Heimsmynd - 01.10.1991, Side 70

Heimsmynd - 01.10.1991, Side 70
í þessum athugasemdum felst vissulega sannleikskjarni - karlar þurfa á konum að halda og konur á körlum. Kynin eru ekki eins, eiga ekki að vera það og verða það sjálfsagt aldrei. En mismunandi eiginleikar og einkenni réttlæta ekki þann ójöfnuð sem blasir við öllu sjáandi fólki. Og auðvitað eru kon- ur ekki spegilmyndir karla í daglegu lífi sínu og líta ekki á sig sem slíkar en þær eru það fyrir innri sjónum karla. Hversu ófullkomnir og uppburðarlitlir sem þeir eru þá hafa þeir þó fengið í vöggugjöf hugmyndina um að þeir hafi a.m.k. yfir- burði yfir helming jarðarbúa. Allar konur hafa margsinnis rekist á þessa hugmynd hjá körlum. Ég skal taka nokkur dæmi af sjálfri mér. DÆM11: Einu sinni sem oftar var ég stödd á fundi ásamt all- nokkrum hópi kvenna og karla sem höfðu sameiginlegan áhuga á tilteknu málefni. Allt bjó þetta fólk yfir talsverðri vitneskju um málið og var ekki að koma að því í fyrsta sinn. Undir lok fundarins þurfti að skipa vinnuhóp sem átti að leggja lín- urnar um starf þeirra samtaka sem að fundinum stóðu. Ákveðið var að hafa hópinn 7 manna. Þeg- ar kom að því að tilnefna í hópinn flugu fjölmörg karlmannsnöfn um salinn en minna fór fyrir kven- mannsnöfnunum. Karlar stinga nefnilega bara upp á körlum en konur bæði upp á konum og körl- um. (Petta gerist líka í prófkjör- unum; karlar kjósa bara karla og leyfa kannski einni konu að fljóta með sem sýnishorni af tegund- inni, en konur kjósa bæði konur og karla. Konur fara flatt á lýðræðinu vegna þess að vitund manna er ekki lýðræðisleg.) Á það var bent á fundinum að þetta gengi ekki og að sjálfsögðu féllust karlarnir umsvifalaust á það enda eru þeir allir jákvæð- ir og vinsamlegir í garð kvenna. Petta eru með öðrum orðum bestu karlar. F>eir settu því upp sanngjarnan svip og sögðu að það væri ekki nema réttlætismál að konur ættu 2-3 fulltrúa í 7 manna nefnd og báðu þeir okkur konurnar nú endilega að til- nefna fulltrúa okkar. En hvernig dettur góðum körlum í hug að það sé á þeirra valdi og í þeirra verkahring að úthluta konum tilteknum sæt- um eða gæðum? Hvernig dettur þeim í hug að hlutur þeirra sjálfra sé sjálfgefinn? Hvernig dettur þeim í hug að konur séu bara fulltrúar kvenna en ekki bænda, verkafólks, landsbyggð- ar, hugmyndastrauma o.s.frv.? Af hverju dettur þeim ekki í hug að segja að það sé sanngjarnt að í 7 manna nefnd eigi karlar 2-3 fulltrúa? Af hverju eru þeir svona sannfærðir um eigið ágæti? Af hverju eru þeir svona sjálfsöruggir gagnvart konum - jafnvel þó þær hafi brotist áfram af eigin rammleik en þeim hafi verið ýtt upp í embætti í krafti flokkshollustu fremur en hæfileika? Svarið er einfalt - það gerir vöggugjöfin, erfðagóssið! fulltrúi og sat á skrifstofu Kvennalistans á tali við eina af þing- konum samtakanna. Allt í einu er hurðinni hrundið upp og þrír sviphreinir og glaðbeittir menntaskólastrákar koma með slætti inn úr dyrunum, hlamma sér formálalaust við hlið okkar og segja digurbarkalega: „Jæja stelpur, hvað eruð þið eigin- lega að hugsa með þessum Kvennalista? Er þetta ekki tíma- skekkja og dauðadæmt fyrirbæri?“ - Það þarf tæpast að fjöl- yrða um að þeir sjálfir voru lifandi vitnisburður um þörfina á Kvennalista. - Á örskotsstundu flaug í gegnum huga mér hvort ég ætti til nægilega villt ímyndunarafl til að sjá fyrir mér þrjár menntaskólastúlkur sem kæmu á kontór Sjálfstæðis- flokksins, sneru sér að Davíð Oddssyni og Þorsteini Pálssyni og segðu við þá: „Jæja strákar, hvað eruð þið að hugsa? Er Sjálfstæðisflokkurinn ekki úr takt við tímann og dauðanum merktur?“ ímyndunarafl mitt reyndist of bundið af reynslu og raunveruleika til að ég gæti sett mér slíkan atburð fyrir hug- skotssjónir. En litlu menntaskólastrákarnir voru pólitískt þenkjandi, Af hverju dettur þeim ekki í hug að segja að það sé sanngjarnt að í sjö manna nefnd eigi karlar tvo til þrjá fulltrúa? Svarið er einfalt... höfðu höndlað sannleikann og þó þeir stæðu varla fram úr hnefa og væri ekki enn farin að vaxa grön, voru þeir sann- færðir um að þeir gætu tekið kellingarnar í Kvennalistanum í bakaríið. Nú má ekki skilja orð mín sem svo að þetta hafi ekki verið hjartahreinir og vel meinandi drengir. Öðru nær - en þeir báru merki kyns síns. Þeir höfðu hlotið hugmyndina um yfirburði í vöggugjöf og lífið hafði styrkt hana fremur en hitt. Hún var orðin samgróin fasi þeirra og viðmóti enda eru þessir strákar sjálfsagt til stórræðanna á hinum pólitíska leikvelli framtíðarinnar. Þeir gengu inn á skrifstofu Kvennalistans í þeirri fullvissu að þeir hefðu „yfirburði yfir helming við- staddra“. DÆMI 3: DÆMI 2: Á skrifstofur Kvennalist- ans er alltaf stöðugur straumur af framhalds- skólanemum - stelpum og strákum - sem eru að safna sér efni í ritgerðir um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka. Stelpurn- ar eru gjarnan frekar feimnar og óöruggar af því að þær þekkja okkur ekki, finnst við vera fjarlægar og þær eru kann- ski svolítið smeykar við okkur af því að við erum komnar með annan fótinn þar sem valdið er. Valdið hræðir - oft um of. Þessu er líkt farið með suma stráka en strákar eiga líka til hegðun sem er óþekkt hjá stelpunum. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt. Ég var þá borgar- Fyrir nokkrum árum var ég stödd í bakaríi í mið- borg Reykjavíkur og þegar afgreiðslukonan - sem var miðaldra hæglætiskona - var að ljúka við að afgreiða mig snarast fjórir strákar á aldrinum 10-12 ára inn í bakaríið með miklum boðaföllum. Þeir voru hressir og greinilega búnir að hita sig upp í einhvern galgopa- skap sem hafði tekið af þeim öll völd. Óðu þeir um verslun- ina, sögðust ætla að fá þetta og hitt, bitu í það sem þeir fengu, sögðu það ýmist vont og þeir vildu ekki kaupa það eða héldu því fram við afgreiðslukonuna að einhver hefði verið búinn að bíta í það á undan þeim og hálfétin brauð vildu þeir ekki borga. Skeyttu þeir ekkert um það þó einhver kvensnift væri í bakaríinu og því vitni að framferði þeirra og því síður snerti það þá á nokkurn hátt þó afgreiðslukonan væri orðin örvænt- ingarfull og gráti næst yfir ógnandi framkomu þeirra. Þessir strákar voru engir undirmálsstrákar. Hrekkurinn og samspilið meðan á honum stóð bar því vitni að þarna voru greindir strákar á ferð. Þeir voru líka myndarlegir, snyrtilegir og vel klæddir og báru því öll merki ytri velmegunar. Én hvernig datt þessum krflum í hug að taka upp á þessum 70 HEIMSMYND HEIMSM917-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.