Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Mikil umræða hefur átt sér stað um
fjárhagslega stöðu Landbúnaðarhá
skóla Íslands síðustu misserin. Lít
ið hefur hins vegar verið fjallað um
þá faglegu starfsemi sem fer fram á
Hvanneyri; starfsemi sem stendur
á mjög gömlum merg. Bændaskól
inn á Hvanneyri, fyrirrennari LbhÍ,
bauð fyrstur háskóla á Íslandi upp á
kennslu í náttúrufræðigreinum með
stofnun Búvísindadeildar árið 1947.
Í dag er Landbúnaðarháskólinn enn
sá eini í landinu sem menntar fólk í
búvísindum en hefur einnig skot
ið breiðari grunni og stoðum undir
grænar greinar raunvísinda. Það er
gert með því að bjóða upp á sérstaka
námsbraut í náttúru og umhverfis
fræðum. Anna Guðrún Þórhalls
dóttir prófessor hefur verið náms
brautarstjóri Náttúru og umhverf
isbrautar frá upphafi og átt veg og
vanda að uppbyggingu námsins við
brautina. Í samtali við Skessuhorn
sagði Anna Guðrún að fyrirmynd
ir að námsbrautinni væri að finna
bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum.
Þar hefðu landbúnaðarháskólar al
mennt á sjöunda og áttunda áratug
síðustu aldar víkkað út námsfram
boð sitt, frá hefðbundnum land
búnaði í átt að almennri landnýt
ingu, náttúrufræðum og umhverf
ismálum. Það hefði verið gert í tak
við þarfir samfélagsins á þeim tíma
eins og núna í Íslandi í seinni tíð.
Landnýting á Íslandi hefði breyst
mikið síðustu árataugina, einkum
vegna vaxandi atvinnugreina eins
og ferðaþjónustunnar. Uppbygg
ing náttúru og umhverfisfræða við
Landbúnaðarháskólann hefði því
verið eðlileg þróun gamla Bænda
skólans á Hvanneyri.
Kom með grænar
áherslur í námið
Anna Guðrún, sem ólst upp í
Reykjavík, segist snemma hafa ver
ið send í sveit og fengið þar áhuga á
skepnum og búskap. Hún lauk bæði
stúdentsprófi frá MH og búfræði
prófi frá Bændaskólanum vorið
1977. Anna Guðrún hóf nám við
landbúnaðarháskólann í Ási í Nor
egi sama haust í náttúrunýtingu og
náttúruvernd (naturforvaltning) og
lauk þar meistaranámi vorið 1981.
Eftir að hafa stundað doktorsnám
við sama skóla í tvö ár ákvað hún að
söðla um og hélt til Utah í Banda
ríkjunum í ársbyrjun 1984. „Ég lauk
þar fyrst meistaranámi í úthagavist
fræði, með áherslu á beit og síðan
doktorsnámi í sömu fræðum haust
ið 1988. Ég starfaði svo við Land
græðsluna í ár en hélt síðan til Bret
lands og var þar við beitarrannsókn
ir í beitarfræðum næstu tvö árin“,
segir Anna Guðrún. Að Hvanneyri
kom hún svo vorið 1992 og tók þá
við stöðu aðalkennara í búfjárrækt
við Búvísindadeild Bændaskólans.
„Á þeim tíma var tekið inn í búvís
indadeildina annað hvert ár og við
vorum fjórir aðalkennararnir við
deildina, hver á sínu sviði. Ég lagði
áherslu á að færa „grænar áherslur“
inn í námið; með kennslu í vist
fræði, landnýtingu og beitarfræði
auk þess sem ég kom inn kennslu
í heimspeki og siðfræði náttúr
unnar. Landnýtingarbraut var síð
an stofnuð árið 2000, við hliðina á
Búvísindabrautinni og á sama tíma
var einnig byrjað að kenna á Um
hverfisskipulagsbraut. Þegar Land
búnaðarháskóli Íslands var stofn
aður árið 2005 var síðan ákveðið
að breyta Landnýtingarbrautinni í
Náttúru og umhverfisfræðibraut.
Fyrirmyndin var í raun Náttúru
nýtingar og náttúruverndarbrautin
sem ég hafði sjálf numið við í Ási
í Noregi á sínum tíma, aðlöguð að
íslenskum aðstæðum.“
Samspil manns, náttúru
og umhverfis
En af hverju Náttúru og Umhverf
isfræði? Anna Guðrún segir að
námið við Náttúru og umhverfis
fræðibrautina sé mjög þverfaglegt.
Tekið sé ekki einungis á hinum líf
ræna þætti, það er líffræðinni, held
ur einnig þeim þáttum sem hafa
áhrif á lífríkið svo sem jarðfræði,
veðurfræði og landnýtingu. Þann
ig sé lagður skilningur á samspili
manns, náttúru og umhverfis og
þar með íslenskra vistkerfa. Þessi
breiða nálgun hafi sýnt sig að vera
kjörin fyrir þá sem hyggjast afla
sér kennsluréttinda í náttúrufræð
um á grunn og framhaldsskóla
stigi og einnig góð undirstaða fyrir
allt framhaldsnám í náttúruvísind
um. Námið henti vel fyrir marg
vísleg störf sem krefjast sérþekk
ingar á íslenskri náttúru, s.s. um
sjón, stjórn og skipulagi umhverf
ismála og landnýtingar, sjálfbærri
nýtingu náttúrunnar, eftirliti og
umsjón með náttúruverndarsvæð
um og við gerð mats á umhverfisá
hrifum. Anna Guðrún bendir á að
ásókn í íslenska náttúru hafi marg
faldast. Það kalli á betri og almenn
ari þekkingu á náttúrunni, verð
mætum hennar og verndargildum
og áhrifum mismunandi nýtingar.
Með þetta í huga geti nemendur
valið á milli fjögurra áherslna innan
Náttúru og umhverfisfræðibraut
ar. Það eru almenn náttúrufræði,
náttúrunýting, þjóðgarðarvernd
arsvæði og náttúra og saga. Frek
ari upplýsingar er að finna á heima
síðu Landbúnaðarháskólans (www.
lbhi.is).
Verðum að geta lesið
náttúruna
Anna Guðrún segir að vandað sé
til kennslunnar á Náttúru og um
hverfisbraut eins og frekast er kost
ur. Námið hafi fengið fulla viður
kenningu menntamálaráðuneytis
ins, eftir úttekt erlendra aðila sam
kvæmt alþjóðlegum stöðlum. „Við
höfum sérfræðinga innan dyra
svo sem í plöntum, jarðvegi, land
nýtingu og umhverfismálum. Við
erum með samstarfssamninga við
Náttúrufræðistofnun, Háskóla Ís
lands, Veiðimálastofnun og Nátt
úrustofurnar út um allt land um
tiltekna kennslu og leiðbeiningar
í verkefnum við nemendur. Þetta
samstarf er mjög gott og gefandi.
Í öllu þessu leggjum við áherslu á
íslenska náttúru, sérstöðu henn
ar og fáum til kennslu sérfræðinga
sem eru að vinna í rannsóknum.
Við leggjum mikla áherslu á sum
arkúrsa og útiverkefni, enda ómet
anlegt að vera staðsett þar sem við
„Sóum minna – nýtum meira“
er yfirskrift ráðstefnu um lífræn
an úrgang sem haldin verður í
Gunnarsholti á Rangárvöllum
föstudaginn 20. mars kl. 1017.
„Fjallað verður á margvíslegan
hátt um þá möguleika sem fel
ast í nýtingu lífræns úrgangs,
meðal annars til skógræktar og
landgræðslu. Í hádegishléi verð
ur í boði léttur málsverður,“ seg
ir í tilkynningu frá Landgræðsl
unni.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er
nýting þeirra verðmæta sem fel
ast í lífrænum úrgangi. Fjallað
verður um hugtökin úrgang og
hráefni og farið yfir stöðuna hér
lendis, hvaða farvegir eru fyrir líf
rænan úrgang og um lausnir sem
notaðar eru á ýmsum stöðum á
landinu. Rætt verður um lög og
reglugerðir, þróun vinnslutækni
og nýtingar, stefnumótun hjá
ríki og sveitarfélögum og hver
skuli draga vagninn í þessum
efnum. Sömuleiðis verða sagð
ar reynslusögur af ræktun með
hjálp lífræns úrgangs, lífrænni
ræktun í Skaftholti í Skeiða og
Gnúpverjahreppi, notkun kjöt
mjöls í Hekluskógum og land
græðslu með kjötmjöli og gor.
Aðstandendur ráðstefnunn
ar eru Sorpurðun Vesturlands,
Molta ehf. Samband íslenskra
sveitarfélaga og Samtök sunn
lenskra sveitarfélaga ásamt
Landgræðslu ríkisins og Skóg
rækt ríkisins. Ágúst Sigurðsson,
sveitarstjóri Rangárþings ytra,
verður ráðstefnustjóri. mm
Matvæli. Ljósm. Magnús Jóhannsson.
Ráðstefna um
lífrænan úrgang
Aukin ásókn í náttúruna kallar á meiri þekkingu
Spjallað við Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur um Náttúru- og umhverfisbrautina á Hvanneyri
erum, á Hvanneyri ,“ segir Anna
Guðrún. „Við verðum að geta les
ið náttúruna, þar á meðal að gera
greinarmun á mosum og fléttum
sem Ísland er jú þakið. Hér á landi
er mjög umfangsmikil landnýting.
Þekking er forsendan fyrir því að
við getum stundað hana til lang
frama. Það er að við höfum fólk
sem hefur góða þekkingu á nátt
úrunni, áhrifum nýtingarinnar og
skilji mikilvægi sjálfbærrar nýtingar
fyrir framtíðina.“
Umræðan reynst
skólanum erfið
Anna Guðrún segir að umræð
an síðustu árin hafi reynst Land
búnaðarháskólanum mjög erfið,
Náttúru og umhverfisdeildinni
sem og öðrum deildum skólans.
Hún hafi ótvírætt komið niður á
aðsókn í skólann. „Við hefðum
gjarnan viljað fá til okkar fleiri
nemendur og vonumst til að
þeim fjölgi. Að jafnaði hafa verið
teknir inn í deildina um tólf nem
endur á ári. Af þeim sem hafa út
skrifast hafa 53% farið í fram
haldsnám. Það er ótrúlega hátt
hlutfall. Ég held það sýni best að
okkar nám er gott og hvetur fólk
til að halda áfram og bæta enn við
í þekkingar og reynslubankann,“
segir Anna Guðrún Þórhallsdótt
ir.
þá
Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor
er námsbrautarstjóri Náttúru- og um-
hverfisbrautar Landbúnaðarháskóla
Íslands.
Sumarkúrs í plöntugreiningum á fyrsta ári, þar sem nemendur læra að þekkja
einstakar plöntur. Það gefur mikilvægan grunn fyrir námið við Náttúru- og um-
hverfisfræðibraut.
Bæjarstarfsmenn
til Malmö
AKRANES: Dagana 14. – 17.
maí næstkomandi fara 25 starfs
menn Akranesbæjar í fræðslu
ferð til borgarinnar Malmö í
Svíþjóð. Regína Ásvaldsdóttir
bæjastjóri lagði fram tillögu á
bæjarráðsfundi Akraness í síð
ustu viku að starfsmönnunum
sem fara í ferðina yrði veitt leyfi
föstudaginn 15. maí. Samkvæmt
tillögunni er tilgangur ferðar
innar „að auka hæfni og þekk
ingu starfsmanna bæjarskrif
stofunnar og veita þeim inn
sýn í hvernig sambærileg störf
eru unnin í öðru landi og um
leið afla nýrra hugmynda sem
bætt geta starfsemina.“ Starfs
fólk Akranesbæjar greiðir all
an kostnað af ferðinni sjálft,
bæði úr eigin vasa en einnig
með framlögum úr fræðslusjóði
stéttarfélaganna. Tillagan var
samþykkt.
–mþh
Svipað atvinnu-
leysi milli mánaða
LANDIÐ: Skráð atvinnu
leysi í liðnum febrúar var 3,6%
að meðaltali í landinu og voru
5.842 atvinnulausir í mán
uðinum. Fjölgaði atvinnulaus
um um 115 að meðaltali frá
janúar en hlutfallstala atvinnu
leysis breyttist ekki milli mán
aða. Í febrúar fjölgaði atvinnu
lausum körlum um 19 frá janú
ar en að meðaltali voru 2.840
karlar á atvinnuleysisskrá og var
atvinnuleysi 3,2% meðal karla.
Atvinnulausum konum fjölg
aði um 96 frá janúar og voru
3.002 konur á atvinnuleysisskrá
og var atvinnuleysi 4,1% með
al kvenna. Þetta kemur fram
í mánaðarlegu yfirliti Vinnu
málastofnunar um atvinnu
ástandið í landinu. Atvinnulaus
um fjölgaði að meðaltali um 102
á höfuðborgarsvæðinu og var
atvinnuleysi þar 3,6% í febrúar.
Á landsbyggðinni fjölgaði at
vinnulausum um 13 frá janúar.
Mest var atvinnuleysið á Suð
urnesjum 5,7%. Fæstir voru án
atvinnu á Norðurlandi vestra,
2,6%, á Vesturlandi 2,7% og
2,8% á Austurlandi.
–þá
Betri afkoma
Faxafóhafna en
áætlað var
SV-LAND: Afkoma Faxaflóa
hafna sf. árið 2014 var betri en
gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl
un. Þetta kemur fram í nýbirt
um ársreikningi hafnasamlags
ins fyrir síðasta ár. Tekjur voru
220,9 milljónum króna umfram
áætlun en rekstrarútgjöld voru
56,2 milljónum króna undir
áætluðum útgjöldum. Þá voru
fjármagnsliðir undir því sem
áætlað var í fjárhagsáætlun og
skýrist það af lækkun lána og
óverulegri verðbólgu. Rekstr
arhagnaður fyrir fjármagnsliði
varð því meiri en áætlað hafði
verið, eða sem nemur 277 millj
ónum króna. Gjaldamegin skýr
ast frávikin af minni eignagjöld
um og lægri afskriftum eigna en
gert var ráð fyrir. Í greinargerð
Gísla Gíslasonar hafnarstjóra
með ársreikningnum segir að
þegar á heildina sé litið er af
koma Faxaflóahafna sf. vel við
unandi og í aðalatriðum nokkru
betri en sú fjárhagsáætlun sem
lagt var upp með.
–þá