Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 58

Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 58
Enn eitt Kennedyhneykslið, nauðgun á ættarsetri fjöl- skyldunnar á Palm Beach, hefur varpað skugga á ímynd þessarar eitt sinn elskuðu og dáðu fjölskyldu. Öldungadeildarþingmaðurinn Edward M. Kennedy, eini eftirlifandi Kennedybróðirinn, er bendlaður við málið en í þetta sinn er það William Smith, þrítugur systursonur hans, sem er hinn eiginlegi sökudólgur. Réttarhöld yfir Willie hefjast 13. janúar næstkom- andi og þegar eru fjölmiðlar teknir að ýfa upp sárin á gömlum hneykslismálum sem tekin voru að gróa. Lýsingum gesta á Au bar, barnum þar sem Edward Kennedy, eða Ted eins og hann er jafnan kallaður, sat að sumbli ásamt Willie og yngsta syni sínum Patrick hið örlagaríka kvöld, ber ekki fyllilega saman. Sumir segja þing- manninn hafa verið kófdrukkinn en aðrir ekki. Þá hefur vin- kona meints nauðgunarfórnarlambs, Anne Mercer, sem einn- ig var á Au bar umrætt kvöld, ásakað Ted um að hafa horft á systurson sinn fremja ódæðisverkið. Anne lét þessi orð falla þegar hún gaf lögreglu vitnisburð sinn, en það var hún sem sótti „fórnarlambið" á setur Kennedyfjölskyldunnar morgun- inn eftir að nauðgunin á að hafa átt sér stað. Hver svo sem sannleikur málsins er þykir sýnt að Palm Beach hneykslið mun draga dilk á eftir sér. Nýleg skoðanakönnun sem gerð var meðal kjósenda í Massachusetts fylki sýnir að 62 prósent þeirra telja að Edward Kennedy ætti ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem öldungadeildarþingmaður fylkisins. Þar með væri fjörutíu ára óslitin þingseta Kennedyanna í Mas- sachusetts fylki á enda. Saga Kennedyfjölskyldunnar hefur verið stórviðrasöm en engu að síður er hún sveipuð ljóma sem engin önnur banda- rísk fjölskylda býr yfir. Bandaríkjamenn litu á fjölskylduna líkt og Bretar líta til konungsfjölskyldu sinnar. Hún hefur glæsileika, peninga, völd og á sér sögu, þótt hún sé bæði stutt og þyrnum stráð. John Fitzgerald Kennedy var einn dáðasti forseti Bandaríkj- anna á þessari öld. Það var bandarísku þjóðinni mikið áfall þegar hann var myrtur í opinberri heimsókn til Dallas 22. nóv- ember árið 1963. Robert Francis Kennedy, yngri bróðir J.F. Kennedy, gegndi embætti dómsmálaráðherra á árunum 1961 til 1964. Hann var myrtur á kosningaferðalagi 1968, skömmu eftir að hann sóttist eftir útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni. Yngsti bróðirinn, Edward Moore Kennedy, á sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Hann sóttist án árangurs eftir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins árið 1980. I augum almennings hefur hann alla tíð verið eftirbátur bræðra sinna og svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Tvo síðustu áratugina hefur hann oftsinnis verið í sviðsljósinu vegna sukksams lífernis, aldraðri móður sinni og bandarísku þjóð- inni til mikils ama. Smám saman hefur tekið að grafa undan minningu Kenn- edybræðra og virðingu fjölskyldunnar. Alríkislögreglan FBI og leyniþjónustan CIA hafa opinberað skýrslur um skrautleg kvennamál forsetans fyrrverandi og fjölmiðlar hafa ítrekað reynt að bendla þá bræður John og Robert við undirheima- starfsemi mafíunnar og dauða leikkonunnar Marilyn Monroe. í>á hafa gegndarlausar svallveislur, ótæpileg drykkja og eitur- lyfjaneysla fjölskyldumeðlima ekki orðið til þess að auka hróður Kennedyanna í augum almennings. Síðasta áfallið í röð margra er nauðgunarákæran á hendur Willie Smith. Málið og sú mikla umfjöllun sem það hefur hlotið í fjölmiðlum er gífurlegur álitshnekkir fyrir Ted Kennedy og hefur orðið til þess að vekja upp gamlan draug, Chappaquiddickhneykslið. Ted varð þá uppvís að því að hlaupast brott frá slysstað eftir að hann hafði ekið bíl sínum fram af brú við ánna Chappaqu- iddick með þeim afleiðingum að ung kona, Mary Jo Kop- echne, drukknaði. Orðstír Teddys hefur dregið dám af sögum um taumlausa drykkju og kvennaflangs en átta ár eru liðin síðan endanlega slitnaði upp úr hjónabandi hans og Joan sem loks hefur sigrast á glímunni við Bakkus og er nú óvirkur alkóhólisti. Pað var drykkja sem setti mark sitt á óheillakvöld- ið um síðustu páska líkt og nóttina þegar Mary Jo drukknaði. Þótt Ted hafi ekki verið sakaður um að bera ábyrgð í nauðg- unarmálinu hafa lýsingar Michele Cassone á framferði Teddys, sem hún segir hafa hlaupið berrassaðan um tún á landareigninni umhverfis ættarsetrið, vakið mikla hneykslan og síst orðið til að hrekja sögusagnir um litríkt einkalíf öld- ungadeildarþingmannsins. Michele var gengilbeina á Au bar og gestur Patricks á fjölskyldusetrinu þessa nótt. Þess má geta Mörgum hefur þótt afstaða lögregluyfirvalda benda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.