Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Page 40

Skessuhorn - 18.03.2015, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Þrátt fyrir að flest ungmenni á Ís­ landi kjósi að láta ferma sig í kirkju á það ekki við um alla. Ekki aðhyllast allir kristna trú og börn á fermingar­ aldri eru engin undantekning þar á. Þeir sem vilja sleppa því að fermast á kristinn hátt hafa þó aðra valkosti. Hér á landi stendur meðal annars til boða taka siðmálum að heiðnum sið. Að sögn Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða munu 22 einstak­ lingar taka siðmálum í vor og hef­ ur verið metaðsókn í siðfræðsluna í vetur. „Flestir sem hyggja á siðmála­ athöfn eru á unglingsaldri, sem er ekki undarlegt í ljósi þeirrar hefð­ ar í samfélaginu að smala ungling­ um í trúarathafnir. Þetta eru því 80­90% börn á fermingaraldri en svo eru eldri einstaklingar líka,“ seg­ ir Jóhanna. Siðfræðslan fer að mestu leyti fram í spjallformi. Þar er rætt um goðin og heiðna lífssýn, velt fyrir sér heilræðum Hávamálanna og ýmsum siðfræðilegum og heim­ spekilegum álitamálum sem fullorð­ ið fólk stendur frammi fyrir. Þegar fræðslunni er lokið er haldin Sið­ málaathöfn fyrir þá sem það vilja. „Í þessum athöfnum hjá okkur er engin krafa um trúarjátningu, held­ ur aðeins að viðkomandi er að opin­ bera að hann ætli að hafa heiðinn sið að leiðarljósi í lífinu, þ.e. ábyrgð, heiðarleika og drengskap,“ segir Jó­ hanna. Ísak Reyr Hörpuson var einn þeirra sem tók siðmálum í fyrra, í stað þess að fermast í kirkju. Sið­ málaathöfnin hans fór fram 17. maí 2014 en Ísak hefur verið heiðinn frá 2012. Móðir Ísaks hefur verið heiðin frá 2007, en þau eru þau einu í fjöl­ skyldunni sem eru ásatrúar. Skessu­ horn heyrði í Ísaki og fékk að for­ vitnast um stóra daginn hans í fyrra. Vígsla inn í fullorðinna manna tölu Ísak segir siðmálaathöfnina vera vígslu að hætti ásatrúarmanna inn í fullorðinna manna tölu. Að því leit­ inu til sé hún sambærileg ferming­ arathöfn kristinna manna. En ólíkt fermingarathöfninni eru siðmál tek­ in úti í náttúrunni og er aðeins einn aðili í hverri athöfn. „Það er byrjað á því að Goðinn helgar staðinn, lýsir sáttum og griðum og að því loknu er farið með inngang að athöfninni,“ útskýrir Ísak Reyr. Hann tók sið­ málum hjá fossinum við Andakíls­ árvirkjun en þá staðsetningu valdi hann sökum þess hvað honum þyk­ ir fallegt þar. „Það var Kjalnesinga­ goði, Jóhanna Harðardóttir frá Hlé­ sey, sem framkvæmdi athöfnina. At­ höfnin fer fram með þeim hætti að eldur er kveiktur í keri og stað­ ið í hring, ásamt goðinu sem býður Æsi velkomna. Svo er lesið upp úr Hávamálum og sá sem tekur siðmál­ um dreypir á drykk úr horni,“ seg­ ir Ísak Reyr. Drykkurinn umræddi er óáfengur mjöður með eplum og hunangi. Drukkin er heillaskál og hráefnið sem notað er í mjöðinn er hollt og gott. Drykkurinn er þann­ ig tákn fyrir góð lífsgæði, verið er að færa fólki allt það besta í lífinu. Lamb fæddist í miðri veislu Þegar Ísak er spurður að því hvers vegna hann hafi valið að taka sið­ málum svarar hann því til að hon­ um hafi fundist það áhugaverðara en venjuleg ferming. „Allir studdu mig og bekkjarfélögum fannst þetta bara skemmtilegt. Það eru ekki all­ ir í bekknum mínum kristinnar trúar og flestum fannst siðfestan spenn­ andi,“ útskýrir hann. Eftir athöfnina var haldin venjuleg veisla að sögn Ísaks, boðið var upp á mat og hann fékk gjafir. „Ég fékk Ipad, föt, bæk­ ur, lampa og eitthvað af peningum. Reyndar voru tilmæli um klæðaburð fremur óvenjuleg, en gestir voru beðnir um að koma í ullarpeysum, lopasokkum og gúmmískóm sem og allir hlýddu,“ segir hann. Veislan var haldin í reiðskemmu heimilisins en Ísak Reyr býr að Syðstu­Fossum í Andakíl sem er um 13 kílómetra frá Borgarnesi. Boðið var uppá kjötsúpu og kransakökur í eftirrétt og skemm­ an skreytt með víkingadóti móð­ ur hans. Veislan var harla óvenjuleg því í henni miðri bar ær í fjárhúsinu sem er staðsett við hlið reiðskemm­ unnar. „Þangað kíktu auðvitað all­ ir veislugestirnir þangað og lamb­ ið vakti mikla lukku. Það má reynd­ ar alveg búast við slíku í viðburðum sem haldnir eru í útihúsum,“ segir Ísak Reyr að endingu. eha/grþ Ísak Reyr tók siðmálum að hætti ásatrúarmanna Með ömmu og afa, Magnúsi Óskarssyni og Þuríði Jónsdóttur. Ísak Reyr Hörpuson ásamt Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða í Sið- málaathöfninni. Ókeypis heimsendingaþjónusta! Opið alla daga ársins Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Óskum öllum fe rmingarbörnum á Vesturlandi til hamingju með merkan áf anga Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.