Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 59

Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 59
að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Palm Beach er sögusvið kvennaflangs Kennedyanna. Þar hófst ástarsamband ættföð- urins Joe Kennedy við Hollywoodleikkonuna Gloriu Swan- son. Umrætt kvöld, 30. mars síðastliðinn, sátu þeir Ted, Patrick og Willie að drykkju á Au bar. Þar hittu þeir konuna sem nú hefur kært Willie Smith fyrir nauðgun. Hún hafði farið með vinkonu sinni, Anne Mercer, á barinn og gefið sig á tal við þremenningana. Hvað þeim fór á milli liggur ekki ljóst fyrir en vitað er að nokkrum sinnum lá við að uppúr syði. Anne er sögð hafa lýst því yfir við Teddy að sonur hans væri leiðinleg- ur og bætti síðan við: „Með gen sem þessi er öruggt að Kenn- edyveldið er búið að vera.“ Öldungadeildarþingmaðurinn brást að vonum illa við en öldurnar lægði og hópurinn sat áfram við drykkju. Að sögn ákærandans ók hún Willie á setrið hálf fjögur þessa nótt. Þegar þangað var komið gengu þau saman spottakorn meðfram ströndinni. Willie ákvað þá skyndilega að fá sér sundsprett, vatt sér úr fötunum og óð út í sjó. Þegar hér var komið fannst konunni að eigin sögn tími til kominn að kveðja og halda heim á leið. Eitthvað leist Willie illa á þá hugmynd og elti hana þvert yfir lóðina. Þegar hún var komin að sundlauginni náði hann henni og nauðgaði. Willie hefur hins vegar þráfaldlega neitað þessum ásökunum og segir sögu konunnar uppspuna frá rótum. Það sem ef til vill hefur valdið hvað mestum óhug meðal bandarísks almennings eru hæg viðbrögð lögreglunnar á Palm Beach. Það var ekki fyrr en að næstum tvær vikur voru liðnar frá því að glæpurinn á að hafa átt sér stað að lið lögreglu hélt til ættarsetursins til að leita að hugsanlegum sönnunargögn- um. Mörgum hefur þótt afstaða lögregluyfirvalda benda til þess að reynt hafi verið að þagga málið niður. Málið tók fljótlega á sig ljóta mynd og snerist upp í skítkast á báða bóga. Skömmu eftir að Willie hafði verið kærður réð lögmaður hans einkaspæjara til að grafast fyrir um fortíð ákærandans í því skyni reyna að sverta mannorð hennar, fjöl- skyldu og vina. Lögfræðingar konunnar brugðust hinir verstu við og sökuðu verjandann um að reyna markvisst að klekkja á hugsanlegum vitnum. Ekki leið heldur á löngu þar til saga þess efnis að sést hefði til ákærandans, þar sem hún var að kyssa Willie bless umrædda nótt, tók að kvisast út. Það þarf varla að taka fram að ef sú saga yrði tekin trúanleg myndi hún skaða málstað ákærandans mjög. Þegar hér var komið sögu höfðu nokkr- ar konur sem kynnst höfðu Willie haft samband við fjöl- miðla og sögðu farir sínar ekki sléttar. The National Enquirer birti viðtal við eina þessara kvenna, fyrrverandi samstúdent Willies í læknis- fræði, þar sem hún sakar hann um að hafa nauðgað sér á stefnumóti. Þegar lögfræð- ingur ákærða var inntur eftir sannleiksgildi sögunnar, neit- aði hann að svara. Saksóknari hefur nú lagt fram 76 síðna skýrslu þriggja kvenna sem segjast hafa orðið fyrir kynferðis- legri áreitni af hálfu Willies. Það er enn ekki ljóst hversu mik- ilvægur þessi vitnisburður verður talinn eða hvort sannað þyk- ir að Willie sé sekur um að hafa nauðgað konunni þessa nótt á Palm Beach. En víst er að verulega er tekið að syrta í álinn fyrir Willie og eftir að vitnisburður kvennanna þriggja var lagður fram í málinu ku Jacqueline, ekkja J.F. Kennedys, hafa lagt bann við því að sonur hennar J.F. yngri umgangist hinn umdeilda frænda sinn. Réttarhöldin áttu upphaflega að hefjast 5. ágúst en hefur eins og fyrr segir verið frestað fram í byrjun næsta árs vegna þess að dómarinn taldi vafasamt að kviðdómur gæti fellt hlutlægan dóm vegna æsifrétta fjölmiðla af málinu. Hver sem niðurstaða málsins kann að verða er víst að öll sú umfjöllun sem það hefur fengið í fjölmiðlum mun enn einu sinni draga athyglina að Kennedyættinni og fallandi stjörnu hennar. Er ljóminn að mást af þessari dáðu, nánast eðalbornu fjöl- skyldu bandarísku þjóðarinnar, eða eru engin takmörk fyrir Karolína skoðar fætur nýfædds bróður síns, Johns yngri. © Monroe var djúpt sokkin í áfengis- og eit- urlyfjaneyslu og sennilegt að forsetinn hafi óttast að samband þeirra kynni að verða honum fjötur um fót. © Jackie forðar sár eftir að byssukúla hæfði mann hennar. © Lee Harvey Oswald sem talið er fullvíst að hafi banað forsetanum. © Ekkjan, Bobby, Teddy og börnin tvö við útför forsetans. Sonurinn, John yngri, heilsar kistu föður síns að hermannasiö. til þess að rejnit hafi verið að þagga málið niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.