Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 74

Heimsmynd - 01.10.1991, Blaðsíða 74
Sannleikurinn er sá að árafjöldinn skiptir ekki máli þegar kvenleg fegurð er annars vegar. Það að vera þrítug, fertug, fímmtug eða sextug og líta út fyrir að vera jafn gömul og fæðingar- skírteinið segir til um er alls ekki það sama og líta illa út, ekkert frekar en það að vera tvítug er trygging fyrir því að vera gullfalleg. Eitthvað ann- að og meira liggur að baki góðu útliti en það að hafa hrukkulausa húð og grannan líkama. Öll viljum við líta eins vel út og kostur er. Því sætir það furðu hversu al- gengt er að sjá konur mis- þyrma útliti sínu. Þær gera ýmis glappaskot þegar þær snyrta andlit sitt og klæðast sem gera það að verkum að þær líta út fyrir að vera tíu árum eldri en þær í raun eru. Það er ekki hin eiginlega og óumflýjanlega hrörnun holdsins sem spillir mest feg- urð kvenna heldur sú þreyta og deyfð sem gerir það að verkum að frísklegt yfírbragð hverfur úr andliti og fasi við- komandi. Þá fyrst verður fólk gamalt, sama hvað árin eru mörg. Fæst höfum við þekkingu til að laga það sem rangt er gert en verjum miklum tíma í vangaveltur um hvað hægt sé að gera til að snúa blaðinu við. Ráð sérfróðra geta hér sparað mikinn tíma og áhyggjur. HEIMSMYND leitaði upplýsinga hjá þremur snyrtisérfræðingum, hár- greiðslumeistara, fatahönn- uði, sálfræðingi og útlitsráð- gjafa, um það hvað að þeirra mati gerir fólk ellilegt og hvað ekki. Andlitið ræður án efa hvað mestu um það hvort mann- eskja telst líta vel eða illa út. Streita og þreyta setja fljótt mark sitt á andlitið og mörg- um reynist erfitt að fela slíkt með farða. Guðrún Þor- bjarnardóttir snyrtisérfræð- ingur og eigandi snyrtistof- unnar Saloon Ritz leggur megináherslu á að konur gefi sér nægan tíma þegar þær farða andlitið. „Aðalatriðið er að gera vel og frekar minna en meira.“ Þykkur farði gerir það að verkum að kona lítur út fyrir að vera 74 HEIMSMYND mun eldri en hún í raun er. Astæðan er sú að farðinn sest í allar glufur og línur og dreg- ur þær fram í stað þess að fela. Því ættu eldri konur frekar að nota léttan farða en þykkan. í raun gildir þetta um allar konur sem vilja líta unglega út. „Farða á að nota til að fela lýti í andliti, „bendir Ásta Hannesdóttir snyrtisérfræðingur á snyrti- stofunni Kristu á. Þegar ár- unum fjölgar fjölgar æðaslit- um, roða og þurrkublettum í húðinni. Farði er kjörinn til að hylja slíkt. Best er að nota léttan farða eða jafnvel litað dagkrem á allt andlitið en síðan þykkari til að fela lýtin. Aðalatriðið er þó að fara mjög sparlega með hann og ágætt getur verið að nota pensil til að bera farðann á. Litavalið skiptir einnig miklu máli. Heiðar Jónsson snyrtir bendir á það sem meginreglu að konur ættu alltaf frekar að nota ljósan farða en dökkan. „Dökkur farði eldir. Það skiptir ungar stúlkur ef til vill ekki máli þótt þær líti út fyrir að vera tíu árum eldri, en það fer að gera það þegar þær eru komnar yfir þrítugt.“ Þumalfingursreglan er að velja alltaf farða sem er ein- um litatóni ljósari en húðin. „Þannig er líka komið í veg fyrir áberandi litamun andlits og háls,“ bendir Guðrún á. Hún leggur jafnframt áherslu á nauðsyn þess að gefa sér nægan tíma til að bera farða á andlitið ef sjónin er tekin að dofna. „Konur ættu að gæta þess að hafa nægilega birtu og stóran spegil til að sjá vel til. Svampar sem fá má í flestum snyrtivöruversl- unum eru sérlega vel til þess fallnir að dreifa úr andlits- Þy) ykkur farði sest í glufur og fínar línur í húð- inni og gerir það að verkurn að kon- an lítur út fyrir að vera mun eldri en hún í raun er. farða þannig að áferðin verði jöfn.“ „Augun eru ásamt hálsin- um það fyrsta sem lætur á sjá. Þess vegna skiptir miklu að hugsa vel um umgjörð augnanna,“ segir Ásta. „Mér finnst konur oft hirða illa um augnabrúnir sínar og gæta þess ekki að lita augnhárin reglulega. En það verður líka að gæta þess að of mikill augnabrúnalitur gefur andlit- inu hörkulegan svip,“ bætir hún við. Heiðar bendir hins vegar á að sitt hvort gildi þegar Ijóshærðar og dökk- hærðar konur eiga í hlut. „Þær ljóshærðu verða að passa að dekkja augnabrún- irnar en þær dökkhærðu að lýsa þær til samræmis við hárið sem tekið er að grána.“ Þegar augun eru máluð ætti jafnan að fara nokkrum sinnum yfir augnlokið þannig að farðinn nái að þekja vel en verði ekki gloppóttur. Allt of algengt er að sjá eldri konur illa málaðar um augun vegna þess að þær sjá ekki lengur nógu vel til og gefa sér ekki nægan tíma. Engu að síður gildir sú regla hér að of mikill augnskuggi sest í fell- ingar og rennur frekar til. Sanseraðir litir eru sérlega óheppilegir af þessari ástæðu og því er æskilegt að forðast þá og nota heldur matta. Nú orðið er hægt að fá sérstök krem til að bera undir augn- skuggann sem gera það að verkum að hann rennur síður til. Kinnalitur getur gefið and- litinu líf en hann ætti þó að nota sparlega. Algengur mis- skilningur er að með því að bera hann undir kinnbeinin virðist þau hærri. Það rétta er að flestum fer best að nota hann aðeins efst á kinnbein- inu við hársvörðinn. Kinna- litur ætti að vera lítt áberandi og í samræmi við húðlit við- komandi. Guðrún bendir á að það gefi góða raun að púðra létt yfir kinnalitinn að lokum til að dreifa honum enn frekar. „Púður ætti þó að nota varlega,“ segir Heið- ar. „Þykkt lag er mjög áber- andi og líkt og mikill andlits- farði eldir það andlitið." Varalitur fer eldri konum mjög vel. Hann gefur mikinn lit og sparilegt yfirbragð. Sterkir æpandi litir klæða sjaldan konur sem komnar eru yfir miðjan aldur. Þær ættu því frekar að nota bjarta og ljósa varaliti. Það er engin ástæða til að spara notkun varalits, því bjartur litur sem fer andlitinu vel getur einmitt gefið unglegt og lifandi yfir- bragð. Þreyta og streita valda því að andlitið fær ellilegt yfir- bragð og sömuleiðis ónógur svefn og reykingar. Því er það ágætt ráð að gefa sér tíma til að slaka vel á öðru hvoru, þó ekki sé nema stutt- an tíma á hverjum degi. Heitt bað eða fimm mínútna blundur getur gert mikið fyr- ir útlitið og dregið úr streitu- merkjum í andliti og líkama. „Kalt fótabað gerir heilmikið fyrir mig,“ segir Ásta en bendir jafnframt á að ódýr- asta og án efa eitt besta ráð- ið sé að brosa framan í heiminn. Þessari speki er erf- itt að hafna enda ekki bara að brosið sýni létta lund viðkomandi heldur togar það beinlínis andlitið upp á við. K^Jtroff á peysu sem dregin er nið- ur fyrir lceri til að hylja þau dregur athyglina enn frekar að þeim. Grátt hár tengist ellinni órofaböndum. Elsa Haralds- dóttir á Saloon Veh hvetur konur til að nýta sér þær miklu framfarir sem orðið hafa í hárlitun og deyfa gráu hárin. „Konur þurfa að taka mið af húðlit sínum þegar þær ákveða háralitinn. Það eru ekki margar konur sem hafa þann bjarta og ferska húðlit sem er fallegur með hvítu eða gráu hári. Ef húðin er gráleit, eða jafnvel gulleit eins og í flestum tilvikum, er fallegra að halda litatóninum í stað þess að láta hárið grána. Eg myndi líka ráða konum frá því að ganga of langt í háralitun. Sú sem hef- ur verið mjög dökkhærð um þrítugt ætti frekar að fara út í strípur þegar grá hár fara að HEIMSM917-6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.