Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 52

Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 52
Finnbogi Rútur Vaidimarsson og kona hans Hulda Jakobsdóttir. © Systkinin Hannibal, Sigríður, Finnbogi Rútur og Guðrún. ® Tveir þjóðþekktir áhrifamenn tengdir Hannibal og Marbakka- veldinu, vinirnir Jón Baldvin annar frá vinstri og Styrmir Gunnarsson Morgunblaðsritstjóri, þriðji frá hægri, í símavinnu sumarið 1957. ® Jón Baldvin og Bryndís Schram á fundi herstöðvaandstæðinga 1961. meðal annars að Bakka í Bakkadal, Görðum í Fífustaðadal og Melstað í Selárdal. Þetta voru erfið ár. Þau byggði sér nýjan bæ að Bakka og súðin í baðstofunni var að innan klædd panil en hefilspænir hafðir sem einangrun á bak við. Á gamlaár- skvöld 1912 skildi vinnukonan logandi lampa of nærri panil- súðinni og brunnu bæjarhúsin öll til kaldra kola. Næsta ár voru þau Valdemar og Elín á Görðum og þá var fádæma rign- ingarsumar og hey léleg. Vorið eftir misstu þau mestallan bú- stofn sinn í ormaveiki. Vorið 1917 fluttu Valdemar og Elín til Hnífsdals og nokkru síðar til ísafjarðar. Þar lést Valdemar eftir skurðaðgerð á afmælisdaginn sinn, 29. mars 1921, 55 ára gamall. Elín hélt áfram að búa á ísafirði með börn- um sínum sem eftir voru heima. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur árið 1936 og bjó með Sigríði, dóttur sinni, til dauðadags 1953, en þá var hún 87 ára gömul. Elínu var svo lýst að hún væri lítil kona vexti, létt og kvik í hreyfingum, með hár niður að mitti. Hún var talin æðrulaus kjarnakona, hjálpsöm og fórnfús, en skapstór eins og afkomendur hennar margir. Þegar hún flaug í fyrsta sinn, fór hún til Isafjarðar með lítill sjóflugvél sem Orn Johnson stjórnaði. „Eruð þér ekki hrædd?“ spurði Örn þegar hann fékk að vita að hún væri að fljúga í fyrsta sinn. Þá svaraði Elín: „Ég hef aldrei álitið mér vandara um en öðrum og ef ég dæi núna þá væri ég bara bráðfeig." Valdemar og Elín munu hafa stundað alla algenga vinnu eins og þá gerðist á Vestfjörðum og hvergi skorið sig úr fjöldanum og það urðu börn þeirra að gera um leið og þau höfðu burði til. Þau eignuðust 10 börn en aðeins sex þeirra lifðu svo að þau kæmust til fullorðinsára. Þau voru Guðrún Valdimarsdóttir (1898-1990), ljósmóðir í Reykjavík, Jón Valdimarsson (1899-1988), vélsmiður á ísafirði, Hannibal Valdimarsson (1903-1991), alþingis- maður og ráðherra, Sigríður Valdimarsdóttir (f. 1904), ritari í Reykjavík, Finnbogi Rútur Valdimarsson (1906-1989), bankastjóri og alþingismaður í Kópavogi, og Arnór Valdi- marsson (1908-1927) loftskeytamaður. Verður nú fyrst sagt frá þeim Hannibal og Finnboga Rút og síðan öðrum syst- kinum og afkomendum. VERKALÝÐSFORINGINN Hannibal Gísli Valdimarsson (1903-1991) hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 17 ára gamall og lauk þaðan prófi árið 1922. Tveimur árum síðar réðst hann í það stórræði að sigla til Danmerkur og var við nám í Jon- strup Statsseminarium á árunum 1924 til 1927 og lauk þaðan kennaraprófi. Fer litlum sögum af honum á þess- um árum. Þegar hann kom til ísafjarðar 1927 var hann uppfullur af áhuga að mennta alþýðuna, ekki bara að hún væri læs og skrifandi, heldur bókmenntuð í besta skilningi þess orðs. Hann gekk þá þegar til liðs við jafnaðarmenn eins og allt hans upplag og hugur stóð til. Fyrst í stað var Hannibal við smábarnakennslu á eigin vegum, en 1928 bárust honum boð frá Ásgeiri Ásgeirssyni fræðslumálastjóra um kennslu við Barnaskólann á Akranesi. Þar var hann í eitt ár, en tók þá við skólastjórastöðu í Súðavík. Vorið 1930 gengu forystumenn nýstofnaðs verkalýðsfélags í Súðavík á fund Hannibals og báðu hann að ganga til liðs við félagið og leiða það í baráttu við óbilgjarna atvinnurekendur. Það var þá altítt að kennarar væru forystumenn í verkalýðshreyfingunni, einkum vegna þess að þeir áttu ekki eins mikið í húfi um atvinnuöryggi vegna slíkra starfa. Hannibal sló til og sagði síðar að Súðavík hefði verið pólitískur fæðingarstaður sinn. Þar fæddist stjórn- málamaðurinn Hannibal. Helsti atvinnurekandi Súðavíkur var Grímur Jónsson og brátt skarst í odda. í ársbyrjun 1931 kom verkalýðsfélagið með kauphækkunarkröfur sem Grímur neitaði að ganga að. Var þá boðað til verkfalls. Ekki leið á löngu þar til sló í brýnu út af löndun á salti og varð snarpur bardagi í fjöruborðinu þar sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.