Skessuhorn - 04.10.2017, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 20174
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Af flökkufé, Móra og
línubrjótum
Á hverju hausti er réttað, bændur heimta fé af fjalli, draga í dilka og reka
hóp sinn heim. Hvort sem það er tilviljun, eða eitthað annað sem veldur,
vill svo skemmtilega til að núorðið er jafn oft boðað til kosninga og slát-
urtíð lýkur. Líkt og féð af fjalli eru stjórnmálamenn því að tínast til sinna
heimkynna hver af öðrum, misjafnlega vel framgengnir. Það er alltaf gagn-
legt þegar þeir, líkt og annar fénaður, leitar í réttu dilkana og lendir ekki á
flækingi. Þegar rétt er dregið er svo miklu líklegra að féð þrífist vel þegar
það kemst á hús og þiggur gjöfina sína. Löngum hefur það nefnilega ver-
ið svo að heimaríkir forystusauðir gefa aðkomufé ekkert svigrúm til að éta
fylli sína á garðanum og eru einfaldlega vondir við óboðna gesti. Það er því
jafn mikilvægt að í þessum réttum, sem við köllum kosningar, verði ekki
misdregið.
Á liðnum dögum hefur ríkt talsvert rót í hinu pólitíska réttahaldi. Einn
réttarveggur brast til dæmi um daginn með þeim skelfilegu afleiðingum að
hópur ódæls mislits fjár, lagði á skipulagðan flótta frá bænum Hriflu með
illskeyttan forystuhrút í broddi fylkingar. Töldu menn að ofvöxtur hefði
orsakað svakalegt hornahlaup sem var að þjaka hrútinn í höfðinu. Eða þá að
þetta væri afleiðingar þess að veturinn áður hafði hann orðið að lúta í gras
eftir blóðugan bardaga við annan sauð. Nú, bóndinn á Hriflu lét sér fjár-
missinn í léttu rúmi liggja og sagði brosandi við stallbræður sína í réttinni
að þetta fé hefði hvort eð er aldrei þrifist almennilega og því ákvað hann að
gera ekkert til að ná því aftur í aðhald. „Farið hefur fé betra,“ sagði hann,
rumdi og ræskti sig.
Þetta fyrrum Hriflufé var um tíma nokkuð ráðvillt eftir útgönguna og
átti erfitt með að finna sitt rétta lén. Ekki síst þegar í ljós kom að Björn
bóndi í Eyju hafði séð flóttann fyrir, galopnað dyr sínar fyrir flóttafénu að
norðan og boðið því inn í hlýjuna til að þakka fyrir sig. Ekki vildi það þó inn
til Eyjajarlsins, lét eins og það væri ekki samboðið honum sökum laskaðs
orðspors, og kaus frekar að leita húsaskjóls á nýbýlinu Hrafnabjörgum.
Nú svo bar við í göngum og réttum í annarri sveit nokkru sunnar að
þar náðist að hreinsmala afréttinn. Slíkt hefur aldrei gerst áður. Engeyjar-
bændur voru til dæmis svo ánægðir með heimturnar og afurðirnar af sínu
fé að þeir ákváðu að láta allar fullorðnu kindurnar lifa og slátra gimbrunum,
jafnvel þótt þær væru álitlegar til ásetnings. Í héraði nokkru austar mun svo
hinn harðsnúni hópur Þistilfjarðarfjárins einnig hafa komið vel fram geng-
inn og því spáð að frjósemi stofnsins verði með besta móti. Að vísu eru
menn dálítið tvístígandi um ásetning á gömlum kollóttum hrúti, Móra, sem
talinn er geta orsakað skyldleikaræktun verði hann notaður oftar. Menn
vilja þó ekki farga honum þar sem enginn skárri finnst af ósýktu svæði.
Fáum sögum fer af vel lukkuðum stofnunum nýbýla í haust, en þó ekki
útilokað um eitt. Herma fregnir að landlitlir kotbændur, sem flæmst hafa
frá jörðum sínum vegna illdeilna við fyrrum nágranna sína og ungmenna-
félaga, hyggi á stofnun félagsbús í Sælandi. Á langbylgjurás Sagnaþings
heyrði því þó fleygt að helsta vandamálið væri að erfiðlega gangi að kaupa
nógu stóran hóp af hreinræktuðu fé svo hægt væri að hefja búskap. Það
fé þyrfti skilyrðislaust að vera laust við bresti sem gjarnan fylgi framandi
stofnum flökkufjár, ekki dökkt á hörund eða skáeygt, heldur feitlagið, bæri
sig vel og jarmaði einungis á íslensku. Á Sælandi hyggjast karlarnir og ráðs-
kona þeirra þó ekki leggja árar í bát og hafa ráðið til lags við sig hagfræðing,
prest, sýslumann og sérfræðing í sjóorrustum til að finna út hvernig koma
megi hreinu flóttafé yfir sauðfjárveikivarnarlínur alla leið til Sælands, án
þess að verða skotið.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Tvö verkalýðsfélög; Verkalýðs-
félag Akraness og Verslunarmanna-
félag Reykjavíkur, hafa ákveðið að
boða í sameiningu til opins fundar
í Háskólabíói í Reykjavík næstkom-
andi laugardag klukkan 14:00. „Á
fundinum verður fjallað um okur-
vexti og verðtryggingu en þar munu
flytja erindi, auk formanna VR og
VLFA, fulltrúi frá Hagsmunasam-
tökum heimilanna, Már Guðmunds-
son seðlabankastjóri og Ólafur Mar-
geirsson doktor í hagfræði. Einnig
mun öllum framboðum til Alþingis
verða gefinn kostur á að kynna stefnu
og áherslur flokka sinna í vaxta- og
verðtryggingarmálum,“ segir Vil-
hjálmur Birgisson formaður VLFA.
Í tilkynningu vegna fundarins seg-
ir að hann sé meðal annars haldinn
vegna níu ára afmælis hrunsins hér
á landi og að rétt rúmar þrjár vikur
verða þá til kosninga til Alþingis. Yf-
irskrift fundarins verður: „Guð blessi
heimilin - Okurvextir og verðtrygg-
ing, mesta böl þjóðarinnar.“
mm
Baráttufundurinn „Guð blessi
heimilin“ haldinn í Háskólabíói
Ragnar Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson boða til baráttufundar.
Samsett mynd: miðjan.is
Samkvæmt samantekt Hagstofunn-
ar er vísitala neysluverðs í septem-
ber á þessu ári 444,6 stig og hækkar
um 0,14% frá fyrr mánuði. Vísitala
neysluverðs án húsnæðisliðar er
hins vegar 383,7 stig og lækkar um
0,21% frá ágúst 2017. Þetta þýðir
að lán heimila og fyrirtækja hækka
vegna þess að húsnæði í landinu
hefur hækkað í verði.
Kostnaður vegna búsetu í eig-
in húsnæði hækkar um 1,2% milli
mánaða, samkvæmt samantekt
Hagstofunnar, og hefur áhrif til
hækkunar vísitölunnar um 0,24
prósentustig og föt og skór hækka
um 6%. Flugfargjöld til útlanda
lækka hins vegar um 18,8% milli
mánaða og matur og drykkjarvörur
um 1,3%. Síðastliðna tólf mánuði
hefur vísitala neysluverðs hækkað
um 1,4% en vísitalan án húsnæðis-
þáttarins hefur lækkað um 3,1%.
„Ofbeldi gegn
heimilum“
Vilhjálmur Birgisson formaður
Verkalýðsfélags Akraness er sá ein-
staklingur sem harðast hefur gagn-
rýnt þessa reikniaðferð stjórnvalda
að hafa húsnæðisliðinn inn í verð-
grunni neysluvísitölu. Segir hann
Íslendinga vera einu þjóðina í
Evrópu sem geri slíkt og eru það
einkum skuldsett heimili og ein-
staklingar sem tapa, en fjármags-
eigendur græði. Vilhjálmur skrif-
aði um þetta í síðustu viku: „Jæja,
ofbeldið gegn íslenskum heimil-
um og almenningi heldur áfram
af fullum þunga og þetta ofbeldi
er með fullri vitneskju þeirra sem
starfa á Alþingi. Ég hef í mörg ár
fjallað um það að það er ekki bara
að við Íslendingar séum nánast
eina þjóðin í heiminum sem þarf
að þola það að skuldir almenn-
ings og heimila séu verðtryggð-
ar heldur þurfum við líka að þola
það að verðbólgan hér á landi er
mæld með öðrum hætti en í þeim
löndum sem við viljum bera okk-
ur saman við en hér er ég að tala
um að við erum með svokallaðan
húsnæðislið inni í mælingunni á
hækkun á neysluvísitölunni,“ skrif-
ar Vilhjálmur. mm
Vísitala neysluverðs hækkar þar sem
húsnæðisliðurinn er hafður með
Í lok síðasta mánaðar fór formanna-
fundur Krabbameinsfélags Íslands
fram á Hótel Hamri við Borgarnes.
Þangað mættu fulltrúar víðsvegar að
af landinu. Á þessum fundi bera fé-
lögin jafnan saman bækur sínar um
helstu áherslumál, en samvinna og
samstarf er félagsstarfinu til fram-
dráttar. Gestur á fundinum var Þröst-
ur Emilsson frá Almannaheillum.
Hann velti upp spurningunni: „Skipt-
ir þetta félagsstarf einhverju máli?“
Fram kom í erindi hans að svarið er
tvímælalaust „já,“ að félagsstörf skipti
máli. Krabbameinsfélagið og önn-
ur félög hafa komið mörgum góðum
málum á skrið og verið öflugur mál-
svari ýmissa sjúklingahópa, veitt að-
hald og beitt þrýstingi við stjórnvöld.
Bleika slaufan til
stuðnings Ráðgjafa-
þjónustunni
Eitt af því sem Krabbameinsfélögin
hafa unnið að í sívaxandi mæli er ráð-
gjöf og stuðningur. Ráðgjafaþjónusta
KÍ er tíu ára á þessu ári og hefur fyr-
ir löngu sannað gildi sitt. Þar starfar
fagfólk svo sem hjúkrunarfræðingar,
félagsráðgjafar og sálfræðingar. Til
Ráðgjafaþjónustunnar geta einstak-
lingar og fjölskyldur þeirra leitað sér
aðstoðar og upplýsinga, bæði fyrir og
eftir greiningu og meðferð, sér að
kostnaðarlausu.
Nú hefur verið ákveðið að allur
ágóði af söluátaki Bleiku slaufunnar
nú í haust mun renna til Ráðgjafa-
þjónustunnar. Krabbameinsfélag
Borgarfjarðar tók þátt í fyrsta sölu-
degi Bleiku slaufunnar föstudaginn
28. september og nældi slaufu í boð-
unginn á Önnu Dröfn Sigurjónsdótt-
ur hvunndagshetju. Þess má geta að
í Skessuhorni í dag er ítarlegt viðtal
við Önnu Dröfn um baráttuna henn-
ar við illvígt krabbamein.
Kallar eftir
áhugasömum í stjórn
Sigríður Helga Skúladóttir í Borg-
arnesi hefur til fjölda ára verið í for-
mennsku fyrir Krabbameinsfélag
Borgarfjarðar. Hún tilkynnti á að-
alfundi Krabbameinsfélags Borgar-
fjarðar á síðasta ári að hún gæfi ekki
kost á sér til áframhaldandi starfa.
Fyrirhugað er að halda aðalfund
þessa árs nú um miðjan nóvember
og því leitar félagið út í samfélagið
og kallar eftir þátttöku frá áhuga-
sömu fólki sem er tilbúið að ganga
til liðs við Krabbameinsfélagið og
starfa í stjórn þess. „Kæru sveitung-
ar; starf í krabbameinsfélagi sem og
öðrum félögum er gefandi, fræðandi
og skemmtilegt. Ég hvet ykkur til að
styðja við bakið á félaginu og styrkja
starfsemi þess,“ segir í yfirlýsingu frá
stjórn Krabbameinsfélags Borgar-
fjarðar. mm
Fréttir frá Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar
Þegar söluátaki Bleiku slaufunnar var
hrundið af stað fyrir helgi nældi Sigríður
Helga Skúladóttir formaður Krabba-
meinsfélags Borgarfjarðar einni af
fyrstu slaufunum í barm Önnu Drafnar
Sigurjónsdóttur hvunndagshetju.
Anna Dröfn og Hjörleifur Stefánsson með börnin sín þrjú.