Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 96

Heimsmynd - 01.10.1991, Síða 96
1. Valdimar Guðmundur Kjartansson (1923-1975) rennismiður, kvæntur Christ- ina Grashoff Kjartansson hjúkrunarfræð- ingi frá Hollandi. Börn þeirra eru Kjart- an Helgi Valdimarsson (f. 1955), rafvéla- virki í Reykjavík, Guðrún Valdimarsdóttir (f. 1956), sjúkraliði í Reykjavík, Jóhann Friðrik Valdimarsson (f. 1959), rafiðnaðarmaður í Reykjavík, og Arnór Valdimarsson (f. 1960), flug- virkjanemi í Svíþjóð. Næstelsta barn Valdemars Jónssonar og Elínar Hannibalsdóttur var Jón Valdimar Valdimarsson (1900-1988), vélsmiður á Isafirði. Hann var ekki eins áberandi og bræður hans, Hannibal og Finnbogi Rútur, en var engu að síður mikill perónuleiki. Hann lærði á Þing- eyri en starfaði nær alla sína tíð á ísa- firði, hæglátur maður, fremur fáskiptinn, en gat verið snöggur upp á lagið. Hann var eins og bræður hans eindreginn verkalýðssinni en fylgdi sósíalistum að málum og var á framboðslistum Alþýðu- bandalagsins eftir að Hannibal ^ yfirgaf það. Kona hans var Sigríður Asgeirs- dóttir gullsmiður og eignuðust þau átta börn. Pau eru: 1. Álfheiður Jónsdóttir (f. 1929) í Reykjavík, sambýlismaður hennar er Hreiðar Hálfdanarson, starfsmaður Kas- sagerðarinnar. Börn hennar eru Jón Er- lendur Guðmundsson (f. 1951), bílstjóri í Reykjavík, Þórarinn Flosi Guðmundsson (f. 1952), bílstjóri í Reykjavík, Gunnar Smári Guðmundsson (f. 1954), vélvirki á Vopnafirði, Stefán Ólafur Karlsson (f. 1964), rafvirki í Reykjavík, og Hörður Sigurjón Karlsson (f. 1968), iðnskóla- nemi. 2. Arnór Jónsson (f. 1930), fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmaður á ísafirði, kvæntur Þuríði Huldu Kristjánsdóttur. Börn þeirra eru Flosi Arnórsson (f. 1962), sjó- maður á ísafirði, Kristján Valdimar Arn- órsson (f. 1965), sjómaður á Isafirði, og María Sigurlaug Arnórsdóttir (f. 1966). 3. Halldór Jónsson (f. 1932) ökukenn- ari í Reykjavík. Kona hans var Anna Einarsdóttir, verslunarstjóri hjá Máli og menningu, en þau skildu. Börn þeirra eru Einar Halldórsson (f. 1957), verktaki á ísafirði, Jón Sigurður Halldórsson (1958-1991), Gunnar Þorsteinn Halldórs- son (f. 1960), sendikennari í Finnlandi, og Fríður María Halldórsdóttir (f. 1963) íþróttakennaranemi. 4. Hörður Jónsson (1933-1967), sjó- maður á ísafirði. 5. Elín Jónsdóttir (f. 1940), tónlistar- kennari á ísafirði, gift Einari Ingvarssyni hagræðingarráðunaut. Börn hennar eru Álfheiður Kristín Arnórsdóttir (f. 1960), gjaldkeri á Isafirði, Hörður Einarsson (f. 1968) tækniskólanemi, Þórdís Einarsdótt- ir (f. 1971) og Páll Einarsson (f. 1975). 6. Þórunn Jónsdóttir (f. 1941), skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Sigurði Karli Gunnarssyni vélvirkja. Börn henn- ar eru Þórir Þrastarson (f. 1960), blikksmiður á ísafirði, Sigríður Alberta Þrastardóttir (f. 1962), hárgreiðslumeist- ari á ísafirði, Dagný Þrastardóttir (f. 1963), trésmiður og verslunarstjóri á Isa- firði, Katrín Sigurðardóttir (f. 1972) og Gunnar Sigurðsson (f. 1974). 7. Flosi Jónsson (f. 1945), starfsmaður Áhaldahússins á ísafirði, kvæntur Lauf- eyju Halldórsdóttur. Börn hans eru Að- alsteinn Flosason (f. 1969), bílstjóri í Reykjavík, Guðlaug Flosadóttir (f. 1972), Hrafnhildur Flosadóttir (f. 1974), Sigurður Kristinn Flosason (f. 1977), Guðjón Smári Flosason (f. 1981) og Eydís Flosadóttir (f. 1987). 8. Gunnhildur Jónsdóttir (f. 1945), kaupkona í Reykjavík, gift Herjolf Skogland, forstöðumanni hjá Ríkisskip- um. Börn þeirra eru Elsa Skogland (f. 1971), Hulda Skogland (f. 1975), Sólveig Skogland (lést ung) og Árni Skogland (f. 1983). Þriðja systkini Hannibals og Finnboga Rúts sem hér verður nefnt er Sigríð- ur Valdimarsdóttir (f. 1904), lengi ritari hjá Landsíma íslands. Hún bjó á Isafirði framan af og lét félagsmál til sín taka og eftir að hún flutti til Reykjavíkur var hún framarlega í störfum Vestfirðingafélags- ins og sérstaklega lét hún menntunarmál ungra Vestfirðinga til sín taka. Ógift og barnlaus. Yngstur systkinanna sem upp komust í barnahópi Valdimars Jónssonar og Elín- ar Hannibalsdóttur var Arnór Valdi- marsson (1908-1927) loftskeytamaður en hann lést kornungur, ókvæntur og barn- laus.D Ofurmennið. . . framhald af bls. 48 Ætli lífið gangi ekki út á að stunda þetta í huganum en láta ekki verða af því.“ Pétur Pétursson lætur undan. „Pétur vinur minn er klofinn maður. Ég hef séð það sjálfur hvernig menn tala ekki við fólk í kringum sig árum, jafnvel áratug- um saman. Það sest að fólki einhver della.“ Hvernig bregst hann sjálfur við fjand- skap? „Maður er ekki í vinsælda- kosningum," segir hann ofurrólega. „Auðvitað á ég mína fjandmenn innan Sony en ég er seinþreyttur til vandræða og reyni að leiða slíkt hjá mér. í mínu stússi eru margir hælbítar og ég hef það fyrir reglu að snúi það eingöngu að mér persónulega læt ég það kyrrt liggja. Sé vegið að vinnufélögum mínum sökum óvildar í minn garð þá geng ég hreint til verks - og geri það snöggt." Lítið bros og handarsveifla. „Yfirleitt kalla ég menn á eintal og oftast taka þeir söns- um. Ef ég er orðinn svakalega þreyttur á þeim, rassskelli ég þá . . Hann sagði mér fyrr um daginn að með kaupunum á Columbia-kvikmynda- verinu og CBS-hljómplötunum hefði kúltúr Sony verið breytt. Bandarísk blöð og tímarit hafa birt fréttir og frásagnir af togstreitu innan fyrirtækisins. Tímaritið Fortune fullyrðir nýlega að kaup Sony á fyrirtækjum í skemmtanaiðnaði séu gerð meira af kappi en forsjá. Frægt er tilsvar Ólafs Jóhanns í New York Times nýlega þar sem hann kvaðst sofa ágætlega á nóttunni hvað sem öllum ágreiningi liði. „Þeirri breytingu sem orðið hefur á Sony með tilkomu nýju stefnunnar fylgir óneitanlega valdabrambolt. Það þarf að minna menn á að eyða ekki tíma í slíkt. Það er fullt af fólki sem á afkomu sína undir góðum stjórnendum. Yfir hundrað þúsund manns vinna hjá Sony í allt og sjálfur er ég settur yfir um tuttugu þús- und, sem vinna fyrir Sony Software“ Hann segist stjórna sínu fólki með já- kvæðu hugarfari. „Yfirleitt ræð ég fólk út frá eðlisávísun. Ég leita að skapandi og frjóu fólki en ekki endilega fólki með viðskiptafræðimenntun. Ég vil að starfs- fólkinu líði vel, það sé bjartsýnt, skemmti sér í vinnunni og sé þar sem lengst frameftir. Um daginn hringdi í mig starfsmaður þar sem hann var í sum- arleyfi með fjölskyldu sinni í Disney World. Hann hringdi úr farsíma og allt í einu reif konan hans tólið af honum og sagði að þetta hefði hann aldrei gert áð- ur en hann hóf störf hjá mér, að hringja úr skemmtiferð með fjölskyldunni. Ég sagði konunni að maðurinn hennar væri sögulegt fyrirbæri því hann væri fyrsti Italinn sem ég vissi um sem væri vinnu- þræll. Ég hrósa fólki fyrir vel unnin störf enda veit það vel að ef það fær ekki hrós er eitthvað að. Illindi eiga ekki við mig en ég get verið helvítis kvikindi ef ég verð var við baknag og róg. Ég lít ekki svo á að mitt starf sem stjórnandi sé merkilegra en starf annarra hjá fyrirtæk- inu. Maður býr að því frá uppvextinum að geta talað við alla. Merkilegheit fara ofboðslega í taugarnar á mér. Ég verð stundum var við þessi merkilegheit heima á íslandi - menn eru með eitt- hvert tilstand og rembing og það er hálf bjánalegt. Það kemur alltaf maður í manns stað í viðskiptum. En ég hef það markmið að fórna aldrei peði . . . Ef maður tapar réttlætiskenndinni í við- skiptum ætti maður snúa sér að ein- hverju öðru.“ Hann borðar önd og leggur hnífapörin oft frá sér til að tala. „Ráðgjafinn minn sagði mér til dæmis að láta ákveð- inn aðila fara í slag, sem þjónaði mínum hagsmunum, vegna ágreinings undir yfir- borðinu, en hinn tæki höggið. Ég spurði hann afhverju hann gerði það ekki sjálf- ur. Réttlætiskenndin vinnur alltaf þótt það sé ekkert rangt við gott kjaftshögg ef 96 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.