Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Page 25

Skessuhorn - 17.02.2016, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 25 Akranes- og Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands fékk í gær afhenta neyðarkerru sem deildirnar keyptu saman. Í kerrunni er allt sem þarf til að setja upp fjöldahjálparstöð hvar sem er á svæðinu með skömmum fyrirvara. Verður kerran geymd á slökkvistöðinni við Sólbakka í Borgarnesi, þar sem hægt verður að ná í hana ef þörf krefur. Margt fleira var gert í tilefni 112 dagsins í Borgarbyggð. Byrjað var á því að viðbragðsaðilar fóru í heimsókn á leik- skólana í héraðinu. Tóku leikskólabörn vel á móti gestunum og voru þau áhugasöm um öll störf gestanna. Börnin höfðu undirbúið heimsóknina vel, voru búin að teikna myndir sem tengdust 112 númerinu og voru vel upplýst um gagnsemi þess að muna símanúmerið sem nú hefur verið neyðarnúm- er allra landsmanna í rétt 20 ár. Eftir leikskólaheimsóknirnar var sýning í Hyrnutorgi í Borgarnesi þar sem ýmislegt var að sjá. Utan dyra voru sýnd björgunartæki, svo sem lögreglu- og sjúkrabifreiðar, fjór- hjól, slökkviliðsbílar og fleira. Inni var kynning á fjallabjörg- unarbúnaði og fleiru sem snýr m.a. að skyndihjálp. mm/ Ljósm. mm & viðbragðsaðilar. Fjölbreytt dagskrá á 112 deginum í Borgarbyggð Björgunarsveitafólk framtíðarinnar fékk að máta fjórhjólin. Sjúkraflutningamenn sýndu hvernig hjartahnoðtækið Lúkas vinnur. Gert klárt til að sýna gestum hvernig slösuðum er komið fyrir í sjúkrabörum. Magnús í Straumfirði sýndi innihald þriggja daga matarskammts og viðlegubúnaðar. Tæki viðbragðsaðila voru til sýnis. Þessi ungi piltur varð eiginlega hálf feiminn þegar hann fékk að setjast í bílstjórasætið á lögreglubílnum. Sexhjól Björgunarsveitarinnar Heiðars. Börn á leikskólunum í Borgarbyggð gerðu teikningar þar sem þemað var 112. Nýja fjöldahjálparkerran var til sýnis við Hyrnutorg. Gamli sjúkrabíllinn og sá nýjasti í Borgarnesi. Sjúkrabeddi settur saman, en hann er meðal búnaðar í fjölda- hjálparkerrunni. Leikskólabörnum þótti afar mikið til þess koma að fá að skoða útbúnað og klæðnað björgunarsveitarmanna. Farið yfir lífsnauðsynleg atriði skyndihjálpar með leikskólabörnum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.