Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Page 43

Skessuhorn - 16.03.2016, Page 43
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 43 framkvæmda á næstu árum. Skiptir þá mestu skýr sýn á verkefnin og harð- fylgi sem dugir til árangurs. Stöðugildum hefur ekki fjölgað í tólf ár Alltaf var gengið út frá því að göngin yrðu greidd með veggjöldum og það stendur. Sumir telja reyndar að Spöl- ur sé skuldlaus nú þegar og safni veg- gjöldum í sjóð! Ekki er það nú svo. Í lok árs 2015 námu langtímaskuld- ir félagsins tæplega 1.500 milljón- um króna. Sú skuld verður greidd í þrennu lagi, síðasti hlutinn í septem- ber 2018. Þegar langtímaskuldir hafa ver- ið gerðar upp þarf Spölur að standa við aðrar skuldbindingar, svo sem að greiða út inneignir á viðskiptareikn- ingum, ónotuð afsláttarkort, skila- gjöld veglykla, tekjuskatt félagsins og hluthöfum hlutafé sitt, uppfært til verðlags. Samningur Spalar við ríkið er ótví- ræður um að þegar samningstím- anum lýkur fellur heimild til gjald- heimtu niður. Stöðugildi Spalar eru jafnmörg nú og fyrir tólf árum. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var vissulega umtalsvert meiri í seinni tíð en áður en það stafar fyrst og fremst af ýmiss- konar sérfræðiþjónustu sem nauðsyn- legt var að kaupa, einkum til að upp- fylla kröfur reglugerðar frá 2007 um öryggi og fleira í starfseminni. Fram- kvæmdir vegna öryggismála á árun- um 2007-2012 kostuðu á þeim tíma 375 milljónir króna. Öryggi er ekki sparnaðarmál Margt í starfsemi Spalar er tilefni skrifa og ummæla á opinberum vett- vangi og ekkert nema gott um það að segja að göngin veki athygli og um- ræðu. Svo hefur verið allt frá árinu 1990 og verður ábyggilega áfram. Sumir spyrja til dæmis hvers vegna Spölur spari ekki í rekstrinum með því að hafa sjálfvirka afgreiðslu í gjald- hliðinu og mannlaust gjaldskýli? Því er til að svara að sólarhrings- vakt í gjaldskýlinu árið um kring er fyrst og fremst í þágu öryggis vegfar- enda og hefur margoft sannað gildi sitt. Vaktmennirnir eru reyndar drjúg- ir líka við að svara fyrirspurnum er- lendra ferðamanna og veita þeim leiðsögn um landið en það er auka- hlutverk sem þeir ganga í af ánægju og er önnur saga. Því má reyndar velta fyrir sér hvernig þessum málum verði háttað þegar ríkið hefur tekið við rekstri ganganna? Staðfest er að öryggismál Hval- fjarðarganga standast að ýmsu leyti kröfur sem gerðar eru til vegganga með mun meiri umferð. Öryggi til framtíðar hlýtur áfram að verða mjög mikilvæg rekstrarforsenda ganganna. Spölur hefur ætíð gætt aðhalds í rekstri en félagið sparar ekki við sig mannahald og framkvæmdir sem miða að auknu öryggi vegfarenda og mun ekki gera, svo lengi sem það hefur með göng undir Hvalfjörð að gera. Verkefnið er hins vegar ekki að velta vöngum yfir fortíðinni held- ur því sem gera þarf á komandi árum þannig að öryggi vegfarenda um Kjal- arnes og undir Hvalfjörð verði eins og best verður á kosið. Gísli Gíslason, formaður stjórnar Spalar og Gylfa Þórðarson, fram- kvæmdastjóra Spalarþ Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. 43 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Afþreying.“ Vinningshafi er: Sig- urður Örn Búason, Dalsflöt 9, Akranesi. mm Ítreka Tvístr- un Ólyfjan Alda Kátar Tóm Klafi Haf Býsn Kantur Hefur Sérhlj. Útvega Spann Festir Ekki heldur Spil Ætla Glett- inn Dyggur Kopar Eimur Hæð Arinn Hvatn- ing Prúður 1 9 2 Skjögra Kindur Ras 18 7 Grind Frumefn Ílát Nærast Pípa Gæfa Sofa Poka Sonur Skjóða Nóa Skjól 14 5 Elfur Heiður Rödd þar til Óreiða Bindi Sefa Kostur 15 Espa Gróða Leðja Á fæti Hressar 17 Tanna Furða Leit Fljótur Þys Lóðið Nægtir Húð Yndi Iðn Hryggur Tvíhlj. Tíma- bil Juð Kveiki- efni Þrek Fis Kættir Tár Mó- lendi 8 4 Staup Eykst Stafur Mæliein Fugl Glöð Logi Blæs 6 Um- vherfis Tegund Hanki Spons 3 Núna Sk.st Dýpi Gista Egna 12 Kona Sk.st. Skæði Hús- leifar Dreifa Hnoðað Mettur Samhlj. 16 Spýta Reipi 13 Lína Óreiða Naum Leið- beina Pár 11 Reimin Rusl Slá 10 19 Fum 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Pennagrein Hratt flýgur stund og nú blasir við að eftir ríflega hálft þriðja ár kem- ur að því að Spölur afhendi ríkinu Hvalfjarðargöng skuldlaus, fyrir árs- lok 2018. Það er í samræmi við samn- inga og lög frá Alþingi og verða skil ganganna reyndar nokkru fyrr en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Yngri kynslóðir muna tæplega aðdraganda ganganna og þekkja ekki aðstæð- ur árið 1988 þegar áhugahópur um verkefnið ákvað að leggja af stað í þann leiðangur að freista fjárfesta til að leggja fjármuni í holu undir hafs- botni norður í Dumbshafi. Þótt ein- hverjir telji nú að veggjaldið sé þrösk- uldur þá var opnun Hvalfjarðarganga upphaf að verulegum og breytingum á Vesturlandi og jákvæðri byggðaþró- un. Göngin eru ekki greidd af skattfé landsmanna heldur borga vegfar- endur mannvirkið með veggjöldum. Engin lán til gangagerðarinnar voru tekin með ríkisábyrgð, heldur bar verktakinn alla ábyrgð á fjármögnun- inni á framkvæmdatímanum. Hvorki í ríkisstjórnum né á Alþingi var áhugi fyrir því að ríkið ábyrgðist lán Spalar vegna ganganna, enda framkvæmdin umdeild og talin nokkuð áhættusöm, bæði fjárhagslega og tæknilega. Þegar göngin voru tilbúin til notk- unar komu bandarískt líftrygginga- fyrirtæki, fimmtán íslenskir lífeyris- sjóðir og fleiri að langtímafjármögn- uninni. Þetta voru fyrstu fjármögnunar- samningar sinnar tegundar á Norð- urlöndum og fyrsta fjárfesting lífeyr- issjóðanna í einkaframkvæmd – og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkisábyrgð né tryggð með veði í fasteignum. Spölur var líka látinn borga vegagerð Ríkið (Vegagerðin) átti að sjá um að leggja vegi að göngunum beggja vegna og halda þeim við en Spöl- ur að annast allt viðhald í göngun- um sjálfum. Það gekk ekki eftir nema að hluta því Spölur borgaði helming kostnaðar við 20 km langa tengivegi að göngunum til að unnt yrði að ná endum saman í fjármögnun verkefn- isins í heild sinni. Þingmönnum Vest- urlands- og Reykjaneskjördæma þótti það nefnilega of stór pólitískur biti að kyngja ef öll vegtenging, beggja vegna Hvalfjarðar, yrði kostuð af vegafé kjördæma sinna. Því skal sömuleiðis haldið til haga að árið 2002 tók Spölur á sig kostn- að vegna nýrrar akreinar frá suður- munna upp að gatnamótum Hval- fjarðarvegar ásamt tilheyrandi lýs- ingu akbrautarinnar. Ríkisstjórnin mæltist til þessa og stjórn Spalar sá sér ekki annað fært en að samþykkja erindið þótt framkvæmdin tilheyrði ekki göngunum sjálfum. Þúsundkallinn ætti að vera 2.335 krónur! Umferð í Hvalfjarðargöngum varð fljótlega meiri en upphaflega var reiknað með og þess hafa vegfarend- ur notið í lægri veggjöldum en ella. Gjaldskrá ganganna hefur átta sinnum verið breytt frá því göng- in voru opnuð í júlí 1998, þrisvar til hækkunar en fimm sinnum til lækk- unar. Gjaldskráin kom meðal annars við sögu 2005 við endurfjármögn- un Spalar. Þá var ákveðið að lækka veggjaldið verulega í stað þess að stytta rekstrartímann, sem mæltist vel fyrir. Í upphaflegum samningi Spalar við lánveitendur var kveðið á um að veggjaldið skyldi fylgja verðlagsþróun í landinu og taka mið af breytingum á vísitölu neysluverðs. Það hefur aldrei gengið eftir, langt frá því. Stök ferð kostaði þúsund krónur sumarið 1998 og kostar enn þúsundkall en gjald- ið ætti að vera 2.335 krónur ef það fylgdi vísitölunni. Hverfandi líkur eru á að hægt sé að finna aðra gjaldskrá á Íslandi sem hægt er að segja um svip- aða sögu! Virðisaukaskattur hefur frá upphafi verið lagður á veggjaldið í samræmi við lög og úrskurð ríkisskattstjóra frá 1990. Þar af leiðandi kemur innskatt- ur á móti rekstrarkostnaði og fjárfest- ingum. Spölur óskaði aldrei eftir því að skatturinn félli niður af veggja- ldinu sjálfu, enda ekki að búast við því að slík beiðni fengi undirtektir. Ósk- að var eftir að skatturinn næði ekki til veglyklanna en því var hafnað. Auðvitað hefði verið gott ef rík- ið hefði fellt niður virðisaukaskatt- inn af byggingu mannvirkisins og ef ekki hefði þurft að leggja skattinn á veggjaldið. Hvorki fyrr eða síðar stóð slíkt til boða og því hafa lög um virð- isaukaskatt gilt um Spöl sem önn- ur fyrirtæki. Hins vegar er rétt að halda því til haga að þrátt fyrir hækk- un skattsins á árinu 2015 var gjaldskrá Spalar haldið óbreyttri og hefur svo verið allt frá árinu 2011. Tryggingar ganganna kosta sitt og náðu hæstu hæðum eftir hryðjuver- kaárásirnar í Bandaríkjunum í septem- ber 2001. Aldrei kom til álita að ríkið tryggði göngin, enda voru trygging- ar fjölþættar, umfangsmiklar og dýrar vegna eðlis fjármögnunar mannvirk- isins og samkvæmt samningum við þá sem lánuðu fé í verkefnið. Umfang trygginganna var upphaflega að kröfu stærsta lánveitandans, John Hancock Mutual Life Insurance Inc. og skil- yrði lánveitingar í verkefnið. Þeg- ar lán Spalar voru endurfjármögn- uð árið 2005 tókst að lækka kostnað vegna trygginga, ekki síst í ljósi þess að verkefnið gekk betur en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. Hrunið setti strik í reikninginn Á árinu 2007, þegar umferð hafði vax- ið hratt árin þar á undan, blasti tvennt við forystusveit Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng. Félagið hefði að óbreyttu orðið 1. skuldlaust þegar leið á árið 2015 og þar með unnt að afhenda rík- inu göngin mun fyrr en sam- komulag og lög kváðu á um. Efnahagshrunið setti hins vegar stórt strik í þann reikning. Útlit var fyrir að á rekstrartíma 2. Spalar færi umferðin upp fyrir til- tekið hámark í reglugerð þar að lútandi. Spölur og Vegagerðin hófu ákveðna undirbúnings- og rannsóknarvinnu vegna „tvöföldunar“ undir Hval- firði, þ.e. nýrra ganga. Enda var óhjá- kvæmilegt að bregðast við þróun mála þá en hrunið títtnefnda breytti mörgu, þar á meðal umferðartölum í göngunum og í öllu íslenska vega- kerfinu. Umferð í göngunum minnk- aði verulega og tekjur af veggjöldum drógust að sama skapi saman. Af sjálfu leiddi að áform um Hval- fjarðargöng II voru lögð til hlið- ar. Það kemur hins vegar í hlut rík- isins að fjalla um hvernig og hvenær brugðist skuli við umferð sem eykst nú stöðugt og stefnir „upp úr þaki“ reglugerðarinnar innan fárra ára. Augljós er sá fjárhagslegi ávinning- ur, sem ríkið hefur haft af Hvalfjarð- argöngum. Sá ávinningur hlýtur að verða kjörnum fulltrúum á Vestur- landi hvatning og verkfæri til að ná fjárveitingum til nauðsynlegra vega- Spölur á lokaspretti Gjaldskýli Spalar og norðurmunni Hvalfjarðarganga. Mynd: Hreinn Magnússon.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.