Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 45

Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 45
Á þakinu þar sem þau eyða mörg- um stundum. Á minni myndunum er Úlafur Jóhann ásamt nafna sfnum, vini og útgefenda Ólafi Ragnarssyni og konu hans Elínu, með móður sinni Önnu Jónsdóttur og eiginkonu Önnu á skíðum í Colorado. og nýja tæknin, sem fyrirtækið er að þróa eigi ekki eftir að gefa minna af sér. Kvikmyndatengdur hugbúnaður verður stór hluti af nýrri vídeóleikjaframleiðslu Sony og því eyðir Ólafur og starfslið hans miklum tíma í kvikmyndaverinu í Holly- wood. Par fylgist hann með tökum og sér til þess að þær henti ekki bara hvíta tjaldinu heldur einnig fyrirhugaðri notkun í tölvuleiki. „Við skiptum okkur aldrei af leikstjórninni," segir hann. En undanfarið hefur hann fylgst grannt með tökum á Hook í leikstjórn Stevens Spielberg. Hook kostar Columbia 60 milljónir dala. Myndin fjallar um aldinn Peter Pan, sem Robin Williams leikur. Dustin Hoffman er í hlutverki kapt- eins Hook og Julia Roberts leikur Tinkerbell. Myndin verður frumsýnd fyrir jól. Það var Ólafur sem náði samningum við Spielberg eftir að Universal kvikmyndafélagið hafði mikið gert til að reyna að ná honum. Undanfarna mánuði hefur hann kynnst nokkrum helstu stjörnum heims, bæði í kvikmyndum og á tónlistarsvið- inu. En hann er lítið uppnuminn yfir því. „Hollywood er sér- stakur blettur," segir hann brosandi. „Sérhver leikari er í raun heilt fyrirtæki út af fyrir sig. Mér hefur samið ágætlega við þetta fólk enda læt ég lögfræðinga um að rífast við það um peningamálin. Petta eru flókin viðskipti og ganga út á það að mönnum semji. Ég náði sambandi við Steven Spielberg með því að setjast niður í sviðsmyndinni við tökurnar á Hook og spjalla við hann. Það sem Spielberg segist leggja áherslu á í þessari mynd er að fólk megi aldrei gleyma barninu í sjálfu sér.“ Þegar ég spyr hann um fleiri stórstjörnur segist hann vera lítið fyrir persónudýrkun. Ég hafði heyrt að hin fagra Julia Roberts hafi valdið honum vonbrigðum. Hann brosir. „Varstu búin að frétta það. Æ, það er ekki að marka. Ég hitti hana þegar hún var illa fyrir kölluð. Það var nýbúið að klippa á henni hárið og hún var eitthvað óánægð með útkomuna. Ann- ars held ég að hún sé svolítið þunglynd stelpan en það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Hún er enn svo kornung, aðeins 23 ára. Dustin Hoffman kom hins vegar á óvart. Hann hefur engan áhuga á sölumennsku, vill ekki koma nálægt henni en talar mikið um bækur. Hann kom hlaupandi á eftir mér um daginn og spurði hvort ég væri búinn að lesa bókadóm um einhvern nýjan Pinter, sem kominn væri fram á sjónarsviðið. Hann fylgist mjög vel með. Arnold Schwartzenegger er alger andstaða Hoffmans. Hann vill skipta sér af öllum smáatriðum varðandi sölumennsku sem tengist myndum hans. Þegar ég var í Hollywood í síðustu viku kom Arnaldur akandi á jeppa sem líktist fremur skriðdreka en var þó með blæju. Hann hefur ekki klikkað í mörgum mynd- um í röð og fer því hikstalaust fram á 15 milljónir dollara fyrir- fram. Hann er ótrúlegur viðskiptagarpur, stór og mikill en góður húmoristi. Það kemur mér á óvart hvað sumar þessar stjörnur eru ólíkar ímynd sinni þegar maður hittir þær í eigin persónu. Michael Jackson er til dæmis afar feiminn en snjall og veit hvað hann vill. Auðvitað hefði flest þetta fólk ekki náð langt ef það væri ekki greint líka.“ „Reglan," segir hann, „er að ræða aldrei peningamál við þetta fólk. Spielberg er ótrúlegur vinnuþjarkur en þeir eru all- ir harðir bisnessmenn. Við látum lögfræðinga um að semja því samningar í Hollywood eru til þess gerðir að fólk geti enda- laust haldið áfram að þrefa um þá. En glamorinn í kringum þetta Hollywoodlið er mikill. Þetta er bransi þar sem menn þurfa að reigja sig og fólk fer mikið út á lífið til að sýna sig og sjá aðra. Þarna eru haldin rosalegri partý en annars staðar tíðkast. Ég var viðstaddur eitt nýlega sem haldið var af for- stjóra Tri Star og hafði svið í Columbia kvikmyndaverinu ver- ið skreytt með miklum látum.“ Hann segir að peningar skipti sig engu máli. „Þegar ég er kominn heim til mín þá er ég enginn bisnesskall. í viðskiptun- um gengur hins vegar allt út á peninga og mér finnast þessar upphæðir stundum jafn fáránlegar og stærðir í eðlisfræðinni þar sem er talað um stærðir atóma og fjarlægð til stjarnanna. Þær upphæðir sem við erum stundum að fást við eru svo stjarnfræðilega háar.“ HEIMSMYND 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.