Heimsmynd - 01.10.1991, Page 69
Ég er sérfræðingur í konum - ein af mörgum. Ég er kona og
er samvistum við konur alla daga; ég er sífellt að tala við kon-
ur og um þær; ég les um konur, skrifa um konur og vinn fyrir
konur. Allt sem byrjar á kvenna- er mitt fag; kvennabarátta,
kvennasaga, kvennamál, kvennahreyfing o.s.frv.
Af sjálfu leiðir að ég tel mig vita sitthvað um karla.
Petta kann að hljóma eíns og þverstæða en til skamms tíma
var ekki hægt að tala um konur án þess
að nefna karla í sama orðinu. Konur
voru allt það sem karlar voru ekki, þær
voru skilgreindar út frá körlum. Peir
voru fyrirmyndin, þær spegilmyndin. í
fyrstu voru það karlar sem skrifuðu
langar og lærðar bækur um fyrirbærið
„kona“ sem þeir litu á sem ófullkom-
inn karlmann. En þegar fram liðu
stundir og konur fengu aðgang að
menntastofnunum tóku þær sjálfar við
og fóru að skoða sig í spegli karla. Allt
sem karlar gerðu og mátu mikils varð
viðmiðun kvenna. Það var gott að vera
sterkur en vont að vera veikur, það var
flott að vinna úti en hallærislegt að
vinna bara heima, ábyrgð á vinnustað
var mikilvæg en ábyrgð á heimili létt-
væg. Karlar voru hinn algildi mæli-
kvarði, við konur vorum öðruvísi. Þeir
voru kynið, við hitt kynið.
Auðvitað er það grábölvað að kven-
frelsiskonur skuli hafa fallið í þá gryfju
að skoða konur á forsendum karla en
við öðru var ekki að búast. Allir eru
börn síns tíma og hugsun okkar og orð eru sífelldur vitnis-
burður um arf kynslóðanna.
Konur sem spegilmynd karla er arfur sem hefur gengið í
beinan karllegg mann fram af manni um ár og aldir. Það fylgir
því mikið forskot að taka slíka mynd í arf. Þegar karlar horfa
á spegilmyndina geta þeir sagt við sjálfa sig: „Eg er fyrirmynd-
in, þetta er spegilmynd mín; hún á allt sitt undir mér; hún á
ekkert sjálfstætt líf.“
Virginia Woolf hefur sagt allt sem segja þarf um þann
menningarbundna mun sem er á konum og körlum og afleið-
ingar hans. Fyrir 60 árum skrifaði hún um spegilmyndina í
bókinni Sérherbergi og spurði hvernig
karlmaðurinn ætti „að halda áfram að
kveða upp dóma, siðmennta frumstæð-
ar þjóðir, setja lög, skrifa bækur, klæða
sig upp á og halda ræður í veislum,
nema hann geti séð sjálfan sig við morg-
unverðarborðið og kvöldverðarborðið
að minnsta kosti tvöfalt stærri en hann í
rauninni er?“ Og hún bætti við: „í álög-
um þessarar blekkingar . . . stikar
helmingur fólksins á gangstéttinni til
vinnu. Þeir setja upp hatta og fara í
frakka á morgnana í þægilegu skini
hennar. Þeir hefja daginn öruggir, upp-
litsdjarfir, sperrtir, og trúa því að von-
ast sé eftir þeim í teboð ungfrú Smith;
þegar þeir ganga inn í stofuna segja þeir
við sjálfa sig: Eg hef yfirburði yfir helm-
ing viðstaddra. Og það er þess vegna
sem þeir tala af því sjálfstrausti og
sjálfsörýggi sem hefur haft svo alvarleg-
ar afleiðingar fyrir opinbert líf. . .“
„Hvað á blessuð konan við?“ spyr nú
sjálfsagt einhver. „Alltaf eru sömu öfg-
arnar í þessum kvennabaráttukelling-
um! Konur eru konur og karlar eru karlar og kynin þurfa jafn
mikið hvort á öðru að halda. Eins og konur séu bara spegil-
myndir karla og lifi engu sjálfstæðu lífi - hvers konar kjaftæði
er þetta?“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingmaður Kvennalistans.
eftir INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR
HEIMSMYND 69