Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 45

Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 45
45MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 „Fyrsta kvíðakastið sem ég man eftir fékk ég þegar ég var fimm eða sex ára. Ég týndi einum bangsanum mínum og átti erfitt með svefn í marga daga. Allt frá því ég var barn hafa hvers konar breytingar verið mér erfiðar. Foreldrar mínir sögðu mér til dæmis alltaf sam­ dægurs ef til stóð að fara til Reykjavík­ ur eða í sumarbústað eða eitthvað slíkt. Annars höndlaði ég það ekki, fékk of langan tíma til að byggja upp kvíða og brjóta sjálfa mig niður. Þar fyrir utan var ég lögð í einelti sem barn og ung­ lingur og það jós olíu á eldinn,“ segir Íris Bjarnadóttir. Talið er að á bilinu tólf til fimmtán þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma og 15­25% megi búast við að veikjast af þunglyndi einhvern tímann á ævinni. Íris er ein af þeim. Reiður unglingur Á dögunum skrifaði Íris Bjarnadótt­ ir tvo pistla um veikindi sín og birti á bloggsíðu sinni. Vöktu þeir báðir mikla athygli. Blaðamaður tók hús á Írisi í liðinni viku og spjallaði við hana um þunglyndið, kvíðann og pistlana. Íris segist ekki geta sett neinn upp­ hafspunkt við veikindi sín en tekur fram að hún hafi verið mjög kvíðin sem barn. Hún kveðst hafa verið mjög reiður unglingur og framhaldsskólaár­ in hafi verið henni erfið. Hún flakk­ aði á milli skóla, byrjaði í Fjölbrauta­ skóla Vesturlands, fór þaðan í Iðnskól­ ann í Reykjavík og síðan í Borgarholts­ skóla. Veikindin gerðu henni erfitt fyr­ ir í náminu, hún mætti illa og flutti aft­ ur heim að lokum. „Ég hafði flutt í bæ­ inn til að ganga í Borgarholtsskóla en laumaðist til að flytja aftur heim með­ an foreldrar mínir voru í útlöndum til að geta verið ein heima og lært í friði,“ segir Íris og glottir að fortíðinni. Erfið námsár Þegar foreldrar hennar höfðu spurn­ ir af þessum gjörðum Írisar gripu þeir inn í. Hún var í kjölfarið sett á kvíðalyf sem hún segir hafa hjálpað sér mikið. „Ég átti þarna gott tímabil, fór í lýðhá­ skóla með bestu vinkonum mínum og fannst allt ganga vel. Svo vel raunar að ég ákvað að hætta að taka lyfin, taldi mig ekki þurfa þess lengur,“ segir Íris. Raunin varð sú að veikindin tóku sig upp að nýju. Innan tveggja mánaða var hún komin aftur til Íslands. „Ég dröslaðist áfram í nokkur ár og tókst að klára framhaldsskólann. Skráði mig svo í háskólanám í lögfræði. Ekki að mig hafi langað í lögfræði, ég skráði mig bara,“ segir Íris. Náminu fylgdi mikið álag, sérstak­ lega í prófalestrinum, með tilheyrandi kvíða og aukinni vanlíðan. „Ég sat oft grátandi yfir skólabókunum, uppgef­ in á sál og líkama. En sem betur fer á ég góða fjölskyldu sem greip inn í og ég byrjaði aftur á kvíðalyfjum, skipti um nám og útskrifaðist að lokum sem upplýsingafræðingur,“ bætir hún við. Vanlíðanin stjórnaði dag- legu lífi Að háskólanáminu loknu sótti Íris um vinnu á sínu áhugasviði og fékk starf sem bókasafnsfræðingur á skóla­ bókasafni. Þar umgekkst hún mik­ ið af skemmtilegum krökkum, átti í góðum samskiptum við samstarfs­ fólk sitt og taldi þetta einhverja bestu vinnu sem hún hafði fengið. En allt kom fyrir ekki, vanlíðanin jókst stöð­ ugt. „Ég mætti í vinnuna og barðist við tárin allan daginn. Ég hafði enga ein­ beitingu og var farin að gleyma ótrú­ legustu hlutum,“ segir Íris. Verst þótti henni að líða illa og vera meðvituð um eigin vanlíðan. Þá gat farið af stað víta­ hringur sem erfitt var að grípa inn í. „Það var mjög erfitt að gleðjast ef eitt­ hvað gott henti, mér fannst allt óverð­ skuldað og alltaf eins og böggull hlyti að fylgja skammrifi.“ Erfitt að horfast í augu við veikindi Íris áttaði sig á að eitthvað mikið væri að, vanlíðanin var orðin yfirþyrmandi, stjórnaði meira og minna hennar dag­ lega lífi og á endanum tók hún það gríðarstóra skref að opna sig fyrir fjöl­ skyldunni og leita sér hjálpar. Hún segir það hafa verið erf­ itt að viðurkenna veikindin fyrir sín­ um nánustu en erfiðast þó að viður­ kenna þau fyrir sjálfri sér og horfast í augu við þau. „Ég sat úti í bíl í hálf­ tíma fyrir fyrsta tímann hjá geðlækn­ inum, þorði ekki inn. Þessum sama tíma hafði ég frestað nokkrum sinnum áður en ég loksins komst á staðinn,“ segir Íris. Hún segist alltaf hafa ver­ ið meðvituð um að þær hugsanir sem fara í gegnum huga hennar á stundum sem þessari séu órökréttar. „En það er ekki þar með sagt að maður geti grip­ ið inn þær, það er svo miklu meira en að segja það,“ segir Íris. Í kjölfar viðtals við geðlækni var henni ráðlagt að taka sér veikindaleyfi frá vinnu og geng­ ur hún nú til sálfræðings ásamt því að stunda endurhæfingu hjá VIRK. Pistlarnir ekki skrifaðir átakalaust Aðspurð um tilurð pistlanna sem hún birti á bloggsíðu sinni segir hún hafa ákveðið að skrifa þá eftir að hafa hitt fyrrum samstarfskonu sína á förnum vegi. Sú hafði haft spurnir af veikinda­ leyfi Írisar. „Hún spurði mig hvort ég væri alltaf bara heima í rólegheitum. Ég sagði nei. Í fyrsta sinn á ævinni stóð ég með sjálfri mér í mínum veikindum, var tilbúin að samþykkja sjálf að ég væri veik. Auðvitað er ég ekki heima í ró­ legheitum. Ég vinn hörðum höndum að bættri líðan á hverjum degi,“ segir Íris. „Mér fannst ég þurfa að segja frá þessu og á þessum tímapunkti fann ég að ég gat það. Ég vildi líka nota tæki­ færið og svara öllum sem hefðu spurn­ ingar á einu bretti, þetta gæti kannski komið fólki í skilning um hvað væri í gangi. Tilhugsunin um að þurfa að segja frá þessu aftur og aftur og alltaf nýju fólki var líka dálítið yfirþyrmandi. Þá þyrfti ég að rifja upp vanlíðanina í hvert einasta skipti,“ bætir hún við. Íris vonast einnig til að þetta geti opnað augu fólks fyrir því að þung­ lyndi sé sjúkdómur og beri að með­ höndla sem slíkan. En pistillinn varð ekki til átakalaust. Íris segist hafa há­ grátið meðan á ritun hans stóð. „Þarna sá ég einhvern veginn svart á hvítu hvernig staðan var og þurfti að horfast í augu við það. En eftir á að hyggja var þetta algjörlega þess virði,“ segir Íris. Setur sér viðráðanleg markmið Varðandi bataferlið segir Íris að auk þess að ganga til sálfræðings og stunda endurhæfingu hjálpi skipulag henni mikið. Hún setur sér skrifleg, við­ ráðanleg markmið á hverjum degi og fylgir daglegri rútínu. Þegar hugsan­ ir sjálfsgagnrýni og niðurrifs sækja að henni grípur hún stundum til spurn­ ingarinnar: „Myndi ég segja þetta við bestu vinkonu mína?“ Hún segir það oft hjálpa sér að grípa inn í hugsana­ ferlið en auðvitað takist það ekki allt­ af. Íris er einnig opinská við sína nán­ ustu og segir það skipta máli. „Ég er mjög þakklát að eiga góða fjölskyldu og vini sem ég get alltaf verið hrein­ skilin við. Svo hjálpar til að geta haft húmor fyrir sjálfum sér, að minnsta kosti svona eftir á,“ segir Íris. Að lok­ um bætir hún því við að hún sé þakklát fyrir þau jákvæðu viðbrögð sem hún hefur fengið í kjölfar pistlanna. „Ótrú­ legasta fólk hefur sent mér kveðjur og enginn dæmir mig. Tilgangurinn var ekki að biðja um vorkunn heldur að­ eins að auka skilning fólks og vonandi opna á umræðuna um þunglyndi. Það virðist hafa gengið eftir. Nokkrir hafa meira að segja sagt mér að lestur pistl­ anna hafi hvatt þá sjálfa til að leita sér hjálpar. Mér þykir gott að vita til þess,“ segir hún að lokum. kgk „Myndi ég segja þetta við bestu vinkonu mína?“ Íris Bjarnadóttir ræðir um þunglyndi og kvíða Íris Bjarnadóttir frá Akranesi. Auglýsing skipulagslýsingar vegna Þjóðvegar 13-15 á Akranesi Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu fyrir gerð aðalskipulagsbreytinga og gerð deiliskipulags Miðvogslækjarsvæðis vegna lóða nr. 13 -15 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að núverandi óbyggðu svæði við Þjóðveg verði breytt í opið svæði til sérstakra nota og stækkunar á núverandi íbúðasvæði. Svæðið liggur milli Akrafjallsvegar 51 og gamla þjóðvegarins, til norðurs er Þjóðvegur 17 sem er beitarland og iðnaðarlóð fyrir hitaveitutank og dælustöð. Til suðvesturs er íbúðarsvæði (Akurprýði) og óbyggt svæði. Kynning lýsingarinnar fer fram með þeim hætti að haldinn verður opinn kynningarfundur í bæjarþingsal kaupstaðarins að Stillholti 16-18, 3. hæð mánudaginn 23. mars n.k. kl. 17:00 og er birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Ábendingum og athugasemdum við lýsinguna skal skila skriflega til byggingar- og skipulagsfulltrúa að Stillholti 16-18, Akranesi eða á netfangið akranes@akranes.is eigi síðar en 25. mars 2015. Einnig er hægt að koma athugasemdum á framfæri á kynningarfundinum. Skipulags- og byggingarfulltrúi. SK ES SU H O R N 2 01 5 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 25. mars, kl. 10:00 á Hótel Hamri í Borgarnesi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Allir velkomnir! Aðalfundarboð SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.