Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 12

Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 12
STJÓRNMÁL/ólafur Hannibalsson ÁBYRGÐ? Hefur þú nokkurn tíma rekist á þá á förnum vegi, álúta menn og hokna í hnjánum, sem horfa með stillingu og festu á íslenska jörð? Þetta eru mennirn- ir, sem annast meðferð almannafjár og eru að kikna undan þeirri ábyrgð, sem samfélagið hefur lagt þeim á herðar, mennirnir, sem bera stöðugan kvíðboga fyrir því að eitthvað á þeirra verksviði fari úrskeiðis, undirmönnum þeirra verði á mistök eða fremji afglöp í starfi, sem þeim beri að koma í veg fyrir eða leið- rétta áður en þau valdi tilfinnanlegum skaða. Það er naumast hægt að segja að ekki verði þverfótað fyrir þeim. Eiginlega varla hægt að segja að þeir séu sýnilegir. Hafi þeir einhvern tíma verið til, eru þeir sennilega sú dýrategund, sem við útrýmdum næst á eftir geirfuglinum. Það liggur við að orðið ÁBYRGÐ sé orðið skammaryrði í málinu, notað af öfundar- mönnum og nöldurseggjum, sem ævin- lega eru að þvælast fyrir framkvæmda- glöðum bjartsýnismönnum, sem aftur eru að leitast við það eitt að gera um- hverfi okkar fegurra og glæstara og færa það til samræmis við sjálfsímynd okkar sem einstaklinga og þjóðar: Hnarreist fólk með konungslund, sem þvegið hefur af sér kotungsbraginn í eitt skipti fyrir öll. Meðferð almannafjár er hvarvetna tal- in tilefni til opinberrar umræðu. Um leið og íslenskir fjölmiðlar gera veikburða til- raunir til að rækja þá sjálfsögðu skyldu sína og negla ábyrgð á einstaka menn eða stofnanir, bregst ekki að rekin eru upp ramakvein um persónulegar árásir, nornaveiðar, tilraunir til að hafa æruna af mönnum, pólitískar ofsóknir og þar fram eftir götunum. Jafnframt er leitast við að sýna fram á að engir einstaklingar beri ábyrgð, óviðráðanleg öfl hafi verið að verki, sem sett hafi upphaflegar kostnaðaráætlanir úr skorðum, ósann- gjarnt sé og ruddalegt að einblína á fjár- hagshliðina, ef framkvæmdin hafi tekist vel að öðru leyti. Þessi rök hafa til dæm- is nýlega verið höfð uppi gagnvart fram- kvæmdum við Perluna, Listasafn Is- lands, Þjóðleikhúsið, já, jafnvel Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hvers vegna er yfirleitt verið að gera fjárhagsáætlanir, ef það er ámælisvert að gagnrýna það að ekki skuli eftir þeim farið? Fjárhagsáætlanir eiga að gegna því hlut- verki að auðvelda fulltrúum almennings að velja milli kosta um ráðstöfun al- Hvaðan koma peningarnir sem eytt er umfram áætlanir? Hvers vegna vantar peninga til að hækka kaupið? mannafjár. Að auki eiga þau að setja sjálfri framkvæmdinni ramma, þannig að leitað sé leiða til að koma henni í verk innan þeirra skorða sem samþykktar hafa verið. Samþykkt við einhverja framkvæmd jafngildir því ekki að gefinn sé út auður tékki hennar vegna, heldur er hún samþykkt á einhverju ákveðnu kostnaðarverði. Ef frá þessu er vikið hefur það margvíslegar og víðtækar af- leiðingar. Þegar stjórnvöld fara fram úr fjárlögum þarf að brúa bilið með erlend- um eða innlendum lánum. Af þeirri skuldabyrði þarf að standa straum og þau útgjöld skerða framkvæmdagetu í framtíðinni. Ohófleg innlend lántaka knýr upp vexti og skerðir þannig kjör al- mennings og fyrirtækja. Þegar Perla og Ráðhús Reykjavíkurborgar fara svo mil- ljörðum skiptir fram úr áætlun verður samsvarandi minna eftir til annarra verk- efna. Þeir, sem samþykktu byggingu Perlunnar í góðri trú um að hún kostaði 800 milljónir á núvirði, horfa fram á að verða að draga úr öðrum framkvæmdum eða þjónustu um aðrar 800 milljónir, sem hún hefur kostað umfram sam- þykktir. Það er engin röksemd í þessu samhengi hvort byggingin er fögur, vel heppnuð, fjölsótt, vinsæl. Átta hundruð milljóna Perla er það sem samþykkt var. Sextán hundruð milljóna Perla er það sem við fengum. Einhver eða einhverjir hljóta að vera ábyrgir fyrir mismuninum. Nú bregður raunar svo við að margir lýsa ábyrgð á hendur sér. En hvaða máli skiptir það ef sú ábyrgð kostar engan neitt? Ekki verður pólitískri ábyrgð komið á hendur fyrrverandi borgar- stjóra. Hann er nú forsætisráðherra og lýsir ábyrgð á hendur fyrirrennurum sín- um í stjórnkerfi ríkisins fyrir að hafa veitt lán út um landsbyggðina, sem eng- um arði skili og þannig rýrt opinbera sjóði, sem þeim bar að standa skil á frammi fyrir almenningi. Það hefur líka verið haft á orði, að kjósendur séu þegar búnir að létta pólitískri ábyrgð af þáver- andi borgarstjóra og borgarstjórnar- meirihluta með glæsilegu brautargengi í kosningum. En reikningar lágu ekki fyrir í þeim kosningum. Bara þau loforð að ákveðnum byggingum yrði komið upp fyrir ákveðinn pening. Pólitískri ábyrgð hefur því engan veginn verið aflétt. í ís- lensku fjölflokkakerfi er auk þess erfitt og í sumum tilfellum ómögulegt að draga einstaka stjórnmálamenn til ábyrgðar. Meira að segja útstrikanir hafa ekkert umtalsvert pólitískt vægi. Perlan er fyrir margra hluta sakir dæmi um opinbera framkvæmd, sem ekki ætti að hjúpa hulu gleymskunnar. Stjórnmálamenn um allan heim reyna einatt að telja kjósendum sínum trú um að þeir megni að færa þeim gjafir af al- mannafé. Móti þessu tefldi Milton framhald á bls. 105 12 HEIMSMYND HEIMSM917-37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.