Heimsmynd - 01.10.1991, Page 71

Heimsmynd - 01.10.1991, Page 71
hrekk? Hvaðan kom þeim eiginlega sú hugmynd að þeir gætu ógnað konum með hegðun sinni? Þeir voru bara 10-12 ára! Var þetta fyrsta persónulega reynsla þeirra af varnarleysi kvenna við aðstæður sem þessar eða voru þetta drengir með reynslu? Mvernig sem því er háttað þá fengu þeir staðfestingu á því í bakaríinu þennan dag að karlmennskunni fylgir vald og yfirburðir. Ég efast hins vegar um að þessi staðfesting hafi gert þessi litlu grey nokkuð hamingjusamari. Það er óþægilegt að þurfa að bera nagandi valdahvöt í brjósti og vera bara 10 ára. Sumir karlmenn næra þessa hvöt og leita sífellt eftir staðfestingu á valdi sínu og yfirburðum. Þeir gera það ýmist með því að beita annað fólk - ekki síst konur - andlegu ofbeldi eða líkamlegu. Slíkir valdbeitingarmenn eru blettur á karlkyninu og konur hafa lengi spurt sig hvernig á því standi að karlmenn taki þessi mál ekki í sínar eigin hendur og geri eitt- hvað í því að minnka blettinn. Konur eru því vanastar að þurfa að gera slíkt þegar kynsystur þeirra eiga í hlut og þær treysta ekki á utanaðkomandi aðgerðir. En þegar betur er að gáð liggur svarið við spurningu kvenna í augum uppi. Karlar telja sig væntanlega gera talsvert í málinu með því að beita lögum og ríkisvaldi gegn þeim sem brjóta gegn lögmálum karlkynsins. Sjálfshjálpin er aðferð hinna valdalausu og þar af leiðandi ekki aðferð venjulegra vestrænna karla. En fyrst yfirburðarhugmyndin og sjálfsöryggið er vöggugjöf karla, eiga konur sér þá nokkurrar viðreisnar von? Erum við þá ekki dæmdar til að tapa? Nei, því fer víðs fjarri af þeirri einföldu ástæðu að hamingja manna ræðst ekki af erfðum heldur því sem þeir ávinna sér á lífsleiðinni. Heimskuleg sjálfsánægja og vanabundin hugsun plagar gjarnan þá sem búa við of mikið öryggi og of litla ögrun. Fyrir þeim körlum, sem ríghalda sér í þá blekkingu að þeir séu tvöfalt stærri en konur, fer gjarnan eins og steinunum sem sögðu fullir stolts og sjálf- umgleði: „Hér fljótum við eplin.“ Karlar hafa enga yfirburði yfir konur og konur eru ekki spegilmyndir karla. Kynin eru ólík en annað er ekki betra en hitt. Karlar og konur eru ekki tveir andstæðir pólar enda eru hvorki allar konur eins, né allir karlar. Konur eiga vissulega sameiginlegan arf og reynslu á ýmsum sviðum en þær eru engu að síður eins mismunandi og þær eru margar. Það sama á við um karla. í árþúsundir hefur látlaus samanburður á andstæðum tröllriðið allri hugsun á Vesturlöndum. Enginn getur haft skoðun á því hvað er vont nema vita hvað er gott, til að átta sig á hinu sérstaka þarf að þekkja hið almenna, til að skilja andann verður efnið að vera á hreinu, og til að geta skilgreint konur þarf að þekkja karla. Það versta við þessa tví- hyggju er að hún byggist á að annað sé hinu æðra. Hið góða er æðra hinu vonda, hið almenna æðra hinu sérstaka, andinn æðri efninu (þetta er reyndar að snúast við á síðustu og verstu tímum) og karlar æðri konum. Tvíhyggjann er í eðli sínu and- stæð öllum jöfnuði og jafnrétti því hún byggist á því að velja og hafna, taka eitt fram yfir annað. Og því miður kunnum við tæpast að hugsa á öðrum nótum - hvorki konur né karlar. En ef við viljum losna úr viðjum tvíhyggjunnar er hugar- farsbylting nauðsynleg. Við þurfum nýja tegund af hugsun sem viðurkennir sérstöðu hópa og einstaklinga og lítur á hana sem forsendu jafnréttis. Það segir sig auðvitað sjálft að ef allir væru eins þá þyrfti tæpast að krefjast jafnréttis. Sérstaðan á ekki að útiloka að jafnrétti verði komið á og jafnréttið á ekki að fela í sér afnám sérstöðunnar. Aðeins með nýrri hugsun næst það jafnvægi sem er forsenda þess að fólk geti lagt raun- sætt mat á sjálft sig sem einstaklinga og komið fram hvert við annað af fullkominni reisn og með gagnkvæmri virðingu. En elsku karlar - hættið að gera ykkur svona dælt við kon- ur! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað slík framkoma leiðir til fjölskrúðugra spássíuathugasemda í hugum kvenna. Reynið bara að vera skikkanlegir - þá hefst þetta allt.D Barnángen Sérsápa. yið umhirðu viðkvæmrar húðar. Barnángen sérsápa er sérstaklega gerð fyrir við- kvæma húð. Sápan hentar því vel við umönnun ungbarna, til umhirðu viðkvæmra staða á líkamanum og fyrir þá sem hafa exem eða sprungna og þurra húð. Sápan hentar einnig vel til hárþvottar. Bamángen sérsápa er þróuð í samstarfi við sænska húðsjúkdómalækna. Hún hefur lágt PH gildi (5,5), sem varnar því að eðalilegt sýrustig húðarinnar raskist við þvott. Hið virka sápuefni er Isetionat, sem er með mildustu sápuefnum sem til eru. Sápan veldur því hvorki exemi né húðertingu. Barnangen sérsápa fæst í öllum apótekum, Hagkaup og verslunum á landsbygðinni. Barnangen SPECIAL TVÁL Förkánslig och irritt'rad hud. milt parfymerad Special sápa Erfljótandi sápa, sérstaklega gerð fyrir þá sem hafa exefó. sprungna, þurra og víðkvæmahúð. ,. : Ath.: Inniheidur milt ilmefni ? en er án alira iitarefna. Sýrustig p.H. 5,5. , .. Specialtválið er jafnt fyrir hue semhár. Barnángen SPECIAL TVÁL Förkánslig och irriterad hud. OPARFYMERAD Special sápa : Er fljótandi sápa. sérstakiegsj Serð fyrir þá sem hafa exeni | | sprungna, þurra og viökvæP j j húö. 1 An allra ilm- og litarefna. | 1 Sýrustig p.H. 5,5. u, j Specialtválið er jafnt fyrir j: sem hár. Hrísalundi 1a • 602 Akureyri • S 96-22949
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.