Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 34
kaupa sér samloku en kom auga á flygilinn í
búðarglugga og ákvað að láta slag standa og
kaupa hann í leiðinni. Ur stofunni er opið inn í
borðstofu sem er búin fallegum húsgögnum úr svörtum við í
stíl við húsgögnin í stofunni. Þaðan er gengið niður í garðstofu
þar sem stóru gasgrilli hefur verið komið fyrir og síðan út í
garð. Á efri hæðinni eru svefnherbergi fjölskyldunnar. Á gólfi
hjónaherbergisins hefur verið slegið upp tjaldi þar sem Hildur
hefur komið sér fyrir með leikföngin sín. Öll eru herbergin
rúmgóð að bandarískum sið og inn af hjónaherberginu er sér-
stakt baðherbergi. Kjallarinn er stór og úr honum er einnig
hægt að ganga út í garðinn. I einu horni kjallarans er að finna
heilmikinn bar sem þau Grétar og Dóra segja þó að sé lítið
notaður. Þar hafa þau einnig komið fyrir þrekhjóli og róðrar-
tæki sem Grétar notar mikið.
„Það er margt ólíkt með því að búa á íslandi og í Bandaríkj-
unum. Sennilega var það erfiðast fyrir Margréti að skipta um
umhverfi því hér þekkti hún engan nema okkur og málið var
framandi. En hún var fljót að aðlagast og nú er hún hæst
ánægð. Margrét lítur samt á ísland sem sitt heimaland og talar
alltaf um að fara heim til íslands. Sú yngri þekkir hins vegar
ekkert annað en að búa hér.“ Hildur er mjög skrafhreifin þótt
hún sé ekki nema rúmlega tveggja ára og segir sögur af öllu
milli himins og jarðar. Hún bendir síðan pent á að hún tali
líka ensku og segir nokkur orð því til sönnunar. „Við höfum
ekki áhyggjur af stelpunum hvað menntun þeirra varðar. Það
er mikils virði fyrir börn að læra önnur tungumál auk þess sem
bandarískir barnaskólar er mjög góðir,“ segir Grétar. Dóra
bendir á að strax í upphafi skólagöngu Margrétar hafi verið
lögð rík áhersla á það við foreldra að þeir gerðu börnum sín-
um grein fyrir því að þau væru ekki í skólanum til að læra fyrir
kennarana eða foreldrana heldur væru þau með náminu að
leggja grunn að eigin framtíð. „Þessi afstaða til námsins skilar
sér því börnin eru mjög metnaðarfull og áhugasöm um að
standa sig,“ segir Grétar. „Hins vegar virðist heldur síga á
ógæfuhliðina þegar lengra er komið, því námi á unglingsárum,
í svokölluðum high school er oft æði ábótavant. Þá er gott að
geta treyst á íslensku menntaskólana."
Vinna Grétars sem sendiráðsritara er æði fjölbreytileg. „Ég
sinni ýmiss konar upplýsingastarfsemi og síðan
er heilmikil vinna tengd Sameinuðu þjóðunum,
aðallega þó þann tíma ársins sem Allsherjar-
þingið situr. Þann tíma stendur líka mesta samkvæmislífshrot-
an en þá er fulltrúum sendiráðsins boðið í fjölmörg samkvæmi
og móttökur.“ Dóra lifir hins vegar lífi hinnar hefðbundnu
bandarísku húsmóður. „Það kann að hljóma ótrúlega en mik-
ill hluti tímans fer í að aka fjölskyldumeðlimum milli staða.
Ég ek Grétari á morgnana og sæki hann þegar lestin kemur á
kvöldin. Síðan þarf að aka Margréti allt það sem hún þarf að
fara því vegalengdir hér eru miklar og ekki ætlast til þess að
börn ferðist upp á eigin spýtur. Þetta getur verið heilmikil
vinna en ég er afskaplega ánægð og þakklát fyrir að geta verið
heima með stelpunum, þótt auðvitað komi þeir tímar að ég
verð þreytt og leið á því að vera „bara“ heima. Eins og flestar
íslenskar konur hafði ég alltaf unnið úti.“ Dóra vann áður hjá
aulýsingastofunni GBB sem nú heitir Hvítahúsið.
Fjölskyldan hefur notað tímann til að ferðast um á austur-
strönd Bandaríkjanna, allt frá Flórída og norður til Kanada.
Þau hafa það hins vegar fyrir reglu að eyða sumarfríinu heima
á Islandi. „Ég vil ekki að börnin mín missi af því að vera Is-
lendingar og því að eiga einhvers staðar heima, því vissulega
er sú hætta fyrir hendi þegar fjölskyldan flyst stað úr stað að
börnin verði rótlaus,“ segir Grétar. „Helsti gallinn við starfið
er það óöryggi sem fylgir því að vita ekki hvar maður kemur
til með að búa næst. Sjálf höfum við í raun ekkert um það að
segja hvert við verðum send næst eða hvenær.“ Þau hjónin eru
engu að síður sammála um að þetta sé vel þess virði og að það
verði gaman að flytja á nýjan stað. „Það væri til dæmis spenn-
andi að kynnast því að búa í Moskvu,“ segja þau. „En það er
hins vegar ómögulegt að vera að spá nokkru um hvað verður,
við verðum bara að bíða og sjá hverju vindur fram.Við stefn-
um hins vegar að því að vera komin heim aftur til Islands þeg-
ar stelpurnar fara í menntaskóla."
Grétar bregður á sig svuntu og grillar bandarískar stórsteik-
ur í kvöldmatinn. Það er notaleg tilfinning að sitja við borð á
þessu alíslenska heimili í úthverfi stórborgarinnar.Kvöldið líð-
ur og fyrr en varir er kominn tími til að yfirgefa kyrrðina og
halda til baka í skarkala heimsborgarinnar.D
0f+4/h64/h0/t
Dóra og Hildur leita að skeljum á lítilli einkaströnd rétt við heimili þeirra, fjær má sjá Grétar og Margréti.
34 HEIMSMYND