. Þeim fannst fermingardagurinn eftirminnilegur og góður og lýsa hér upplifun sinni af deg- inum sjálfum og undirbúningnum fyrir hann. Thelma Karen var viss um að hún þyrfti á æðri mætti að halda í lífinu og fannst því rökrétt að fermast. Thelma Karen fór í fermingarmynda- töku. Hér er hún ásamt yngri bræðrum sínum. Mummi við veisluborðið á fermingardaginn. Mummi að prófa fermingargjöfina frá foreldrum sínum. Börnin sem fermdust 17. apríl 2014, ásamt sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni. Thelma Karen stendur fremst til vinstri en Mummi er í aftari röðinni, lengst til hægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.