Heimsmynd - 01.10.1991, Page 66

Heimsmynd - 01.10.1991, Page 66
meiri hugsjónamaður en forsetinn. Að áliti flestra var það Bobby en ekki John sem var stoð og stytta fjölskyldunnar. Hann lagði sig í líma við að vernda orð- stír bróður síns. Sem dómsmálaráðherra komst hann fyrstur að tengslum Judith Campbell Exner við mafíuforingjann Sam Giancana og tókst að sannfæra bróður sinn um hættuna sem honum stafaði af Exner. Blessunarlega komst bandaríska þjóðin ekki að sambandi þeirra fyrr en löngu eftir dauða Johns. Bobby kom því einnig til leiðar að for- setinn batt enda á vináttu sína við Frank Sinatra. Bobby Kennedy ákvað að feta í fót- spor bróður síns og sóttist eftir útnefn- ingu Demókrataflokksins árið 1968. Hann var myrtur á kosningaferðalagi í Los Angeles 5. júní sama ár, daginn eftir að hann vann forkosningarnar í Kali- forníu. Dauði hans var demókrötum mikið áfall því Bobby var talinn mjög sigurstranglegur sem forsetaefni flokks- ins. Eftir morðið lýsti Jackie því yfir að hún fyrirliti Bandaríkin og barna sinna vegna sagðist hún vilja yfirgefa landið. Það gerði hún líka og giftist gríska skipa- kónginum Aristoteles Onassis árið 1968. Bobby hafði vitað af sambandi hennar og skipakóngsins í nokkurn tíma en þau höfðu kynnst meðan hún var forsetafrú. Jackie, sem alla tíð samdi vel við mág sinn, studdi duglega við bak hans í kosn- ingabaráttunni og kom því meðal annars til leiðar að Onassis lagði fram mikla peninga í kosningasjóð hans. Þegar hér var komið sögu hafði ætt- móðirin, Rose Kennedy, þurft að sjá á eftir fjórum af níu börnum sínum. Jos- eph P. yngri lést árið 1944 þegar flugvél hans var skotin niður yfir Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni. Kathleen dó í bílslysi, tveir synir hennar, John og Robert, voru myrtir. Við það bættist að dóttirin Rosemary fæddist þroskaheft. Nú var aðeins Teddy, sá yngsti af fjórum sonum, eftirlifandi. Sem eðlilegt var bundu margir demókratar vonir við hann. Honum kippti í kynið og á endanum voru það kvennamálin og hið ljúfa líf sem eyðilögðu framavonir hans. Hneykslið við Chappaquiddick árið 1969 vakti mikla athygli og andúð. Vangavelt- ur um ábyrgðarleysi þingmannsins fengu byr undir báða vængi. Hefði hann hugs- anlega getað bjargað lífi stúlkunnar ef hann hefði kallað á hjálp í stað þess að flýja vettvang? Hvers vegna var Ted ekki heima hjá konu sinni, Joan, þessa nótt en hún var að því komin að eiga barn? Ted Kennedy virtist ekki hafa sömu persónutöfra og bræður hans tveir, John og Bobby. Hann sóttist án árangurs eftir útnefningu Demókrataflokksins sem for- Framhald á bls. 92 Kennedykonur Eina vonin? Flestir eru hættir að líta til Kennedyanna í leit að nýju forsetaefni, að minnsta kosti þeir sem aðeins geta séð karlmann í því hlutverki. Ný kynslóð Kennedykvenna, sem ólíkt mæðrum sínum virðist ekki heft af ímynd konunnar sem skuggi eiginmannsins, er komin fram á sjón- arsviðið. Óhræddar og óbugaðar hafa þær sótt fram hver á sínum vettvangi. Með þeim hefur hugtakið Kennedykonur fengið nýja merkingu. Pær hafa ekki liðið eins fyrir leit almennings og ættarinnar að verðugum arftaka og bræður þeirra og frændur. En eins og Victoria Lawford, dóttir Patriciu og Peters Lawford, bendir á hefur heldur aldrei verið jafn mikill samkeppnisandi og öfund milli stúlknanna. „Auðvitað vildi Karólína vera fallegri en frænka hennar Maria og Kara grennri en Sydney. En þetta voru smámunir og ekkert sem skipti okkur raunverulega máli. Auk þess sem engin okkar er þannig gerð að hún vilji eiga í útistöðum.“ Ólíkt sonunum voru dæturnar rólegri í tíðinni og kom jafnan vel saman. Meðan þeir máluðu bæinn rauðan og skreyttu síður slúðurblaðanna vegna eiturlyfjanotkunar og svalls, héldu þær sig utan við sviðsljósið og stund- uðu námið. Karólína Kennedy Schlossberg, forsetadóttirin, er sennilega sú barnabarn- anna sem hvað minnst hefur sig í frammi. Hún stundaði lögfræðinám við Concord Academy í Harvard háskólanum, þar sem hún þótti skara fram úr. Karólína giftist 28 ára gömul Ed Schlossberg, menntamanni af gyðingaættum, og á með honum dæturn- ar Rose og Tatiana. Hún er ólík móður sinni sem þykir ein allra best klædda kona veraldar. Karólína gengur um götur New Yorkborgar í peysu og æfingabuxum og lætur fara lítið fyrir sér. Nýverið hefur hún gefið út bók ásamt vinkonu sinni úr skóla, In Our Defense: The Bill of Rights in Action. Bókin hefur fengið góða dóma og er sögð vel skrifuð. Framtíðaráform Karó- línu eru óljós en hún hefur þó látið í veðri vaka að hugur hennar standi frekar til bókaútgáfu en lögfræðistarfa, að minnsta kosti að svo stöddu. Frænka hennar, Maria Shriver, einka- dóttir Eunice og Sarge Shrivers, hefur gert garðinn frægan sem stjórnandi þriggja mis- munandi þátta hjá NBC sjónvarpsstöðinni og nú stjórnar hún nýjum þætti sem nefnist First Person with Maria Shriver. Hún vill gera sem allra minnst úr ætterni sínu og hefur þráfaldlega neitað viðtölum ef ætlun- in er að varpa upp mynd af henni sem einni af Kennedyunum. Maria er þó lík- lega sú þekktasta þeirra, bæði starfs síns vegna og þess að hún er gift Hollywood- leikaranum Arnold Schwarzenegger. Dætur Bobbys og Ethel Kennedy eru hins vegar mun pólitískari og jafnframt meðvitaðari um tengslin við ættina. Kat- hleen Kennedy Townsend, sem varð fertug Framhald á bls. 92 © Fjölskyldumynd tekin árið 1975. © Kerry Kennedy Cuoma, „sú sem faðlr okkar hefði verið stoltastur af,“ segir bróðir hennar, Robert F. yngri. © Frænkurnar og vinkonurnar Karólína Kennedy og Maria Shriver. © Kerry og Courtney, dætur Bobbys Kennedy, standa fyrir mótmælum. © Maria Shriver með dóttur sína, Katherine, á hundrað ára afmæli ættmóðurinnar, Rose. © Karólína ásamt manni sínum, Ed Schloss- berg, á gangi í New York. © Ethel og Joan Kennedy; eldri kynslóð Kenn- edykvenna leit fyrst og fremst á sig sem eig- inkonur og mæður. © Kathleen Kennedy Townsend, elst barnabarna Rose og Joes Kennedy. © Maria Shriver giftist Hollywoodleikaranum Arnold Schwartzenegger árið 1986._ Lýsíngu gesta á Au bar ber ekki saman. Sumir segja þingmann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.