Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 54
54 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Skagamenn töpuðu sínum
fyrsta leik í Lengjubikarn-
um í knattspyrnu á fimmtu-
dagskvöldið. Þeir mættu þá
Valsmönnum í Egilshöll og töp-
uðu 1:3. Valmenn skoruðu öll mörk sín í fyrri
hálfleiknum en það var Albert Hafsteins-
son sem minnkaði muninn fyrir ÍA um miðj-
an seinni hálfleik. Þrátt fyrir tapið er ÍA enn í
efsta sæti riðilsins með 12 stig. Skagamenn
mæta í næstu umferð Keflvíkingum og fer
leikurinn fram í Akraneshöllinni laugardag-
inn 21. mars. þá
Ferð þú í margar
fermingarveislur í ár?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Sigríður Ásdís Þórhallsdóttir:
Ég fer í tvær fermingar í ár.
Þetta eru ekki skemmtilegustu
veislurnar.
Sigríður Björk Kristjánsdóttir:
Ég ætti að fara í tvær. Þetta eru
skemmtilegar veislur.
Ágúst Þór Guðsteinsson:
Nei, engar fermingar. Mér leið
ast veislur en fermingarveislur
eru allt í lagi.
Páll Guðmundsson:
Jah, að minnsta kosti þrjár. Það
er allt í lagi í fermingarveislum.
Ragnheiður Hjálmarsdóttir:
Þrjár sem ég man eftir. Alltaf
ljúft og gaman að fara í ferming
arveislur.
Pistill
„Nútíminn er trunta með tóman
grautarhaus, hjartað það er hrímað
því heilinn gengur laus,“ sagði eitt
sinn verðandi sköllótt söngvaskáld
sem kenndi sig við flokk af stórvöxn
um verum. Hafa þessi orð sjaldan
átt við eins vel líkt og núna. Nútím
inn er skrýtin skepna, það geta all
ir verið sammála um. Nýjar tiktúr
ur í samskipta og afþreyingariðnaði
hafa verið mér hugleiknar allt síð
an ég sá Ericsson hlunk í heimsókn
minni ásamt foreldrum mínum til
vinafólks í Svíþjóð. Nú þarf engum
orðum að eyða í hversu mikið þetta
samskiptatæki okkar hefur breyst
en ég má til með að koma með smá
hugleiðingu.
Snjallsíminn getur sagt okkur hve
nær við eigum að vakna, hvernig við
eigum að hreyfa okkur og hvort við
séum að gera það rétt, hvað við gæt
um haft áhuga á að skoða (sugges
ted posts). Nú er einnig svo kom
ið að fólk er að eyða fleiri tugum
þúsunda til að geta hlaupið á mal
bikinu. Það þarf nýja skó, öryggis
vesti, hlaupabuxur, en það eru bux
ur sem ættu einungis að vera notað
ar á veturna þegar myrkrið er sem
mest, til að hlífa ökumönnum sjáðu
til. Reyndar dáist ég að sjálftrausti
íklæðara þessara buxna, sniðið fel
ur akkúrat ekki neitt. Svo til að deila
öllu þessu saman með áhugasöm
um er notaður snjallsíminn og/eða
snjallúrið, sem er frábær uppfinning
sem þarf að hlaða á hverjum degi,
hver er ekki til í það?
Svo til að toppa vitleysuna alger
lega er komið app fyrir nánast hvað
sem er. Til dæmis get ég fengið mér
skrefamæli í símann. Ég hef alltaf
átt erfitt með að sjá tilganginn fyrir
skrefmæli því ég kannski er tvístíg
andi sem þykir ekki gott í dag. Svo
fyrir salernisferð er komið app sem
kallast Toilet Time. Tilgangi þess
hef ég ekki velt mikið fyrir mér en ef
ég ætti að geta mér til, þá er líklegt
að þetta hafi eitthvað með að gera
á hvaða hluta fatnaðarins sem not
andi þessa snjallforrits skal byrja á,
því maður man ekki neitt þessa dag
ana. Buxurnar niður fyrst eða belt
ið losað á undan, eða var það öf
ugt? Kannski sitja tímafrekar kló
settferðir þungt á sálinni hjá mörg
um og gott að geta dreift hugan
um með nammileik en það er ein
mitt tíminn til að kanna handverk
múrarans eða smiðsins, telja flísarn
ar og athuga ástand skápahurðanna.
Ég þekki hvern krók og kima salern
is míns og kann að meta gott hand
verk eins og hver annar, en þekking
mín er einungis afrakstur af einarðri
setu minni á salerninu.
Snjallsíminn hefur dregið úr þess
ari athygli okkar að smáu hlutunum
sem við getum séð og snert. Nú er
allt sem við þurfum á skjá og í fullri
háskerpu. Buxnavasarnir eru að
verða of litlir fyrir þessi smáskrímsli
sem heltaka viðkomandi og segja
honum hvað hann á mörg skref eftir
af deginum. En aftur á móti má líta
á mig sem hræsnara að skrifa þetta
því ég stunda grímulausa notkun á
mínum snjallsíma til að sinna mín
um vettvöngum. Kannski þarf að
búa til app sem segir manni hvenær
maður á að leggja símann frá sér og
líta upp?
Með kveðju,
Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði.
Háskerpa lífshætta
Vesturlandsviðureign í blakinu
Ungmennafélag Grundarfjarð
ar tók á móti Bresa frá Akranesi í
1. deild kvenna í blaki fimmtudag
inn 12. mars. Grundarfjörður sat
í fjórða sæti deildarinnar á meðan
Bresastúlkur voru neðstar í deild
inni. Heimamenn höfðu þónokkra
yfirburði í leiknum en grundfirsku
stúlkurnar sigruðu fyrstu hrinuna
2513 og tóku 10 forystu. Í ann
arri hrinu var það sama upp á ten
ingnum en yfirburðir heimamanna
voru þónokkrir og endaði sú hrina
258 og staðan því orðin 20 heima
mönnum í vil. Engin breyting varð
í þriðju hrinu en hún fór 259 og
sannfærandi 30 sigur Grundar
fjarðra staðreynd. Með þessu fór
Grundarfjörður upp í þriðja sæt
ið upp fyrir Ými sem á þó leik til
góða. Lið Grundarfjarðar spilar
svo sinn síðasta leik í Íslandsmótinu
miðvikudaginn 25. mars þegar þær
sækja Aftureldingu B heim. Bresi
leikur sinn síðasta leik 29. mars
næstkomandi þegar þær taka á móti
Fylki á Akranesi.
tfk
Stefnir í harða keppni í síðasta
Flandrasprettinum
Mikil spenna er í stigakeppni
Flandrasprettanna í Borgarnesi,
en síðasti sprettur vetrarins verður
hlaupinn annað kvöld, fimmtudag
inn 19. mars. Flandrasprettirnir eru
mánaðarleg hlaupakeppni sem fram
fer þriðja fimmtudagskvöld í hverj
um mánuði frá því í október og
fram í mars. Spretturinn hefst jafn
an við íþróttamiðstöðina í Borgar
nesi kl. 20:00 og eru hlaupnir 5 km
um götur bæjarins. Hlaupahópur
inn Flandri stendur fyrir sprettin
um og að spretti loknum fá stiga
hæstu einstaklingarnir í hverjum
aldursflokki afhent verðlaun fyr
ir frammistöðu vetrarins. Þá verð
ur einnig afhentur fjöldi veglegra
útdráttarverðlauna sem fyrirtæki á
svæðinu og víðar hafa gefið.
Í nokkrum flokkum er enn barist
hart um sigurlaunin. Í karlaflokki
hafa úrslit fimm fyrstu sprettanna
reyndar verið öll á sama veg sé að
eins litið á fyrstu menn, því að þar
hefur Íslandsmeistarinn í maraþon
hlaupi, Arnar Pétursson úr ÍR, sigr
að í öllum fimm sprettunum það
sem af er vetri og Jósep Magnús
son í Borgarnesi verið í öðru sæti.
Sigurvegarinn fær 10 stig fyrir hvert
hlaup, næsti maður 9 stig o.s.fv.,
þannig að fyrir lokahlaupið er Arn
ar með 50 stig og Jósep 45. Telja má
víst að Arnar vinni stigakeppnina ef
hann mætir á svæðið á fimmtudag,
enda verður hann að teljast einn af
þremur bestu langhlaupurum Ís
lands um þessar mundir. Að öðrum
kosti er Jósep með pálmann í hönd
unum. Í kvennaflokki er Hrafnhild
ur Tryggvadóttir hins vegar búin að
tryggja sér sigurinn.
Í þremur aldursflokkum er staðan
í stigakeppninni hnífjöfn fyrir síð
asta sprett og í þeim fjórða munar
aðeins einu stigi. Því er ljóst að ekk
ert verður gefið eftir í keppninni á
fimmtudag. Mikið þarf þó að ganga
á til að brautarmetin falli, en þau
eiga Arnar Pétursson í karlaflokki
(16:06 mín) og Arndís Ýr Haf
þórsdóttir úr Fjölni í kvennaflokki
(19:20 mín).
Flandrasprettirnir setja svip á
bæjarbraginn í Borgarnesi kvöldin
sem þeir fara fram. Full ástæða er til
að hvetja fólk til að fara út á götur,
fylgjast með og hvetja hlauparana
til dáða. Síðasti hluti hlaupsins fer
meðfram aðalgötunni í bænum ofan
úr Bjargslandi og stystu leið nið
ur í íþróttamiðstöð. Von er á fyrsta
manni þangað upp úr kl. 20:16.
Flandraspretturinn hefst sem fyrr
segir kl. 20:00, en sala þátttökuseðla
hefst hálftíma fyrr í anddyri íþrótta
miðstöðvarinnar. Seðillinn kostar
500 kr. Þátttakendur fylla út seðil
inn, hlaupa með hann og skila hon
um svo þegar þeir koma í mark.
Nauðsynlegt er að skila seðlinum til
að fá hlaupatímann skráðan. Hægt
er að nýta búningsaðstöðu í íþrótta
miðstöðinni, og þar er upplagt að
fara í heita pottinn að hlaupi loknu.
Gjaldið í pottinn er ekki innifalið í
þátttökugjaldi.
Nánari upplýsingar um Flandra
sprettina er að finna á hlaup.is.
sg
Úr síðasta Flandrasprettinum á síðasta vetri. Ljósm. Kristín Gísladóttir.
Fyrsta tap
Skagamanna í
Lengjubikar
Skagamenn fóru með tvö stig í skottinu yfir
Hellisheiðina á fimmtudagskvöldið eftir drama-
tískan sigur á FSu í leik liðanna í fyrstu deild-
inni í körfubolta á Selfossi. Leikurinn einkennd-
ist af sveiflum og eftir að Skagamenn höfðu náð
góðu forskoti í þriðja fjórðungi sóttu Sunnlend-
ingarnir mjög á í lokafjórðungnum. Háspenna
var á lokamínútunni en ÍA sigraði í leiknum með
tveggja stiga mun 83:81. Við sigurinn stökk ÍA
úr fimmta sætinu í það þriðja. Liðin í öðru til
fimmta sætinu eru nú öll með 24 stig. Það eru
þau sem keppa í úrslitakeppninni um eitt sæti í
úrvalsdeild, en Höttur sigurvegarinn í deildinni
fær hitt. Hamar og Valur hafa þó betri stöðu en
ÍA og FSu þar sem þau eiga leik til góða.
Heimamenn byrjuðu betur í leiknum á Sel-
fossi og voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leik-
hluta. Gestirnir snéru leiknum sér í vil í öðr-
um leikhluta og voru fjórum stigum yfir í hálf-
leik 45:41. Skagamenn komu síðan grimmir til
seinni hálfleiks og höfðu 13 stiga forskot fyrir
lokafjóðunginn. Það virtist ekki ætla að duga
þar sem heimamenn sóttu stöðugt á í loka-
fjórðungnum. En Skagamenn stóðust pressuna
í blálokin og sætur sigur var staðreynd. Jam-
arco Warren skoraði 28 stig í leiknum, Ómar
Örn Helgason kom næstur með 19, Fannar Freyr
Helgason 18, Áskell Jónsson 10, Magnús Bjarki
Guðmundsson 6 og Þorleifur Baldvinsson 2.
ÍA á einn leik eftir í deildarkeppninni. Hann
verður gegn Hetti í íþróttahúsinu við Vestur-
götu föstudagskvöldið 20. mars. þá
Skagamenn
unnu FSu