Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 69

Heimsmynd - 01.10.1991, Qupperneq 69
Ég er sérfræðingur í konum - ein af mörgum. Ég er kona og er samvistum við konur alla daga; ég er sífellt að tala við kon- ur og um þær; ég les um konur, skrifa um konur og vinn fyrir konur. Allt sem byrjar á kvenna- er mitt fag; kvennabarátta, kvennasaga, kvennamál, kvennahreyfing o.s.frv. Af sjálfu leiðir að ég tel mig vita sitthvað um karla. Petta kann að hljóma eíns og þverstæða en til skamms tíma var ekki hægt að tala um konur án þess að nefna karla í sama orðinu. Konur voru allt það sem karlar voru ekki, þær voru skilgreindar út frá körlum. Peir voru fyrirmyndin, þær spegilmyndin. í fyrstu voru það karlar sem skrifuðu langar og lærðar bækur um fyrirbærið „kona“ sem þeir litu á sem ófullkom- inn karlmann. En þegar fram liðu stundir og konur fengu aðgang að menntastofnunum tóku þær sjálfar við og fóru að skoða sig í spegli karla. Allt sem karlar gerðu og mátu mikils varð viðmiðun kvenna. Það var gott að vera sterkur en vont að vera veikur, það var flott að vinna úti en hallærislegt að vinna bara heima, ábyrgð á vinnustað var mikilvæg en ábyrgð á heimili létt- væg. Karlar voru hinn algildi mæli- kvarði, við konur vorum öðruvísi. Þeir voru kynið, við hitt kynið. Auðvitað er það grábölvað að kven- frelsiskonur skuli hafa fallið í þá gryfju að skoða konur á forsendum karla en við öðru var ekki að búast. Allir eru börn síns tíma og hugsun okkar og orð eru sífelldur vitnis- burður um arf kynslóðanna. Konur sem spegilmynd karla er arfur sem hefur gengið í beinan karllegg mann fram af manni um ár og aldir. Það fylgir því mikið forskot að taka slíka mynd í arf. Þegar karlar horfa á spegilmyndina geta þeir sagt við sjálfa sig: „Eg er fyrirmynd- in, þetta er spegilmynd mín; hún á allt sitt undir mér; hún á ekkert sjálfstætt líf.“ Virginia Woolf hefur sagt allt sem segja þarf um þann menningarbundna mun sem er á konum og körlum og afleið- ingar hans. Fyrir 60 árum skrifaði hún um spegilmyndina í bókinni Sérherbergi og spurði hvernig karlmaðurinn ætti „að halda áfram að kveða upp dóma, siðmennta frumstæð- ar þjóðir, setja lög, skrifa bækur, klæða sig upp á og halda ræður í veislum, nema hann geti séð sjálfan sig við morg- unverðarborðið og kvöldverðarborðið að minnsta kosti tvöfalt stærri en hann í rauninni er?“ Og hún bætti við: „í álög- um þessarar blekkingar . . . stikar helmingur fólksins á gangstéttinni til vinnu. Þeir setja upp hatta og fara í frakka á morgnana í þægilegu skini hennar. Þeir hefja daginn öruggir, upp- litsdjarfir, sperrtir, og trúa því að von- ast sé eftir þeim í teboð ungfrú Smith; þegar þeir ganga inn í stofuna segja þeir við sjálfa sig: Eg hef yfirburði yfir helm- ing viðstaddra. Og það er þess vegna sem þeir tala af því sjálfstrausti og sjálfsörýggi sem hefur haft svo alvarleg- ar afleiðingar fyrir opinbert líf. . .“ „Hvað á blessuð konan við?“ spyr nú sjálfsagt einhver. „Alltaf eru sömu öfg- arnar í þessum kvennabaráttukelling- um! Konur eru konur og karlar eru karlar og kynin þurfa jafn mikið hvort á öðru að halda. Eins og konur séu bara spegil- myndir karla og lifi engu sjálfstæðu lífi - hvers konar kjaftæði er þetta?“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingmaður Kvennalistans. eftir INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR HEIMSMYND 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.