Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Side 43

Skessuhorn - 18.03.2015, Side 43
43MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 300 ÞÚSUND KRÓNA LÁGMARKS LAUN Já www.sgs.is Íþróttahúsið við Vesturgötu Körfuknattleiksfélag Akraness 1. deild karla Föstudaginn 20. mars kl. 19.15 ÍA - Höttur Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! SK ES SU H O R N 2 01 5 Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður verður lokuð fimmtudaginn 19. mars nk. vegna námskeiðs. Ef erindi er mjög brýnt er hægt að hringja í GSM síma formanns 894-9804 og verður þá hringt til baka við fyrsta tækifæri. Beðist er velvirðingar ef þetta veldur einhverjum óþægindum. Starfsmenn Dalamenn huga að því að fá til sín aukinn fjölda ferðamanna á næstu árum og skapa þeim afþreyingu á héraðinu. Í Búðardal fer væntan­ lega af stað skemmtilegt umhverf­ isverkefni með vorinu. Það er fyrsti áfangi svokallaðs Strandstígs. Verk­ efnið felst í raun í gerð útivistar­ svæðis, göngustígs með áningar­ stöðum sem liggur meðfram strönd­ inni og fjörunni frá Leifsbúð upp að Laxá. Fyrsti áfanginn verður stígur frá Leifsbúð að gamla Læknishús­ inu sem er syðst í þorpinu á mót­ um Ægisgötu og Brekkuhvamms. Þar verður byggður upp skemmti­ legur áningarstaður sá fyrsti á leið­ inni upp að Laxá. Iðnaðar­ og við­ skiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferða­ mannastaða um að veita Dalabyggð styrk að upphæð 2,9 milljónir króna vegna verkefnisins. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir spennandi að ráð­ ast í þetta verkefni. Verkefnið fari í kynningu á næstunni og komi ekki fram alvarlega athugasemdir gegn því verði væntanlega byrjað á því með vorinu. Verkefni um áfangastaði Að undanförnu hefur komið fram í fréttum að íbúar svo sem á höf­ uðborgarsvæðinu hafi tekið að sér ýmsar framkvæmdir í sínu nánasta umhverfi. Þetta hefur gerst víðar og Búðdælingar voru meðal þeirra fyrstu sem riðu á vaðið í þessum efnum. Þar hefur verið í aðalhlut­ verki Svavar Garðarsson sem tekið hefur að sér hvert umhverfisverk­ efnið á fætur öðru í Búðardal fyr­ ir eigin reikning, en með stuðn­ ingi sveitarfélagsins. Strandstígur­ inn er þó stærra verkefni en svo að hann geri það kauplaust. Byggðar­ áð Dalabyggðar lagði til á fundi sín­ um fyrir skömmu að gert verði ráð fyrir mótframlagi með 2,9 milljóna króna styrknum frá Framkvæmda­ sjóði ferðamannastaða til gerð­ ar Strandstígsins. Jafnframt verði Svavari falin umsjón með verkinu að fengnu samþykki sveitarstjórn­ ar. Standstígnum verður eflaust fagnað af íbúum í Búðardal sem og ferðafólki, svo sem fuglaáhugafólki. Hugmyndin að Strandstígnum og áningarstöðum við hann hefur verið að þróast síðustu árin en meðfram sjónum er vinsæl gönguleið. Sveit­ arstjórn Dalabyggðar sendi umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamanna­ staða á sínum tíma í verkefni sem nefndist Áfangastaðir í Dalabyggð. Ábendin kom um að verkefnið væri of vítt skilgreint og vænlegra væri að þrengja verkefnið í áfangastaði við og í Búðardal. „Þetta leiddi til hug­ myndarinnar um Strandstíginn,“ segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri. Útsýnispallur og bryggja Við læknishúsið eru gamlar tröppur og stígur niður í fjöruna. En það er gott betur en endurnýjun á stígnum og tröppunum við gamla læknishús­ ið sem á að framkvæma. Samkvæmt greinargerð fyrir framkvæmdinni skal koma fyrir útsýnispalli neð­ an við gamla læknishúsið. Útsýnis­ pallurinn er fyrsti áningarstaðurinn sem byggður verður í fyrsta áfanga Strandstígsins frá Leifsbúð að Laxá. Í megindráttum er útsýnispallur­ inn byggður úr tveimur samskonar einingum og stendur önnur þeirra þrepi neðar. Efri einingin er nefnd­ ur pallur og sá neðri bryggja, hvor um sig er um átján fermetrar. Frá götunni er gengið eftir steinlögð­ um stíg niður að útsýnispallinum sem á að standa neðarlega í brekk­ unni framan við gamla læknishúsið. Í gerð stígsins skal nota náttúruhell­ ur sem finna má í grennd bæjarins en slíkur steinn er nú þegar notaður í vegghleðslur við stjórnsýsluhúsið og Leifsbúð. Grjótið er sérstakt og notkun þess á fleiri stöðum í bænum dregur fram svæðisbundin einkenni. Það er brúnleitt á lit og hefur fallega slétta áferð. Handriði skal komið fyrir við þrepin. Það skal byggja úr skógarviði með náttúrulegri fúavörn til dæmis lerki eða greni. Fjarlægja skal börk og slípa niður allar hvass­ ar brúnir. Frá pallinum liggur stíg­ urinn áfram eftir brúninni uns kom­ ið er framan við gömlu hesthúsin en þar er í framtíðinni gert ráð fyrir út­ sýnisstofu í stoðgrind hesthúsanna, segir í greinargerð með Strand­ stígnum. Stærsta einstaka verk- efnið í umhverfismálum Eins og að framan greinir er ljóst að um heilmikla framkvæmd er að ræða. Svavar Garðarsson sagðist í samtali við Skessuhorn hafa mik­ ið að gera um þessar mundir en hann ætli samt að fara í verkið í vor. „Vonandi hjálpar þessi framkvæmd til að stoppa ferðamennina af sem fara hérna í gegn. Hérna eins og víðar hefur vantað afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir Svavar. Aðspurð­ ur segir hann að stígurinn frá gamla læknishúsinu að Leifsbúð sé um það bil hálfur kílómetri. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir því að náttúru­ legu steinhleðslurnar verði í þeim stíg og hafi reyndar ekki séð nein­ ar útfærslur á honum. Spursmálið sé hvort slóð efst í fjöruborðinu neð­ an við bakkann verði látin duga eða gerður stígur upp á bakkanum með­ fram götunni sem gert hefur verið ráð fyrir gangstétt. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir að Strandstígur­ inn sé væntanlega stærsta einstaka verkefnið í umhverfismálum í Dala­ byggð í seinni tíð. Sveitarstjórn hafi undanfarið lagt 1,5 milljón króna á ári til sjálfboðavinnuverkefna sem tengjast umhverfismálum. Þá var myndarlega staðið að umhverfi Leifsbúðar á sínum tíma og varið í það mun hærri upphæðum. þá Dag ur í lífi... Sóknarprests Nafn: Aðalsteinn Þorvaldsson Starfsheiti/fyrirtæki: Sókn­ arprestur Setbergsprestakalls, Grundarfirði Fjölskylduhagir/búseta: Giftur Línu Hrönn Þorkelsdóttur, tákn­ málstúlki. Börnin eru Kristbjörg Ásta (15 ára) og Guðrún Ósk (3 ára). Eyrarvegur 26. Áhugamál: Útivist, hlaup, lestur bóka, glamra á gítar og skotveiði. Vinnudagurinn: Miðvikudagur­ inn 11. mars 2015 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Fór seint á fætur, var í Reykjavík daginn áður vegna út­ farar og kom seint heim vegna þess að óveður hamlaði för meiri­ hluta dagsins. Ætli það fyrsta sem ég gerði hafi ekki verið að kyssa konuna mína góðan daginn, eins og venjulega. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Hrökkbrauð með osti og marmel­ aði, tók lýsið mitt og skolaði öllu niður með nokkrum kaffibollum. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Labbaði yfir götuna í vinnuna rétt fyrir kl. 10.00. Hvað varstu að gera klukkan 10? Undirbúa verkefnin eftir há­ degi og svara ýmsum erindum. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði hádegismat, hlustaði á fréttir og spjallaði stuttlega við konuna. Hvað varstu að gera klukk- an 14? Var með 8­9 ára á drekas­ kátafundi. Sungum og spiluðum, spjölluðum og fórum í leiki. Rauk á fund með góðu fólki eftir það. Hvenær hættirðu og hvað var það síðasta sem þú gerð- ir í vinnunni? Kirkjuskóli var kl. 16.20. Sungum og sprelluð­ um eins og alltaf í Kirkjuskólan­ um. Frágangi var lokið stuttu eft­ ir fimm. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Snöggsteikt grænmeti og steikt hrísgrjón sem ég eldaði. Hvernig var kvöldið? Notalegt og rólegt. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Allt yndislega unga fólkið sem ég eyddi deginum með. Umhverfisverkefni í Búðardal sem höfðar til ferðamanna og heimafólks Svavar Garðarsson. Grunnmynd af fyrsta áningarstaðnum við Standstíginn, útsýnispalli, tröppum og stíg niður í fjöruna við gamla læknishúsið.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.