Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 95
verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórn-
arinnar 1964 þegar Breiðholtsfram-
kvæmdir voru ákveðnar. Milli Finnboga
Rúts og Bjarna Benediktssonar forsætis-
ráðherra ríkti djúp vinátta frá gamalli
tíð.
I átökunum miklu, sem urðu í
Alþýðubandalaginu á árunum 1967 til
1970, var Finnbogi Rútur talinn sterki
maðurinn á bak við Hannibal og arkitekt
Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna. Á
Marbakka var ráðið ráðum og þar var
líka til reiðu Styrmir Gunnarsson,
tengdasonur Finnboga Rúts, til að koma
frásögnum af innanflokksmálum
Alþýðubandalagsins í Morgunblaðið - ef
henta þurfti.
Finnbogi Rútur Valdimarsson er án
efa einhver sérstæðasti stjórnmálamaður
þessarar aldar, fjölgáfaður og margbrot-
inn maður og áhrif hans ekki öll enn
komin upp á yfirborð sögunnar. Jón
Baldvin Hannibalsson, bróðursonur
hans, sagði í minningargrein að margar
andstæður eða þversagnir hefðu verið í
fari hans: „sérfræðingur í alþjóðamálum
sem gerðist tribunus populus fátæks
fólks í berangri Kópavogs, hinn róttæki
vinstrisinni sem fyrirleit kommúnista og
alla þeirra fólsku og fordæðuskap, hinn
margræði menntamaður og einfari sem
gerðist mesti kosningasigurvegari
lýðveldissögunnar og naut einstakrar
hylli alþýðufólks, klassíker sem gerðist
byltingamaður í blaðamennsku og áróð-
urstækni . . .“
Kona Finnboga Rúts var Hulda Jak-
obsdóttir og eignuðust þau fimm
börn. Eina dóttur átti Finnbogi Rútur
fyrir með Sigríði Guðjónsdóttur. Börn
hans:
1. Auður Rútsdóttir (f. 1928), ritari við
sendiráð íslands í Osló.
2. Elín Finnbogadóttir (f. 1937) kenn-
ari, gift Sveini Hauki Valdimarssyni
hæstaréttarlögmanni. Sonur hennar er
Finnbogi Rútur Arnarson (f. 1957),
sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni.
3. Gunnar Finnbogason (f. 1938) í
Kópavogi.
4. Guðrún Finnbogadóttir (f. 1940).
Hún var gift Ahdel Fattah Jabali lækni
frá Palestínu. Synir þeirra eru Fadh Fal-
ur Jabali (f. 1963) og Ómar Jabali (f.
1976).
5. Sigrún Finnbogadóttir (f. 1943), gift
Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgun-
blaðsins. Dætur þeirra eru Hulda Dóra
Styrmisdóttir (f. 1965), fréttamaður á
Stöð 2, og Hanna Guðrún Styrmisdóttir
(f. 1967), við nám í Frakklandi.
6. Hulda Finnbogadóttir (f. 1948), gift
Smára Sigurðssyni rannsóknarlögreglu-
manni, starfsmanni hjá Interpol í París.
Börn þeirra eru Gunnar Smárason (f.
1967) háskólanemi, Elín Björg Smára-
dóttir (f. 1968) háskólanemi og Hrafn-
hildur Huld Smáradóttir (f. 1975).
HIN SYSTKININ OG AFKOMEND-
UR ÞEIRRA
Elsta systir þeirra Hannibals og Finn-
boga Rúts var Guðrún Valdimarsdóttir
(1898-1990) ljósmóðir. Hún var Ijósmóðir
á ýmsum stöðum á Vestfjörðum á árun-
um 1920 til 1933. Eftir það var hún
stöðvarstjóri Landsímans í Hveragerði
1934 til 1944. Þá var hún starfandi ljós-
móðir í Reykjavík og starfrækti meðal
annars eigið fæðingarheimili á árunum
1947 til 1961. Maður hennar var Kjartan
Helgason sjómaður í Hnífsdal en hann
drukknaði 1924. Sonur þeirra:
Amerísku „Sealy“ rúnjin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samróði við færustu
beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman
og nó þannig að gefa þér góðan nætursvefn ón bakverkja að morgni. 5—15 óra óbyrgð.
Höfum einnig rúmgafla, nóttborð og rúmföt í miklu úrvali.
Marco,
Langholtsvegi 111, sími 680690.
Opið alla virka daga frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 11-14
HEIMSMYND 95